Aukaspurningin fyrri:
Hvað heita sjónvarpsþættirnir þar sem þessi vígalega persóna kemur við sögu?
***
Aðalspurningar:
1. Kona ein er aðsópsmikil og jafnvel illskeytt. Allir kalla hana frænku en í rauninni er hún bara frænka ... hvers eða hverrar eða hverra?
2. Hvers konar dýr er anaconda?
3. Mannskæðastasti jarðskjálfti á seinni tímum varð í júlí árið 1976. Staðfest er að 242.000 létu lífið en sennilega dóu miklu fleiri, jafnvel allt að 655.000. Í hvaða landi varð þessi skelfilegi skjálfti?
4. Í hvaða borg fæddist Wolfgang Amadeus Mozart?
5. Hvaða rithöfundur skrifaði fyrirlestra/bók með nafninu Sérherbergi eða A Room of One's Own?
6. Og hverja skorti sérherbergi að mati höfundarins?
7. Á þessu ári mun vera von á nýrri mynd um fornleifafræðinginn knáa, Indiana Jones. Hversu margar verða bíómyndirnar um hann þá orðnar?
8. Að hverju leitar SETI?
9. Hvers konar fyrirbrigði er geirnyt?
10. Í hvaða ríki starfaði stofnun sem kölluð er NKVD á árunum 1934-1946?
***
Aukaspurningin seinni:
Hver er hér nokkuð ungur að árum?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Soffía er frænka Kamillu litlu.
2. Slanga.
3. Kína.
4. Salzburg.
5. Virginia Woolf.
6. Konur.
7. Fimm.
8. Lífi í geimnum.
9. Fisktegund.
10. Sovétríkjunum. „Rússlandi“ er vitaskuld ekki fullnægjandi svar.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er aðalpersónan í sjónvarpsseríunum Happy Valley.
Á neðri myndinni er Stalín ungur árum.
Athugasemdir