Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Olíubílstjórar og fleiri hótelstarfsmenn úr Eflingu á leið í verkfall

Yf­ir 80 pró­sent þeirra sem greiddu at­kvæði um frek­ari verk­falls­að­gerð­ir Efl­ing­ar síð­ustu daga sam­þykktu að­gerð­irn­ar. Um er að ræða bíl­stjóra hjá Sam­skip­um, Ol­íu­dreif­ingu og Skelj­ungi og starfs­menn tveggja hót­elkeðja.

Olíubílstjórar og fleiri hótelstarfsmenn úr Eflingu á leið í verkfall
Í verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir sést hér með olíubílstjórum innan Eflingar eftir fund með þeim í síðasta mánuði. Mynd: Efling

Verkfallsaðgerðir félagsmanna Eflingar munu skella á hjá tveimur hótelkeðjum og hjá starfsmönnum sem starfa við akstur vörubifreiða og olíudreifingu í næstu viku. Þetta liggur fyrir eftir að yfir 80 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um aðgerðirnar samþykktu þær í kosningu sem lauk fyrr í dag.

Um er að ræða verkfall á hótelkeðjunni Berjaya Hotels og nær það til um fjögur hundruð Eflingarfélaga. Að auki verður verkfall á hótelinu Reykjavík Edition þar sem starfa á annað hundrað félagsmenn í Eflingu.

Þá var samþykkt verkfall hjá Samskipum, sem tekur til alls vörubifreiðaaksturs frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Sundahöfn, og hjá Olíudreifingu og Skeljungi, bæði vegna aksturs en einnig annarra starfa. Þau fyrirtæki sjá um allan flutning frá stærstu olíubirgðastöð landsins, í Örfirisey.

Í tilkynningu á vef Eflingar segir að á meðal bílstjóra hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi hafi 57 greitt atkvæði, eða 77 prósent af þeim 74 Eflingarfélögum sem voru á kjörskrá. 48 greiddu atkvæði með, sjö á móti og tvier tóku ekki afstöðu. Verkfallsboðunin var því samþykkt með rúmlega 84 prósent atkæða.

Á Edition hótelinu og hjá Berjaya hótelkeðjunni voru 487 á kjörskrá. Þar af greiddu 255 atkvæði eða rúm 52 prósent. 209 samþykktu, 40 höfnuðu og sex tóku ekki afstöðu. Verkfallsboðun er því samþykkt með rétt tæplega 82 prósent atkvæða.

Atkvæðagreiðslurnar voru auglýstar 31. janúar eftir að samninganefnd samþykkti þær á fundi sínum. Þær hófust klukkan tólf á hádegi föstudaginn 3. febrúar og lauk þeim klukkan sex í eftirmiðdaginn í dag, 7. febrúar. Verkföll félagsmann Eflingar sem vinna á Íslandshótelum hófust einmitt í dag, en félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í gær að þau væru lögleg.

Verkföll á hinum hótelunum og hjá bílstjórunum hefjast 15. febrúar, eða eftir viku.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár