Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1008. spurningaþraut: Bækur og mótorhjól

1008. spurningaþraut: Bækur og mótorhjól

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er höfuðborgin í ríki Palestínumanna?

2.  Hvers konar dýr er íbis?

3.  Skáldsagan Lungu fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum — eða öllu heldur höfundur hennar. Hvað heitir hann?

4.  En hvað heitir jarðskjálftafræðingurinn sem vann verðlaun í flokki fræðibóka?  

5.  Á sínum tíma var jarðskjálftafræðingurinn einna kunnastur fyrir pólitíska baráttu sína sem hann háði lengst af innan samtaka sem nefndust ... hvað?

6.  Chianti rauðvín er framleitt í ... hvaða landi?

7.  Á sínum tíma bárust reglulega fréttir af blóðugri baráttu tveggja mótorhjólaklúbba um völdin í undirheimum Norðurlandanna. Annar klúbbanna og sá frægari var stofnaður í Bandaríkjunum 1948 en telur nú klúbba í 59 löndum þegar síðast fréttist. Klúbburinn hefur m.a.s. reynt að hasla sér völl á Íslandi. Hvað nefnist þessi frægi mótorhjólaklúbbur?

8.  Meðlimir klúbbsins láta helst ekki sjá sig nema á einni tiltekinni gerð af mótorhjólum. Hvað heitir sú gerð?

9.  En um það bil hversu margir skyldu vera meðlimir í þessum klúbbi um víða veröld? Eru sannir meðlimir um það bil 3.500 — 35.000 — 350.000 — eða 3,5 milljón?

10.  Hvað er híjab?

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan var kosin forseti í landi sínu árið 2020, fyrst kvenna. Hún er reyndar ekki þjóðkjörin, heldur kaus þingið í landinu hana, enda hefur forseti lítil völd í þessu landi. Í hvaða landi er þessi kona forseti?

Og svo er sérstakt forsetastig í boði fyrir þau (eflaust sárafáu) sem vita hvað konan heitir!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jerúsalem.

2.  Fugl.

3.  Pedro Gunnlaugur Garcia. Skírnarnöfnin duga.

4.  Ragnar Stefánsson, en ég ætla líka að gefa rétt fyrir Ragga skjálfta!

5.  Fylkingin.

6.  Ítalíu.

7.  Hells Angels.

8.  Harley Davidson.

9.  Meðlimirnir eru víst ekki nema um 3.500.

10.  Slæða sem múslimskar konur vefja um hár og höfuð — en hylur andlitið vel að merkja ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er breskt herskip að sigla á íslenskt varðskip í einu þorskastríðanna. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera.

Á neðri myndinni er forseti Grikklands, Katerina Sakellaropoulou. Skírnarnafn hennar dugar til forsetastigs.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár