Rúmlega tvöfalt fleiri íbúar í sveitarfélaginu Ölfusi eru á móti byggingu mölunarverksmiðju þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg í Þorlákshöfn en eru fylgjandi henni. 44,7 prósent íbúa í sveitarfélaginu eru fremur eða mjög andvígir byggingu verksmiðjunnar á meðan einungis 19,3 prósent eru fremur eða mjög hlynntir byggingu hennar. 36 prósent íbúa í sveitarfélaginu vilja hins vegar ekki taka afstöðu með eða á móti verksmiðjunni. Þetta er niðurstaðan úr viðhorfskönnun sem Maskína gerði fyrir Heimildina meðal íbúa í Ölfusi. 382 íbúar Ölfuss svöruðu spurningunum í könnuninni en 66 neituðu að svara.
Eitt af því sem vekur athygli í niðurstöðunum úr könnun Maskínu er hversu stór hluti íbúa Ölfuss er mjög andvígur byggingu verksmiðjunnar, eða 33,6 prósent. Til samanburðar er einungis 8 prósent íbúa mjög hlynntir því að verksmiðjan verði byggð.
Þetta þýðir að rúmlega einn af hverjum þremur íbúum í Ölfusi eru mjög mótfallnir verksmiðjunni á meðan innan við einn af hverjum tíu íbúum …
Athugasemdir (1)