Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1033. spurningaþraut: Vaka, va'a, waka eða wa'a?

1033. spurningaþraut: Vaka, va'a, waka eða wa'a?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða dýr prýðir myndina hér að ofan? 

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað áttu Elsa Lund, Þórður húsvörður, Dengsi, Eiríkur Fjalar, Skúli rafvirki og Saxi læknir sameiginlegt?

2.  Í hvaða landi var Desmond Tutu biskup?

3.  Hvaða þjóð eða þjóðarhópur sigldi um höfin á bátum sem kallaðir voru vaka, va'a, waka eða wa'a?

4.  Hvað eiga þeir Randolph Peter Best og Stuart Fergusson Victor Sutcliffe helst sameiginlegt hvað snertir vinnu eða æviferil?

5.  Hvaða pláneta kemur næst Jörðinni okkar hvað fjarlægð snertir?

6.  Vilhelmína Lever „verslunarborgarinna“ á Akureyri kaus í bæjarstjórnarkosningum fyrst allra kvenna. Hvaða ár var það? 1773 — 1803 — 1833 — 1863 — eða 1893?

7.  Á árunum 1792-1815 mynduðu stórveldi Evrópu sjö bandalög, hvert á fætur á öðru, og var þeim stefnt sérstaklega gegn einu ríki í álfunni. Hvaða ríki var það?

8.  Hvar leysa Barnaby frændurnir erfið glæpamál?

9.  „Við tölvufræðadeild Marylandháskóla er starfrækt viðamikið staðarnet með um eða yfir 100 samtengdum tölvum. Burðarnetið er ETHERNET, og flestar tölvurnar nota TCP/IP (Transmission control protocol/- internet protocol) samskiptareglur.“ Þessi texti birtist a sínum tíma í tímaritinu Tölvumál og er, eftir því næst verður komist á Tímarit.is, fyrsta dæmið um orðið „internet“ í íslensku blaði, þá í merkingunni samskiptanet milli tölva. En hvaða ár var þetta þegar internet birtist í fyrsta sinn í íslensku blaði?  Var það 1972 — 1976 — 1988 eða 1993? (Þessi spurning birtist með fyrirvara um að leitarvél Tímarit.is er ekki alveg óskeikul.)

10.  Við hvaða fjörð stendur bærinn Ögur?

***

Seinni aukaspurning:

Hvar er myndin hér að neðan tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Laddi skapaði þau öll.

2.  Suður-Afríku.

3.  Pólýnesar.

4.  Báðir voru í Bítlunum á allra fyrstu árunum sem hljómsveitin starfaði.

5.  Venus.

6.  1863.

7.  Frakklandi.

8.  Í hinu uppdiktaða héraði Midsomer.

9.  1988.

10.  Ísafjarðardjúp.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er loris.

Neðri myndin er frá Vík í Mýrdal.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár