Hækkandi verð, verðbólga og vaxtahækkanir eru ofarlega í huga landans um þessar mundir og mun fyrsti þingfundur eftir jólafrí hefjast seinni partinn í dag. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnatími og önnur umræða umdeilds útlendingafrumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.
En hvað er framundan næstu vikur og mánuði; hverjar verða áherslur ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar á komandi þingi? Hafa stjórnmálin einhverjar lausnir í því árferði sem nú er? Heimildin kannaði málið.
Fjármálaáætlun til næstu fimm ára „vekur alltaf athygli“
Í skriflegu svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Heimildarinnar þegar hún er spurð út í áherslumál ríkisstjórnarinnar kemur fram að á þessu þingi séu til meðferðar nokkur mál sem ekki kláruðust á haustþingi, þar á meðal endurskoðuð þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland sem hún lagði fram í haust. Þá muni forsætisráðherra jafnframt leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðir gegn hatursorðræðu.
„Fjármálaáætlun til næstu fimm ára vekur alltaf athygli en hún verður …
Athugasemdir