Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1008. spurningaþraut: Bækur og mótorhjól

1008. spurningaþraut: Bækur og mótorhjól

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er höfuðborgin í ríki Palestínumanna?

2.  Hvers konar dýr er íbis?

3.  Skáldsagan Lungu fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum — eða öllu heldur höfundur hennar. Hvað heitir hann?

4.  En hvað heitir jarðskjálftafræðingurinn sem vann verðlaun í flokki fræðibóka?  

5.  Á sínum tíma var jarðskjálftafræðingurinn einna kunnastur fyrir pólitíska baráttu sína sem hann háði lengst af innan samtaka sem nefndust ... hvað?

6.  Chianti rauðvín er framleitt í ... hvaða landi?

7.  Á sínum tíma bárust reglulega fréttir af blóðugri baráttu tveggja mótorhjólaklúbba um völdin í undirheimum Norðurlandanna. Annar klúbbanna og sá frægari var stofnaður í Bandaríkjunum 1948 en telur nú klúbba í 59 löndum þegar síðast fréttist. Klúbburinn hefur m.a.s. reynt að hasla sér völl á Íslandi. Hvað nefnist þessi frægi mótorhjólaklúbbur?

8.  Meðlimir klúbbsins láta helst ekki sjá sig nema á einni tiltekinni gerð af mótorhjólum. Hvað heitir sú gerð?

9.  En um það bil hversu margir skyldu vera meðlimir í þessum klúbbi um víða veröld? Eru sannir meðlimir um það bil 3.500 — 35.000 — 350.000 — eða 3,5 milljón?

10.  Hvað er híjab?

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan var kosin forseti í landi sínu árið 2020, fyrst kvenna. Hún er reyndar ekki þjóðkjörin, heldur kaus þingið í landinu hana, enda hefur forseti lítil völd í þessu landi. Í hvaða landi er þessi kona forseti?

Og svo er sérstakt forsetastig í boði fyrir þau (eflaust sárafáu) sem vita hvað konan heitir!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jerúsalem.

2.  Fugl.

3.  Pedro Gunnlaugur Garcia. Skírnarnöfnin duga.

4.  Ragnar Stefánsson, en ég ætla líka að gefa rétt fyrir Ragga skjálfta!

5.  Fylkingin.

6.  Ítalíu.

7.  Hells Angels.

8.  Harley Davidson.

9.  Meðlimirnir eru víst ekki nema um 3.500.

10.  Slæða sem múslimskar konur vefja um hár og höfuð — en hylur andlitið vel að merkja ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er breskt herskip að sigla á íslenskt varðskip í einu þorskastríðanna. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera.

Á neðri myndinni er forseti Grikklands, Katerina Sakellaropoulou. Skírnarnafn hennar dugar til forsetastigs.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Aðalsteinn Kjartansson
2
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
4
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár