Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp frá Katrínu Jakobsdóttur um Seðlabanka Íslands. Frumvarpið er verulega umdeilt sökum þess hvernig það gerir ráð fyrir því að auka völd seðlabankastjóra enn frekar frá því sem nú er. Samkvæmt því á seðlabankastjóri, sem í dag er Ásgeir Jónsson, að verða formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans. Það er eina fastanefnd bankans sem seðlabankastjóri stýrir ekki, eins og staðan er í dag. Katrín Jakobsdóttir skipaði Ásgeir sem seðlabankastjóra árið 2019.
Aukin samþjöppun valds eða aukin valddreifing?
Þessi fyrirhugaða breyting er gagnrýnd í skýrslu þriggja erlendra sérfræðinga sem greindu hvernig sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins í ársbyrjun 2020 hefði gengið og mæltu með öðrum leiðum til að bæta starf fjármálaeftirlitsnefndar. Skýrslan kom út í lok janúar.
Höfundar skýrslunnar telja að of mikil samþjöppun valds sé hjá seðlabankastjóra og að þessi breyting muni hugsanlega auka hana. Þetta er talið geta grafið enn frekar undan góðum stjórnarháttum í bankanum þar sem valddreifing …
Athugasemdir (4)