Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1022. spurningaþraut: Hér er spurt um nöfn, og líka Álfsnes

1022. spurningaþraut: Hér er spurt um nöfn, og líka Álfsnes

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá nútímahugmynd um að endurreisa eitt af hinum sjö undrum fornaldar. Hið forna undur var varla svona stórt, en hvar var það?

***

Aðalspurningar:

1.  Einn af þingmönnum VG og varaborgarfulltrúi VG í Reykjavík eru hjón. Hvað heita þau?

2,  Land eitt ber heiti sem þýðir í raun og veru „landamæri“ eða „jaðar“ eða eitthvað álíka. Hvað köllum við þetta land?

3,  Hvað er algengasta eiginnafn íslenskra kvenna samkvæmt nýjum tölum? Sem sagt kvenna á öllum aldri.

4.  En hvað var algengasta eiginnafn nýfæddra íslenskra stúlkna á síðasta ári?

5.  Á sama hátt, hvað er algengasta eiginnafn nýfæddra íslenskra drengja á síðasta ári?

6.  En hvaða karlmannsnafn skyldi koma þar á eftir hjá nýfæddum?

7.  En hvað er hins vegar algengasta eiginnafn karla á öllum aldri á Íslandi?

8.  Hún hét Guðrún Baldvina Árnadóttir, fæddist 1887 en dó 1975. Á síðari hluta ævinnar varð hún einn allra frægasti og vinsælasti Íslendingurinn á sínu sviði, en var þó svolítið umdeild. Þau voru til sem töluðu um hana af lítilsvirðingu en önnur töldu einmitt það vera snobb eitt. Undir hvaða nafni var hún þekkt?

9.  Og fyrir hvaða verk var hún allra frægust?

10.  Hvaða fiskar prýðir 100 krónu peninginn?

***

Seinni aukaspurning:

Rusl frá höfuðborgarsvæðinu er urðað á Álfsnesi. En hvar er Álfsnes? Eða það A, B, C, D, E,F eða G?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Steinunn Þóra og Stefán Pálsson.

2,  Úkraína.

3.  Anna.

4.  Emilía.

5.  Aron.

6.  Jökull.

7.   Jón.

8.  Guðrún frá Lundi.

9.  Skáldsagnabálkinn Dalalíf

10.  Hrognkelsi — grásleppa og/eða rauðmagi telst líka rétt.

***

Svör við aukaspurningum:

Risinn var á Ródos.

Álfsnes er undir stjörnunni sem merkt er F.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár