Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vilja að börn verði ekki lengur sjálfkrafa skráð í trúfélag foreldra

Þing­menn úr ein­um stjórn­ar­flokki og öðr­um í stjórn­ar­and­stöðu hafa lagt sam­an fram frum­varp sem breyt­ir skrán­ingu í trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. Verði frum­varp­ið sam­þykkt munu börn frá 12 ára aldri geta tek­ið ákvörð­un um hvort þau vilji til­heyra slík­um fé­lög­um.

Vilja að börn verði ekki lengur sjálfkrafa skráð í trúfélag foreldra
Fyrsti flutningsmaður Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki er á frumvarpinu ásamt þremur öðrum þingmönnum. Mynd: Eyþór Árnason

Fjórir þingmenn, tveir úr Sjálfstæðisflokki og tveir úr Samfylkingu, hafa lagt fram frumvarp sem felur í sér að börn verði ekki lengur sjálfkrafa skráð í trú- eða lífsskoðunarfélag foreldra sinna. Þess í stað þurfa foreldrar með forsjá að taka ákvörðun um að skrá barn sitt sérstaklega í slík félög. Þangað til eru staða þeirra skráð ótilgreind.

Þingmennirnir: Hildur Sverrisdóttir og Haraldur Benediktsson úr Sjálfstæðisflokki, Helga Vala Helgadóttir úr Samfylkingu og varaþingmaðurinn Dagbjört Hákonardóttir úr sama flokki, leggja líka til að aldur barna til að taka sjálf ákvörðun um inngöngu í eða úrsögn úr skráðu trú- eða lífsskoðunarfélagi verði lækkaður úr 16 í 12 ár. Verði frumvarpið samþykkt munu breytingarnar taka gildi 1. júlí 2023.

Trú- og lífskoðunarfélög fá greitt 1.192 krónur úr ríkissjóði á hvern einstakling 16 ára og eldri sem skráður er í þau. Til stóð að lækka þessa tölu í fjárlagafrumvarpi yfirstandandi árs en meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar, sem er skip­aður nefnd­ar­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks, lagði til milli umræðna að sókn­ar­gjöld yrðu hækkuð um 85 krónur á hvern einstakling í stað þess að lækka þau um 52 krónur líkt stefnt hafði verið að. Þessi breyting jók kostnað ríkissjóðs vegna þessa um 384 millj­ónir króna í ár. Fyrir vikið greiðir ríkissjóður rúmlega 3,3 milljarða króna vegna slíkra gjalda á árinu 2023. 

Sá trú­ar­söfn­uður sem fær stærstan hluta sókn­ar­gjalda greiddan er þjóð­kirkj­an. 

Síðasta stóra breyting fyrir áratug síðan

Árið 1992 voru 92,2 pró­­­­­­­­­­sent lands­­­­­­­­­­manna skráðir í þjóð­­­­­kirkj­una. Síð­­­­ast­liðna ára­tugi hefur hlut­­­­fall þeirra sem til­­­­heyra henni dreg­ist saman og frá árinu 2009 hefur með­­­­­­­limum þjóð­­­­­­­kirkj­unnar fækkað á hverju ári.  Alls voru 58,7 pró­­­sent lands­­­manna skráðir í þjóð­­­kirkj­una um nýliðin áramót. Það hlut­­fall fór í fyrsta sinn undir 60 pró­­­sent í fyrrasum­­­ar. Skráðum hefur fækkað um tvö þúsund frá 1. des­em­ber 2021. 

Síðasta breyting á lögunum um trú- og lífskoðunarfélög, sú sem var gerð fyrir tíu árum, hafði mikið að segja um þessa þróun. Ára­tugum saman var skipu­lag mála hér­­­lendis þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­­­­­­fé­lag móð­­­­­­­ur. Það þurfti því sér­­­­­­­stak­­­­­­­lega að skrá sig úr trú­­­­­­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. 

Þessu var breytt árið 2013 og samkvæmt gildandi lögum þurfa báðir for­eldrar að til­­­­­heyra sama trú- og lífs­­­­­skoð­un­­­­­ar­­­­­fé­lagi til að barnið sé skráð í félag, ann­­­­­ars skrá­ist barnið utan­ ­trú­­­­­fé­laga. Á sama tíma var ramm­inn utan um hvers kyns félög mættu skrá sig sem trú- og lífsskoðunarfélög og þiggja sókn­­­ar­­­gjöld rýmk­að­­­ur.

160 þúsund standa utan þjóðkirkjunnar

Þeir íslensku rík­­­­­­­is­­­­­­­borg­­­­­­­arar sem kusu að standa utan þjóð­­­­­­­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­­­­­­­­­­­­­ustu aldamót. Þeir eru nú 160.534. Af þeim eru alls 29.903 skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga samkvæmt tölum frá Þjóðskrá, en þar er um að ræða þá sem hafa sérstaklega tekið afstöðu til þeirrar skráningar sinnar. Auk þess voru 72.670 með ótilgreinda skráningu, en ef einstaklingur er með slíka skráningu þá hefur hann ekki tekið afstöðu til skráningar í trú- og lífsskoðunarfélag.

Önnur stóð ástæða fyrir því að þessi þróun hefur orðið er mikil fjölgun erlendra ríkisborgara á Íslandi. Erlendir ríkisborgarar með heimilisfesti á Íslandi voru 65.090 um síðustu áramót, eða 16,7 prósent þeirra 387.800 sem þá bjuggu á landinu. Um er að ræða mikla breytingu á skömmum tíma. Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda fór fyrst yfir fimm prósent hérlendis árið 2006 og yfir tíu prósent árið 2017.

Þessar samfélagsbreytingar hafa líka leitt af sér mikla fjölgun á skráningum í kaþólsku kirkjuna, en nú eru tæplega 15 þúsund manns skráðir í hana. Fjöldi þeirra hefur meira en fjórfaldast á rúmum tveimur áratugum en stærstu hóp­arnir sem hingað flytja – Pól­verjar og rík­is­borg­arar Eystra­salts­landa – koma frá löndum þar sem kaþ­ólska kirkjan er sterk. 

Þá hefur Siðmennt, sem hefur verið skráð lífsskoðunarfélag frá árinu 2013, einnig vaxið fiskur um hrygg og eru skráðir meðlimir þess nú 5.402. Félagið er það eina sem berst bein­línis gegn sókn­­­ar­­­gjöldum og fyrir algjöru trú­frelsi.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár