Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkissáttasemjari: Skipaði Eflingu að afhenda kjörskrá en átti eftir að semja um vinnsluna

Rík­is­sátta­semj­ari fyr­ir­skip­aði Efl­ingu að af­henda kjör­skrá þeg­ar hann kynnti stétt­ar­fé­lag­inu miðl­un­ar­til­lögu. Dag­inn eft­ir lýsti hann því hins veg­ar yf­ir að að­eins hefði ver­ið um til­mæli að ræða. Áð­ur en Efl­ing gat brugð­ist við hafði rík­is­sátta­semj­ari svo stefnt fé­lag­inu fyr­ir dóm­stóla og kraf­ist af­hend­ing­ar kjör­skrár. Tíma­lína at­burða er rak­in hér.

<span>Ríkissáttasemjari:</span> Skipaði Eflingu að afhenda kjörskrá en átti eftir að semja um vinnsluna
Segir afstöðu SA fráleita Sólveig Anna segir þá afstöðu Samtaka atvinnulífsins að um leið og miðlunartillaga sé komin fram sé jafnframt komin á friðarskylda ótrúlega langsótta. Mynd: Bára Huld Beck

Efling hefur engin svör fengið frá ríkissáttasemjara við ítrekuðum kröfum sínum um að fá afhent þau gögn og yfirlit um samskipti ríkissáttasemjara í aðdraganda þess að hann lagði fram miðlunartillögu í deilu stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins. Hið sama er að segja um ítrekuð erindi til félags- og vinnumarkaðsráðherra er lúta að stjórnsýslukæru Eflingar og þeirrar kröfu að réttaráhrifum miðlunartillögu ríkissáttasemjara verði frestað meðan stjórnsýslukæran er til meðferðar.

Hér að neðan má sjá tímalínu atburða í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með aðkomu ríkissáttasemjara.

Fyrirmæli urðu að tilmælum og svo að aðfararbeiðni

Í bréfi Eflingar til ríkissáttasemjara þar sem kröfur stéttarfélagsins voru ítrekaðar og sent var í gær, kemur fram að ríkissáttasemjari hafi birt stéttarfélaginu fyrirmæli 26. janúar þess efnis að láta upplýsingafyrirtækinu Advania í té kjörskrá sína fyrir klukkan 16:00 þann dag. Við því varð Efling ekki. Um hádegisbil daginn eftir barst Eflingu bréf frá ríkisáttasemjara þar sem kemur fram að um „tilmæli“ hafi verið að ræða og ekki hafi verið gert ráð fyrir að félagatal Eflingar yrði afhent embætti ríkissáttasemjara. Embættið hafi ekki ætlað sér að vinna með þær viðkvæmu persónuupplýsingar sem þar kæmu fram heldur hefði verið ráðgert að Efling sjálf bæri miðlunartillöguna undir félagsmenn sína.

Í bréfi Eflingar segir svo: „Þrátt fyrir þessa breyttu afstöðu, og áður en félaginu gafst nokkuð tækifæri til að bregðast við henni, barst því fyrirkall frá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna framkominnar kröfu embættisins þess efnist að kjörskrá félagsins yrði afhent embættinu eða því veittur aðgangur að henni með beinni aðför.“ Í þeirri aðfararbeiðni var miðað við að embættið fengi kjörskránna afhenta og ynni sem ábyrgðaraðili með þær persónuupplýsingar sem hún hefði að geyma. Þá fylgdi með afrit af vinnslusamningi milli Advania og embættisins um vinnslu persónuupplýsinga. Athygli vekur að sá samningur virðist hafa verið undirritaður klukkan 10:23 27. janúar, daginn eftir að ríkissáttasemjari hafði fyrirskipað Eflingu að afhenda kjörskránna til Advania.

Segja mjög nauðsynlegt að réttaráhrifum verði frestað

Efling sendi einnig erindi á félags- og vinnumarkaðsráðherra í gær. Þar er áréttað að stéttarfélagið telji miðlunartillögu ríkissáttasemjara ólögmæta en engu að síður reyni embættið að þvinga fram kosningu um hana „samkvæmt kosningareglum sem veita kjósentum enga raunhæfa möguleika á því að fella hana“. Því myndu réttaráhrif miðlunartillögunnar óhjákvæmilega fela í sér að þvingaða niðurstöðu kjaradeilunnar, verði þeim ekki frestað meðan tekist er á um lögmæti miðlunartillögunnar.

Í erindinu er farið fram á að ráðuneytið hraði meðferð málsins, enda sé það í hendi þess. Ríkir hagsmunir séu þar í húfi.

„Að miðlunartillaga sé bara hið sama og undirritaður kjarasamningur og hafi sömu áhrif er ótrúlega langsótt“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir við Heimildina að engin svör hafi borist, hvorki frá ríkissáttasemjara né frá félags- og vinnumálaráðherra. „Hann [ríkissáttasemjari] hefur móttekið þetta, hann móttók líka fyrri kröfur, en það hafa engin svör komið. Þegar ég sendi ítrekun á ríkissáttasemjara í gær þá lét ég afrit fylgja á umboðsmann alþingis einnig. Við höfum heldur ekki fengið nein svör frá ráðuneytinu vegna stjórnsýslukærunnar og við ítrekuðum hana í gær.“

Sólveig Anna segir að nú sé verið að undirbúa vörn Eflingar, bæði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og fyrir félagsdómi. „Þetta er algjörlega fráleitt. Sú afstaða sem Samtök atvinnulífsins setja fram í stefnu sinni er að um leið og ríkissáttasemjari hafi lagt fram miðlunartillögu sé komin friðarskylda. Þar með sé vinnudeila ekki lengur í gangi og af því leiði að við megum ekki fara í verkföll, að við megum ekki láta kjósa og ekki ganga til atkvæða um verkföll. Að miðlunartillaga sé bara hið sama og undirritaður kjarasamningur og hafi sömu áhrif er ótrúlega langsótt.“

Tímalína

Atburðarásin í kjaradeilu Eflingar og SA

10. janúar 2023

Efling slítur viðræðum við Samtök atvinnulífsins.

22. janúar 2023

Samninganefnd Eflingar samþykkir verkfallsboðun félagsmanna sem starfar hjá Íslandshótelum.

26. janúar 2023

Eflingu birt ákvörðun ríkissáttasemjara um framlagningu miðlunartillögu. Eflingu jafnframt birt fyrirmæli um að afhenda Advania kjörskrá fyrir klukkan 16:00.

26. janúar 2023

Ríkissáttasemjari kynnir framlagningu miðlunartillögunnar á blaðamannafundi.

26. janúar 2023

Ríkissáttasemjari vísar fullyrðingum Eflingar um ólögmæti miðlunartillögunnar á bug.

26. janúar 2023

Ríkissáttasemjari ítrekar fyrirmæli um afhendingu kjörskrár. Eflingu veittur frestur til 20:00

26. janúar 2023

Stjórn Eflingar lýsir yfir vantrausti á ríkissáttasemjara.

26. janúar 2023

Efling krefst þess að fá allar upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara við deiluaðila og aðra í tengslum við ákvarðanatöku um framlagningu miðlunartillögunnar.

26. janúar 2023

Efling krefst þess að fá allar upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara við deiluaðila og aðra í tengslum við ákvarðanatöku um framlagningu miðlunartillögunnar.

27. janúar 2023

Efling ítrekar kröfu sína um að fá afhentar upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara.

27. janúar 2023

Vinnslusamningur milli Advania og ríkissáttasemjara undirritaður.

27. janúar 2023

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í samtali við Heimildina að félagið muni ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína.

27. janúar 2023

Ríkissáttasemjari sendir Eflingu bréf þar sem sagt er að um tilmæli hafi verið að ræða er varðar afhendingu kjörskrár. Ekki hafi verið ráðgert að félagatal yrði afhent embætti ríkissaksóknara heldur hefði verið ráðgert að félagið sjálft bæri miðlunartillöguna undir félagsmenn.

27. janúar 2023

Eflingu berst fyrirkall frjá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kröfu ríkissáttasemjara um að fá kjörskrá Eflingar afhenta með aðfararbeiðni.

28. janúar 2023

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun á Íslandshótelum hefst.

30. janúar 2023

Fyrirtaka aðfararbeiðnar ríkissáttasemjara fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eflingu veittur frestur til 3. febrúar til að skila greinargerð um varnir sínar í málinu.

30. janúar 2023

Efling leggur fram stjórnsýslukæru til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar og krefst þess að hún verði felld úr gildi. Þess er krafist að réttaráhrifum miðlunartillögunnar verði frestað meðan að stjórnsýslukæran er til meðferðar.

30. janúar 2023

Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum samþykkja verkfall.

31. janúar 2023

Eflinga ítrekar kröfu sína um að fá afhent gögn og upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara í aðdraganda þess að miðlunartillagan var lögð fram.

31. janúar 2023

Efling ítrekar kröfu sína til félags- og vinnumarkaðsráðherra um að réttaráhrifum miðlunartillögunnar verði frestað meðan stjórnsýslukæra er til meðferðar.

31. janúar 2023

Samninganefnd Eflingar samþykkir að boða til verkfalla félagsmanna á Berjaya hótelkeðjunni, á Reykjavík Edition hótelinu, hjá vörubifreiðastjórum Samskipa og hjá starfsmönnum Oludreifingar og Skeljungs.

31. janúar 2023

Atkvæðagreiðslur um verkfallsboðanir hefjast og eiga að standa til klukkan 18:00 7. febrúar. Ef þær verða samþykktar hefjast verkföll 15. febrúar.

31. janúar 2023

Samtök atvinnulífsins stefna Eflingu fyrir félagsdóm vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu um verkfall á Íslandshótelum.

31. janúar 2023

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki taka efnislega afstöðu til miðlunartillögu ríkissáttasemjara.

31. janúar 2023

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendir forsætisráðherra bréf þar sem hún óskar eftir fundi og að forsætisráðherra deili með henni þeirri ráðgjöf sem hún segist hafa fengið um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé lögleg.

3. febrúar 2023

Stefna Samtaka atvinnulífsins fyrir félagsdómi tekin til meðferðar.

3. febrúar 2023

Málflutningur fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um aðfararkröfu ríkissáttasemjara á hendur Eflingu.

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • S
    skalp skrifaði
    Þessi umfjöllun virðist fyrst og fremst byggð á samskiptum við formann Eflingar. Mótrök annarra aðila málsins ekki tíunduð.
    -2
  • Rögnvaldur Óskarsson skrifaði
    Gott hjá Sólveigu Önnu að kalla Katrínu Jakobs á teppið og krefjast skýringa á orðum hennar um sérfræðinga í miðlunartilögum.
    2
  • Svokallaður sáttasemjari hefur ekkert boðvald yfir Eflingu og skipanir hans um afhendingu gagna í eigu Eflingar eru fullkomlega marklausar. Svo er það Efling sem á að bera samþykktir, tillögur, samninga, ofl. undir sína félagsmenn en ekki einhver sjálfskipaður einræðisherra úti í bæ.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár