Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stutt í orðræðuna um erfiðu konuna

Þing­mað­ur Vinstri grænna seg­ir að þótt við höf­um náð langt í því að segja feðra­veld­inu til synd­anna sé stutt í orð­ræð­una um erf­iðu kon­una eins og ný­legt dæmi sýni.

Stutt í orðræðuna um erfiðu konuna
Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég vil ræða um erfiðu konurnar sem við sem samfélag eigum svo margt að þakka. Orðræðan um erfiðu konuna er þekkt kúgunartæki; gamlar hugmyndir um mismunandi hlutverk og eðli kynjanna til dæmis að tileinka skynsemi körlum en tilfinningasemi konum. Gagnrýni er karllæg og órökvísi er kvenlæg. Karlar eiga heima í atvinnulífinu og konur í þjónustustörfum.“ 

Þannig hóf Jódís Skúladóttir þingmaður VG mál sitt undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Hún sagði að sem betur fer værum við komin langt frá þessum skilgreiningum í nútímanum „en betur má ef duga skal“. Enn þá heyrðist í umræðunni að á bak við sjálfan forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, væri raunverulega einhver karlkyns ráðherra við stjórnvölinn. Skömm væri af slíkum málflutningi.

Karlmenn leiðtogar – konur erfiðar

Mikil umræða skapaðist um samskipti Dóru Jóhannsdóttur, leikstjóra Áramótaskaupsins, og framleiðslufyrirtækis þess í byrjun þessa árs. Heimildin fjallaði um miðjan janúar um skýrslu leikstjórans sem send var á RÚV fyrir jól en í henni kom fram að Dóra upplifði að framleiðslan hefði hagað sér mjög óeðlilega gagnvart henni og ætlað að koma sér undan að þurfa að svara óþægilegum spurningum hennar með því að „mála hana upp sem erfiða í samskiptum“ á seinustu metrum verkefnisins.

Jódís sagði á þingi í dag að nýlegt dæmi sýndi að aldrei mætti sofna á verðinum þegar kemur að jafnrétti og kvenvirðingu. „Þótt við höfum náð langt í því að segja feðraveldinu til syndanna er stutt í orðræðuna um erfiðu konuna.“ Hún vitnaði jafnframt í stuðningsyfirlýsingu Samtaka kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði á Íslandi, WIFT, þar sem stóð að karlmenn sem gera kröfur til samstarfsfólks væru leiðtogar. Konum væri refsað fyrir sömu kröfur. Þær væru jafnvel flokkaðar sem erfiðar að vinna með.

„Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ötullega stutt við íslenska kvikmyndagerð. Við verðum að gera þá kröfu að þessi stétt sé ekki undanskilin þegar kemur að jafnrétti kynjanna,“ sagði Jódís að lokum.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár