Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1033. spurningaþraut: Vaka, va'a, waka eða wa'a?

1033. spurningaþraut: Vaka, va'a, waka eða wa'a?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða dýr prýðir myndina hér að ofan? 

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað áttu Elsa Lund, Þórður húsvörður, Dengsi, Eiríkur Fjalar, Skúli rafvirki og Saxi læknir sameiginlegt?

2.  Í hvaða landi var Desmond Tutu biskup?

3.  Hvaða þjóð eða þjóðarhópur sigldi um höfin á bátum sem kallaðir voru vaka, va'a, waka eða wa'a?

4.  Hvað eiga þeir Randolph Peter Best og Stuart Fergusson Victor Sutcliffe helst sameiginlegt hvað snertir vinnu eða æviferil?

5.  Hvaða pláneta kemur næst Jörðinni okkar hvað fjarlægð snertir?

6.  Vilhelmína Lever „verslunarborgarinna“ á Akureyri kaus í bæjarstjórnarkosningum fyrst allra kvenna. Hvaða ár var það? 1773 — 1803 — 1833 — 1863 — eða 1893?

7.  Á árunum 1792-1815 mynduðu stórveldi Evrópu sjö bandalög, hvert á fætur á öðru, og var þeim stefnt sérstaklega gegn einu ríki í álfunni. Hvaða ríki var það?

8.  Hvar leysa Barnaby frændurnir erfið glæpamál?

9.  „Við tölvufræðadeild Marylandháskóla er starfrækt viðamikið staðarnet með um eða yfir 100 samtengdum tölvum. Burðarnetið er ETHERNET, og flestar tölvurnar nota TCP/IP (Transmission control protocol/- internet protocol) samskiptareglur.“ Þessi texti birtist a sínum tíma í tímaritinu Tölvumál og er, eftir því næst verður komist á Tímarit.is, fyrsta dæmið um orðið „internet“ í íslensku blaði, þá í merkingunni samskiptanet milli tölva. En hvaða ár var þetta þegar internet birtist í fyrsta sinn í íslensku blaði?  Var það 1972 — 1976 — 1988 eða 1993? (Þessi spurning birtist með fyrirvara um að leitarvél Tímarit.is er ekki alveg óskeikul.)

10.  Við hvaða fjörð stendur bærinn Ögur?

***

Seinni aukaspurning:

Hvar er myndin hér að neðan tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Laddi skapaði þau öll.

2.  Suður-Afríku.

3.  Pólýnesar.

4.  Báðir voru í Bítlunum á allra fyrstu árunum sem hljómsveitin starfaði.

5.  Venus.

6.  1863.

7.  Frakklandi.

8.  Í hinu uppdiktaða héraði Midsomer.

9.  1988.

10.  Ísafjarðardjúp.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er loris.

Neðri myndin er frá Vík í Mýrdal.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár