„Við finnum alveg að vörur eru alltaf að síhækka. Ég fer daglega að sækja vörur í Bónus og það getur munað tíkalli á vörunni innan sömu vikunnar. Það er sama þróunin viku eftir viku,“ segir Gunnar Halldór Jónasson, kaupmaður í Kjötborg á Ásvallagötu, aðspurður hvort hann finni mikið fyrir verðbólgunni. Honum er hins vegar alveg hætt að bregða við verðhækkanir enda búinn að vera kaupmaður mest allt sitt líf og því sjóaður í verðbólgu og verðhækkunum sem fylgja með.
Þá segist hann nokkuð viss um að hækkanir komi í tíköllum eða „tíkall, tíkall, tíkall,“ eins og hann orðar það, svo fólk finni minna fyrir þeim. Þar að auki telur hann það spila inn í að Íslendingar séu miklir „kóarar“, en með því á hann við að þeir grípi ekki til varna. „Við bölvum bara, segjum helvítis stjórnmálamenn, en svo gerum við ekkert í því. Nema Sólveig Anna. Hún er ekki …
Athugasemdir (1)