Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1008. spurningaþraut: Bækur og mótorhjól

1008. spurningaþraut: Bækur og mótorhjól

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er höfuðborgin í ríki Palestínumanna?

2.  Hvers konar dýr er íbis?

3.  Skáldsagan Lungu fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum — eða öllu heldur höfundur hennar. Hvað heitir hann?

4.  En hvað heitir jarðskjálftafræðingurinn sem vann verðlaun í flokki fræðibóka?  

5.  Á sínum tíma var jarðskjálftafræðingurinn einna kunnastur fyrir pólitíska baráttu sína sem hann háði lengst af innan samtaka sem nefndust ... hvað?

6.  Chianti rauðvín er framleitt í ... hvaða landi?

7.  Á sínum tíma bárust reglulega fréttir af blóðugri baráttu tveggja mótorhjólaklúbba um völdin í undirheimum Norðurlandanna. Annar klúbbanna og sá frægari var stofnaður í Bandaríkjunum 1948 en telur nú klúbba í 59 löndum þegar síðast fréttist. Klúbburinn hefur m.a.s. reynt að hasla sér völl á Íslandi. Hvað nefnist þessi frægi mótorhjólaklúbbur?

8.  Meðlimir klúbbsins láta helst ekki sjá sig nema á einni tiltekinni gerð af mótorhjólum. Hvað heitir sú gerð?

9.  En um það bil hversu margir skyldu vera meðlimir í þessum klúbbi um víða veröld? Eru sannir meðlimir um það bil 3.500 — 35.000 — 350.000 — eða 3,5 milljón?

10.  Hvað er híjab?

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan var kosin forseti í landi sínu árið 2020, fyrst kvenna. Hún er reyndar ekki þjóðkjörin, heldur kaus þingið í landinu hana, enda hefur forseti lítil völd í þessu landi. Í hvaða landi er þessi kona forseti?

Og svo er sérstakt forsetastig í boði fyrir þau (eflaust sárafáu) sem vita hvað konan heitir!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jerúsalem.

2.  Fugl.

3.  Pedro Gunnlaugur Garcia. Skírnarnöfnin duga.

4.  Ragnar Stefánsson, en ég ætla líka að gefa rétt fyrir Ragga skjálfta!

5.  Fylkingin.

6.  Ítalíu.

7.  Hells Angels.

8.  Harley Davidson.

9.  Meðlimirnir eru víst ekki nema um 3.500.

10.  Slæða sem múslimskar konur vefja um hár og höfuð — en hylur andlitið vel að merkja ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er breskt herskip að sigla á íslenskt varðskip í einu þorskastríðanna. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera.

Á neðri myndinni er forseti Grikklands, Katerina Sakellaropoulou. Skírnarnafn hennar dugar til forsetastigs.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár