Ingunn Lind Þórðardóttir og Karen Eva Sæmundsdóttir
„Já, það hefur allt hækkað. Matur, lánin, allt,“ segir Ingunn og Karen tekur undir með henni. „Við erum farin að kaupa frekar kjúkling en lambakjöt, sem er orðið mjög dýrt. Á sama tíma eru vextir að hækka og sú þróun hefur verið í lengri tíma. Allt hækkar eins og tröppugangur.“
Bergþóra Einarsdóttir
„Já, ég finn það á heimilisbókhaldinu hvernig verðið hækkar. Ég finn það líka í fyrirtækinu sem við hjónin eigum og rekum. Ég finn hvað það fer meira í mat hjá okkur og aðföng hjá fyrirtækinu. Samt hefur matarkarfan okkar ekki breyst, enda erum við bara tvö fullorðin á heimili. Það væri kannski annað ef ég væri með heimili fullt af börnum, eins og ég var með á tímum óðaverðbólgunnar.“
Arnold Róbert Sívertsen
„Já, ég finn fyrir því að vísu, en hef ekki pælt voðalega mikið …
Athugasemdir