Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Íslenskir fjárfestar keyptu í Alvotech fyrir 19,5 milljarða í lokuðu útboði

Verð­mæt­asta fé­lag­ið í Kaup­höll Ís­lands, sem tap­aði 28 millj­örð­um króna á fyrstu níu mán­uð­um árs­ins 2022, hef­ur selt hluta­bréf í sjálfu sér til inn­lendra fjár­festa fyr­ir næst­um 20 millj­arða króna í lok­uðu út­boði.

Íslenskir fjárfestar keyptu í Alvotech fyrir 19,5 milljarða í lokuðu útboði
Ráðandi Róbert Wessman er stór eigandi, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech. Mynd: Mynd: Alvotech

Hópur innlendra fagfjárfesta hafa keypt hlutabréf í Alvotech fyrir 19,5 milljarða króna. Hlutirnir voru seldir í lokuðu útboði fyrir 1.650 krónur á hlut sem er 4,3 prósentum undir dagslokagengi bréfa í félaginu á föstudag. 

Bréfin voru áður í eigu Alvotech í gegnum dótturfélag þess, Alvotech Manco ehf. Hlutafjárútboðið hófst 19. janúar og lauk í gær. Gert er ráð fyrir að uppgjör viðskiptanna og afhending bréfa fari fram 10. febrúar. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að Alvotech muni nota söluandvirði hlutabréfanna í almennan rekstur og til annarra þarfa félagsins. Innherji, undirvefur Vísis sem fjallar um efnahagsmál og viðskipti, segir að íslenskir lífeyrissjóðir hafi keypt um þriðjung þeirra bréfa sem seld voru. Það þýðir að þeir hafi keypt bréf fyrir yfir sex milljarða króna. 

Mark­aðsvirði Alvotech hefur auk­ist um 218 millj­­arða króna eftir að hluta­bréf félags­­ins voru færð af First North mark­aðnum yfir á Aðal­­­markað Kaup­hallar Íslands fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. Í lok dags 7. des­em­ber var mark­aðsvirði Alvotech um 285 millj­­arðar króna en við lok við­­skipta á föstudag var það komið í 476 millj­­arða króna. Það þýðir að mark­aðsvirði Alvotech hefur auk­ist um 67 pró­sent á tímabilinu. 

Það gerir Alvotech að verð­mætasta fyr­ir­tæk­inu í Kaup­höll Íslands, en á þessum dögum tók það fram úr Marel sem haldið hefur þeirri stöðu um ára­bil. Mark­aðsvirði Mar­el, sem hefur lækkað um tæp­lega 33 pró­sent á einu ári, var 408 millj­arðar króna á föstu­dag.

Alvotech var fyrst skráð á First North mark­að­inn í fyrrasumar og hafði fallið skarpt í verði á þeim mán­uðum sem liðnir voru frá skrán­ingu. 

Alvotech er líka skráð á markað í Banda­­ríkj­unum og er eina íslenska félagið sem nokkru sinni hefur verið skráð bæði þar og hér. 

Tilkynningaflóð síðustu mánuði

Alvotech er líf­­tækn­i­­fyr­ir­tæki sem ein­beitir sér að þróun og fram­­leiðslu líf­­tækn­i­hlið­­stæð­u­lyfja fyrir sjúk­l­inga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leið­andi fyr­ir­tæki á sviði líf­­tækn­i­hlið­­stæð­u­lyfja.

Félagið setti í fyrra á markað sam­heita­lyfið Hukyndra sem fram­­leitt er í lyfja­verk­smiðju félags­­ins í Vatns­­­­­mýr­inni. Um er að ræða fyrsta lyf Alvotech á mark­aði. Þann 7. des­em­ber var til­­kynnt um að lyfið væri komið í sölu í 16 Evr­­ópu­löndum og í Kanada. 

Síðar í desember var greint frá því að Alvotech hefði gengið frá fjár­mögnun að fjár­hæð um 8,5 millj­arða króna, miðað við þáver­andi gengi Banda­ríkja­dals, í formi víkj­andi skulda­bréfa með breytirétti í almenn hluta­bréf í Alvotech. Eig­endur skulda­bréf­anna hafa rétt til þess að breyta upp­runa­legum höf­uð­stól auk áfall­inna vaxta og ávöxt­unar að hluta eða öllu leyti í almenn hluta­bréf í Alvotech á föstu gengi, sem er tíu Banda­ríkja­dalir á hlut. Það er lægra verð en gengi bréf­anna var í Kaup­höll­inni í New York á föstudag og lægra verð en þeir hlutir sem seldir voru til nýrra fjárfesta um helgina. Breytirétt­inn má nýta að hluta eða öllu leyti þann 31. des­em­ber 2023 eða 30. júní 2024. 

Nokkrum dögum síðar, 22. des­em­ber, var svo greint frá því að banda­ríska lyfja­eft­ir­litið hefði lokið skoðun á umsókn um mark­aðs­leyfi fyrir AVT02, sem er líf­tækni­lyfja­hlið­stæða ­gigt­ar- og húð­sjúk­dóma­lyfs­ins Humira, og stað­fest að fram­lögð gögn sýni að kröfur um útskipti­leika séu upp­fyllt­ar. Humira er sölu­hæsta lyf heims og selst fyrir tæp­lega 2.900 millj­arða króna á ári, en um 85 pró­sent söl­unnar er í Banda­ríkj­un­um. 

Veit­ing mark­aðs­leyfis í Banda­ríkj­unum er nú háð full­nægj­andi nið­ur­stöðu kom­andi end­ur­út­tektar á fram­leiðslu­að­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins í Reykja­vík sem áætlað er að fari fram á fyrsta fjórð­ungi 2023. Umsókn­ina um mark­aðs­leyfi á að afgreiða í síð­asta lagi 13. apríl næst­kom­andi.

Þann 11. janúar var greint frá því að Alvotech væri byrjað að rannsaka lyfjahvörf AVT05, fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi og Simponi Aria, sem er notað til meðferðar við þrálátum bólgusjúkdómum, svo sem liðagigt og sóraliðagigt. Það var fimmta líftæknihliðstæðan sem fyrirtækið hefur hafið lyfjarannsókn á. 

Mikið tap í fyrra en lofa hagnaði bráðum

Þann 1. des­em­ber síð­ast­lið­inn var greint frá því að Mark Levick, for­­stjóri félags­­ins, hefði ákveðið að biðj­­ast lausnar og að Róbert Wessman, starf­andi stjórn­­­ar­­for­­maður og stofn­andi Alvotech, myndi taka við for­­stjóra­­starf­inu á nýju ári. Róbert er því bæði stjórn­­­ar­­for­­maður og for­­stjóri. 

Alvotech tap­aði 28 millj­­örðum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2022. Tekjur félags­­ins juk­ust hins vegar mik­ið, úr 291 millj­­ónum króna á sama tíma­bili 2021 í 8,7 millj­­arða króna. Róbert Wessman sagði við Frétta­vakt­ina á Hring­braut í síðasta mánuði að áætl­­­anir geri ráð fyrir að hagn­aður verði af rekstr­inum eftir mitt ár 2023.

Um síðustu áramót var fjár­fest­inga­fé­lagið Aztiq, sem er að stórum hluta í eigu Róberts, með rúm­lega 40 pró­senta hlut í Alvotech. Þar á eftir kom Alvogen, syst­ur­fé­lag Alvotech, með um 30 pró­sent, en Róbert á um þriðj­ung í því félagi. Þessi tvö félög voru langstærstu eigendur Alvotech, en hægt er að sjá hluthafalistann hér. Það mun svo koma í ljós 10. febrúar hvaða innlendu fjárfestar bættust við hópinn í útboðinu um liðna helgi.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvítlaukur sem náttúrulegt lyf
6
Matur

Hvít­lauk­ur sem nátt­úru­legt lyf

Hvít­lauk­ur hef­ur ver­ið not­að­ur til mat­ar og lækn­inga í þús­und­ir ára, eða allt frá Forn-Egypt­um og keis­ur­un­um í Kína. Það var Hipp­ó­kra­tes, fað­ir lækn­is­fræð­inn­ar, sem skil­greindi hvít­lauk­inn sem lyf og Arist­óteles gerði það einnig. Lou­is Paste­ur, franski ör­veru­fræð­ing­ur­inn, veitti sýkla­drep­andi verk­un hvít­lauks­ins at­hygli á miðri 19. öld og í heims­styrj­öld­inni fyrri var hvít­lauk­ur not­að­ur til að bakt­erí­ur kæm­ust ekki í sár. Enn þann dag í dag not­ar fólk hvít­lauk gegn kvefi, háls­bólgu og flensu og jafn­vel há­um blóð­þrýst­ingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár