Kvika banki reyndi að leppa fyrirhuguð kaup félags í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona, sem kenndir eru við matvælafyrirtækið Bakkavör, á hlutafé og kröfum í eignarhaldsfélagið Klakka af íslenska ríkinu árið 2016. Klakki átti á þessum tíma fjármögnunarfyrirtækið Lýsingu, sem síðar var endurnefnt Lykill og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Reykfjörðs Gylfasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Kviku banka, í málflutningi í skaðabótamáli félags Bakkabræðra, Frigusar II ehf., í Lindarhvols-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok janúar.
Um leppun Kviku á kauptilboðinu fyrir Frigus sagði Ásgeir: „Það var þannig í huga ansi margra sem unnu í grennd við Borgartúnið á þessum árum að þeir aðilar sem voru mjög áberandi fyrir fall bankanna – þeir voru framan á dagblöðum, þeir voru atyrtir í spjallþáttum og þess háttar – og eins og ég segi: Við töldum það ekki hjálpa málinu og við vildum að þessi viðskipti myndu falla þeirra megin. …
Athugasemdir (4)