Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Nýr Laugardalsvöllur þétt upp við Suðurlandsbraut?

Formað­ur Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands seg­ir margt mæla með því að nýr þjóð­ar­leik­vang­ur knatt­spyrnu verði byggð­ur þétt upp við Suð­ur­lands­braut og gamli Laug­ar­dalsvöll­ur­inn standi sem þjóð­ar­leik­vang­ur frjálsra íþrótta. Hug­mynd­in kom frá arki­tekt sem sit­ur í mann­virkja­nefnd KSÍ.

Nýr Laugardalsvöllur þétt upp við Suðurlandsbraut?
Fótboltavöllur Arkitektinn Kristján Ásgeirsson, sem situr í mannvirkjanefnd KSÍ, hefur gert þessa skissuteikningu af mögulegri staðsetningu nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu. Á myndinni styðst hann við teikningar af 15 þúsund sæta leikvangi sem unnar voru af bresku arkitektastofunni AFL. Mynd: Kristján Ásgeirsson

Á vettvangi Knattspyrnusambands Íslands er uppi hugmynd um byggingu nýs þjóðarleikvangs undir fótbolta við hlið Suðurlandsbrautar, í stað þess að endurbyggja gamla Laugardalsvöllinn sem þjóðarleikvang framtíðarinnar.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir við Heimildina að hún telji ýmsa kosti við að fara þessa leið. „Þetta er eitthvað sem ég held að mörgum þyki áhugavert að skoða, og þar á meðal okkur,“ segir Vanda.

Reifað í þjóðarhallarskýrslu

Stuttlega var vikið að hugmyndinni í skýrslu sem framkvæmdanefnd um nýja Þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir setti fram fyrr í mánuðinum, en þar sagði að umræða um þjóðarleikvang fyrir frjálsar íþróttir annars vegar og knattspyrnu hins vegar tengdist staðarvali Þjóðarhallarinnar.

ÞjóðarleikvangurVanda Sigurgeirsdóttir er formaður KSÍ.

Bent var á að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hefðu gert ráð fyrir framtíðarsvæði undir frjálsar íþróttir austan við fyrirhugaða Þjóðarhöll, en að „aðrar hugmyndir“ væru „einnig í umræðunni“ um að byggja í staðinn knattspyrnuleikvang upp við Suðurlandsbrautina með tengingum við fyrirhugaða Þjóðarhöll, sem einnig á að liggja upp við Suðurlandsbraut. Samhliða yrði starfsemi frjálsra íþrótta flutt alfarið á Laugardalsvöll, án verulegra breytinga á honum.

„Þetta er hugmynd sem Kristján Ásgeirsson, sem er í mannvirkjanefnd KSÍ, kynnti fyrir mér fyrst og kosturinn við þetta er að þá höfum við einhvern stað til að spila á, á meðan það er verið að byggja nýja völlinn,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, en bygging nýs knattspyrnuvallar, sem hefur verið í umræðunni í mörg ár, gæti tekið á bilinu þrjú til fimm ár. 

Vanda lætur þess einnig getið, í samtali við Heimildina, að með því að fara þessa leið þyrfti ekki að farga mannvirkjunum á Laugardalsvelli í núverandi mynd, sem drægi úr umhverfisáhrifum framkvæmda og leiddi til betri nýtingar steinsteypu.

Einn nýr leikvangur í stað tveggja

Í skýrslu framkvæmdanefndar um Þjóðarhöll, sem Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, leiðir, segir að í þessu fælist einnig „mikill sparnaður“ þar sem einungis einn nýr leikvangur yrði byggður í þess að byggja nýja leikvanga fyrir bæði fótbolta og frjálsar íþróttir og niðurrif, förgun og endurbygging Laugardalsvallar yrði með þessu óþörf. 

Vinna að hugmyndum um nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu hefur staðið yfir undanfarin ár og í henni hefur helst verið horft til þess að Laugardalsvöllur verði endurbyggður að stórum hluta sem fótboltavöllur, án aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Í því ljósi hefur verið lagt upp með að byggja í framtíðinni nýjan leikvang undir frjálsar íþróttir í Laugardalnum.

Í skýrslu starfshóps um þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir, sem kom út árið 2021, var þess þó getið að ef ákvörðun um að reisa nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu á nýjum stað væri „ekkert því til fyrirstöðu að nýta núverandi Laugardalsvöll, uppfærðan að nútímakröfum og svo breyttan kastvöll, auk frjálsíþróttaaðstöðu í Laugardalshöll, fyrir stórmót“.

Gæti gengið allt frá Glæsibæ upp að Laugardalshöll

Kristján Ásgeirsson er arkitekt hjá Alark-arkitektum og situr í mannvirkjanefnd KSÍ. Hann átti fund með framkvæmdanefnd Þjóðarhallarinnar seint í nóvember þar sem hann fór yfir hugmyndina um völl við Suðurlandsbrautina, sem kviknaði í hans kolli fyrir nokkrum árum þegar hann var að fást við gerð deiliskipulagstillagna fyrir hinn svokallaða Orkureit, á mótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar, en þar stendur til að byggja nokkur hundruð íbúðir á næstu árum.

DalurinnKristján telur völlinn geta komist fyrir í græna beltinu allt frá Glæsibæ að Laugardalshöll.

Á teikningum Kristjáns, sem hann hefur deilt með Heimildinni, sést nýr knattspyrnuvöllur teiknaður inn á lóðarskika sem er ská á móti Orkureitnum, en Kristján segir að í reynd gæti öll línan meðfram Suðurlandsbrautinni, frá Glæsibæ og upp að Laugardalshöllinni, hentað undir leikvang.

Leikvangurinn yrði þá vel tengdur við nýtt hryggjarstykki almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínu, sem fyrirhugað er að gangi um Suðurlandsbrautina, en Kristján lét þess einnig getið í kynningu sem hann hélt fyrir framkvæmdanefnd um Þjóðarhöll að hægt væri að hafa bílastæði vestan við leikvanginn, í bílakjallara undir vellinum eða í sérstöku bílastæðahúsi. Það væri seinni tíma úrlausnarefni.

Myndi leysa stóra vandamálið

Vanda Sigurgeirsdóttir segist ekki geta sagt til um á þessu stigi hvort þessi lending, að byggja nýjan fótboltavöll frá grunni við hlið Suðurlandsbrautarinnar, sé orðinn fyrsti kostur KSÍ í framtíðaráætlunum um þjóðarleikvang í knattspyrnu. 

„Þetta leysir náttúrlega það stóra vandamál hvar við eigum að vera á meðan völlurinn yrði endurnýjaður. Það er náttúrlega talað um að það taki kannski fjögur ár að byggja svona völl og þá er okkar stóra vandamál hvar við eigum að spila heimaleikina á meðan,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu