Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1007. spurningaþraut: Það hlaut að koma spurning um Kalle Anka

1007. spurningaþraut: Það hlaut að koma spurning um Kalle Anka

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir hin brosmilda kona hér á miðri mynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Sverrir Hermannsson var þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem stofnaði um síðir sinn eigin flokk 1999 og náði flokkurinn nokkru flugi um tíma. Hvað nefndist flokkurinn?

2.  Sverrir var kunnur fyrir fleira. Hann átti til dæmis lengi metið yfir lengstu þingræðu sögunnar. Ræðuna flutti Sverrir 1974 og fjallaði hún um mál sem fráleitt verður talið til merkustu pólitísku ágreiningsefna stjórnmálasögunnar. Ræðan fjallaði sem sé um ... hvað?

3.  Styrr hefur staðið um rafmagnsbyssur sem lögreglan mun fá í hendur á næstunni. Hvað kallast slíkar byssur á alþjóðamálum?

4.  Virginia Guiffre er tæplega fertug kona sem hefur vakið athygli fyrir baráttu sína á tilteknu sviði. Þar hefur ákveðinn háttsettur karl lent í skotlínunni. Hver er sá?

5.  Hver er sá sem kallaður er Kalle Anka í Svíþjóð?

6.  Konur eru formenn hve margra flokka sem eiga sæti á Alþingi?

7.  Í hvaða ríki Bandaríkjanna er gljúfrið mikla sem gengur einfaldlega undir nafninu Gljúfrið mikla?

8.  George Santos heitir ungur þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem komist hefur í fréttirnar að undanförnu vegna ... hvers?

9.  Hvaða fjörður er milli Arnarfjarðar og Patreksfjarðar á Vestfjörðum?

10.  Blóðdropinn eru bókmenntaverðlaun sem veitt hafa verið árlega frá 2007. Hvers konar bókmenntir eru verðlaunaðar?

***

Seinni aukaspurning:

Dýrið á myndinni hér að neðan er eitt stærsta rándýrið í heilli heimsálfu. Hvaða heimsálfu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Frjálslyndi flokkurinn.

2.  Bókstafinn zetu.

3.  Taser.

4.  Andrés prins á Bretlandi.

5.  Andrés Önd.

6.  Fjögurra — Flokks fólksins, Samfylkingar, Viðreisnar og VG. Píratar hafa sem kunnugt er ekki formann.

7.  Arizona.

8.  Lyga um menntun sína og starfsferil.

9.  Tálknafjörður.

10.  Glæpasögur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á fyrri myndinni er Aníta Briem.

Dýrið á neðri myndinni (oft kallað tígrisköttur þótt það sé hvorki tígrisköttur né köttur) býr í Ástralíu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Halló, halló, laumupúkinn hér... mér sýnist nú að hér sé pokamörður á ferð, sem er pokadýr, en ekki rándýr. Auk þess, sem stærsta rándýr í Ástralíu er dingó-hundur, ef ég man rétt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár