Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verðbólgan heldur áfram að aukast og er orðin 9,9 prósent

Verð­bólga jókst milli mán­aða og tólf mán­aða verð­bólga hafi mæl­ist nú 0,3 pró­sentu­stig­um meiri en fyr­ir mán­uði. Verð á mat­vöru hækk­aði milli mán­aða.

Verðbólgan heldur áfram að aukast og er orðin 9,9 prósent
Seðlabankastjóri Seðlabanki Íslands hefur það hlutverk að tryggja verðstöðugleika. Hann beitir tólum sínum til að reyna að halda verðbólgu í námunda við verðbólgumarkmið, sem er 2,5 prósent. Verðbólgan hefur ekki verið nálægt því markmiði um langt skeið. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­­aði um 0,85 pró­­sent milli mán­aða. Tólf mán­aða verð­­bólga mælist nú 9,9 pró­­sent en hún mæld­ist 9,6 pró­­sent í síð­­asta mán­uði og  9,3 prósent í nóvember 2022. Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem tólf mánaða verðbólga mælist 9,9 prósent. Það gerðist síðast í júlí síðastliðnum. Þar áður þarf að leita aftur til september 2009 til að finna jafn mikla verðbólgu á Íslandi. . 

Tólf mán­aða verð­­bólga var 5,7 pró­­sent í jan­ú­ar í fyrra og hefur því auk­ist veru­lega síðastliðið ár. 

Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu Hag­­stofu Íslands voru helstu ástæður þess að vísi­talan hækk­­aði á milli októ­ber og nóv­­em­ber þær að verð á mat­vörum hækk­­aði um tvö pró­­sent, en hluti af þeirri hækkun skýrist af hækkun á mjólk, ostum og eggjum um 4,4 prósent. Áfengi og tóbak hækkaði um 5,5 prósent vegna hækkana á gjöldum sem renna í ríkissjóð,, hitaveita hækkaði um sex prósent,  nýir bílar hækkuðu um 9,8 prósent og veitingar um 2,4 prósent.

Ýmislegt lækkaði einnig í verði líkt og oftast í janúar, þegar vetrarútsölur eru í gangi í kjölfar jólavertíðarinnar. Þannig lækkaði verð á fötum og skóm um 8,4 prósent, húsgögn og heimilisbúnaður um 4,4 prósent og raftæki um 6,2 prósent. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu líka marktækt, eða um 9,4 prósent. 

Stýrivextir hækk­­aðir tíu sinnum í röð

Seðla­­­banki Íslands hækk­­­aði stýri­vexti sína í í lok nóv­em­ber upp í sex pró­­­sent. Þetta var í tíunda sinn í röð sem Seðla­­­bank­inn hækk­­­aði vexti, en þeir voru 0,75 pró­­­sent í maí 2021. Fyrir vikið eru íbúða­lána­vextir hærri en þeir hafa verið í tólf ár, eða frá árinu 2010, skömmu eftir banka­hrunið þegar enn var verið að end­­­­ur­reisa föllnu bank­ana og íslenskt atvinn­u­líf. 

Ásgeir Jóns­­son seðla­­banka­­stjóri lét hafa eftir sér í kjöl­far ákvörð­un­­ar­innar að mikil aukn­ing í einka­­neyslu væri að koma niður á gengi krón­unn­­ar. Það auki inn­­­flutta verð­­bólgu. „Þegar þjóðin er að fara á Tene, það kost­ar gjald­eyr­i,“ sagði Ásgeir og bætti svo við að Seðla­­bank­inn gæti„ ekki fjár­­­­­magnað Tene-­­ferðir úr forð­an­­um.“

Gríð­ar­leg aukn­ing á greiðslu­byrði

Stýri­­vaxta­hækk­­­anir og verð­­bólga hafa allskyns áhrif á dag­­legt líf fólks. Verð á nær öllum nauð­­synja­vörum hækkar vegna verð­­bólg­unnar og afborg­­anir af íbúða­lánum stór­aukast hjá mörgum sam­hliða vaxta­hækk­­un­­um.

Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), sem birt var í síðustu viku, kom fram að ef fólk ætlar að taka óverðtryggð lán fyrir 80 prósent af kaupverði og hefur greiðslugetu upp á 250 þúsund krónur á mánuði komi einungis 100 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu til greina. Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun árs 2020 gat slíkur hópur valið úr um 800 íbúðum sem voru skráðar til sölu á verðlagi hvers tíma fyrir sig. Í maí 2020, þegar vextir höfðu verið lækkaðir skarpt sem viðbragð við faraldrinum, var sá fjöldi íbúða 1.600. 

Í skýrslunni kom fram að yfir helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu, eða 51,5 prósent þeirra, kosti nú 76 milljónir króna eða meira. Til þess að kaupa þær íbúðir á óverðtryggðum vöxtum, og fá lánað fyrir 80 prósent af kaupverðinu, þarf að takast á við mánaðarlega greiðslubyrði sem er yfir 400 þúsund krónur á mánuði. Þá eru ekki taldar með þær íbúðir sem eru ekki með ásett verð, en hægt er að ganga út frá því að þær seljist flestar á meira en 76 milljónir króna. 

Vaxtagjöld munu bíta fast á árinu 2023

Í nýlegri greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins kom fram að útlit sé fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um þrjú prósent á árinu 2023 þrátt fyrir spár um sex til sjö prósent verðbólgu.

Sérstaklega er þó tilgreint í greiningunni að þar sé ekki „tekið tillit til vaxtagjalda, en áhrifa vaxtahækkana á heimilin mun gæta af vaxandi þunga á árinu.“

Mörg heimili tóku óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum á þeim tíma sem vextir Seðlabankans voru lágir. Um fjórð­ungur allra íbúða­lána eru nú óverð­­tryggð og á breyt­i­­legum vöxt­­um. Tíu vaxtahækkanir í röð hafa stökkbreytt greiðslubyrði þess hóps og hann tekur á sig þessar hækkanir af fullum þunga.

Ofan á þetta eru 4.451 heim­ila með óverð­­­tryggð lán á föstum vöxtum sem koma til end­­­ur­­­skoð­unar næsta árið. Fjöldi heim­ila lýkur líka fast­­­vaxta­­­tíma­bili sínu á árinu 2024 en alls koma 340 millj­­­arðar króna í óverð­­­tryggðum íbúða­lánum til vaxta­end­­­ur­­­skoð­unar á þessum tveimur árum. Á árinu 2025 koma svo lán upp á 250 millj­­­arða króna í við­­­bót til end­­­ur­­­skoð­un­­­ar, en þorri þeirra lána eru óverð­­­tryggð.

Því er ljóst að stór hluti heim­ila í land­inu annað hvort býr við veru­­­­lega auk­inn hús­næð­is­­­­kostnað eða sér fram á veru­­­­lega aukn­ing­u.

Þessi kostnaður er ekki reiknaður með þegar fjármála- og efnahagsráðuneytið reiknar út kaupmátt ráðstöfunartekna.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásta Jensen skrifaði
    Svo fáum við öryrkjar 4% hækkun í öllum þessum hækkunum. Afhverju á ég að borga teneferðir þegar ég kemst ekki sjálf
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár