Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1007. spurningaþraut: Það hlaut að koma spurning um Kalle Anka

1007. spurningaþraut: Það hlaut að koma spurning um Kalle Anka

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir hin brosmilda kona hér á miðri mynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Sverrir Hermannsson var þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem stofnaði um síðir sinn eigin flokk 1999 og náði flokkurinn nokkru flugi um tíma. Hvað nefndist flokkurinn?

2.  Sverrir var kunnur fyrir fleira. Hann átti til dæmis lengi metið yfir lengstu þingræðu sögunnar. Ræðuna flutti Sverrir 1974 og fjallaði hún um mál sem fráleitt verður talið til merkustu pólitísku ágreiningsefna stjórnmálasögunnar. Ræðan fjallaði sem sé um ... hvað?

3.  Styrr hefur staðið um rafmagnsbyssur sem lögreglan mun fá í hendur á næstunni. Hvað kallast slíkar byssur á alþjóðamálum?

4.  Virginia Guiffre er tæplega fertug kona sem hefur vakið athygli fyrir baráttu sína á tilteknu sviði. Þar hefur ákveðinn háttsettur karl lent í skotlínunni. Hver er sá?

5.  Hver er sá sem kallaður er Kalle Anka í Svíþjóð?

6.  Konur eru formenn hve margra flokka sem eiga sæti á Alþingi?

7.  Í hvaða ríki Bandaríkjanna er gljúfrið mikla sem gengur einfaldlega undir nafninu Gljúfrið mikla?

8.  George Santos heitir ungur þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem komist hefur í fréttirnar að undanförnu vegna ... hvers?

9.  Hvaða fjörður er milli Arnarfjarðar og Patreksfjarðar á Vestfjörðum?

10.  Blóðdropinn eru bókmenntaverðlaun sem veitt hafa verið árlega frá 2007. Hvers konar bókmenntir eru verðlaunaðar?

***

Seinni aukaspurning:

Dýrið á myndinni hér að neðan er eitt stærsta rándýrið í heilli heimsálfu. Hvaða heimsálfu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Frjálslyndi flokkurinn.

2.  Bókstafinn zetu.

3.  Taser.

4.  Andrés prins á Bretlandi.

5.  Andrés Önd.

6.  Fjögurra — Flokks fólksins, Samfylkingar, Viðreisnar og VG. Píratar hafa sem kunnugt er ekki formann.

7.  Arizona.

8.  Lyga um menntun sína og starfsferil.

9.  Tálknafjörður.

10.  Glæpasögur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á fyrri myndinni er Aníta Briem.

Dýrið á neðri myndinni (oft kallað tígrisköttur þótt það sé hvorki tígrisköttur né köttur) býr í Ástralíu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Halló, halló, laumupúkinn hér... mér sýnist nú að hér sé pokamörður á ferð, sem er pokadýr, en ekki rándýr. Auk þess, sem stærsta rándýr í Ástralíu er dingó-hundur, ef ég man rétt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár