Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1033. spurningaþraut: Vaka, va'a, waka eða wa'a?

1033. spurningaþraut: Vaka, va'a, waka eða wa'a?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða dýr prýðir myndina hér að ofan? 

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað áttu Elsa Lund, Þórður húsvörður, Dengsi, Eiríkur Fjalar, Skúli rafvirki og Saxi læknir sameiginlegt?

2.  Í hvaða landi var Desmond Tutu biskup?

3.  Hvaða þjóð eða þjóðarhópur sigldi um höfin á bátum sem kallaðir voru vaka, va'a, waka eða wa'a?

4.  Hvað eiga þeir Randolph Peter Best og Stuart Fergusson Victor Sutcliffe helst sameiginlegt hvað snertir vinnu eða æviferil?

5.  Hvaða pláneta kemur næst Jörðinni okkar hvað fjarlægð snertir?

6.  Vilhelmína Lever „verslunarborgarinna“ á Akureyri kaus í bæjarstjórnarkosningum fyrst allra kvenna. Hvaða ár var það? 1773 — 1803 — 1833 — 1863 — eða 1893?

7.  Á árunum 1792-1815 mynduðu stórveldi Evrópu sjö bandalög, hvert á fætur á öðru, og var þeim stefnt sérstaklega gegn einu ríki í álfunni. Hvaða ríki var það?

8.  Hvar leysa Barnaby frændurnir erfið glæpamál?

9.  „Við tölvufræðadeild Marylandháskóla er starfrækt viðamikið staðarnet með um eða yfir 100 samtengdum tölvum. Burðarnetið er ETHERNET, og flestar tölvurnar nota TCP/IP (Transmission control protocol/- internet protocol) samskiptareglur.“ Þessi texti birtist a sínum tíma í tímaritinu Tölvumál og er, eftir því næst verður komist á Tímarit.is, fyrsta dæmið um orðið „internet“ í íslensku blaði, þá í merkingunni samskiptanet milli tölva. En hvaða ár var þetta þegar internet birtist í fyrsta sinn í íslensku blaði?  Var það 1972 — 1976 — 1988 eða 1993? (Þessi spurning birtist með fyrirvara um að leitarvél Tímarit.is er ekki alveg óskeikul.)

10.  Við hvaða fjörð stendur bærinn Ögur?

***

Seinni aukaspurning:

Hvar er myndin hér að neðan tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Laddi skapaði þau öll.

2.  Suður-Afríku.

3.  Pólýnesar.

4.  Báðir voru í Bítlunum á allra fyrstu árunum sem hljómsveitin starfaði.

5.  Venus.

6.  1863.

7.  Frakklandi.

8.  Í hinu uppdiktaða héraði Midsomer.

9.  1988.

10.  Ísafjarðardjúp.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er loris.

Neðri myndin er frá Vík í Mýrdal.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár