Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrennar svalir og þrjú baðherbergi í 416 milljóna króna íbúð við Ánanaust

Aug­lýs­inga­her­ferð hef­ur nú ver­ið hrund­ið af stað vegna sölu íbúða í tveim­ur nýj­um sjö hæða fjöl­býl­is­hús­um við Ánanaust. Um eitt og hálft ár er þar til íbúð­irn­ar eiga að fást af­hent­ar. Á efstu hæð­un­um eru íbúð­ir sem eru með þeim dýr­ustu sem sett­ar hafa ver­ið í sölu hér­lend­is. Fast­eigna­sali seg­ir spurn eft­ir lúxus­í­búð­um af þess­um toga lúta sín­um eig­in lög­mál­um.

Þrennar svalir og þrjú baðherbergi í 416 milljóna króna íbúð við Ánanaust
Ánanaust Húsin tvö sem eru komin í sölu eru þau sem sjást hér fremst á myndinni. Dýrar lúxusíbúðir eru á efstu hæðunum, en minnstu íbúðirnar í húsunum eru um 50 fermetrar að stærð og kosta frá 49,5 milljónum.

Fyrstu íbúðirnar í nýjum fjölbýlishúsum á Héðinsreit, á mótum Mýrargötu og Ánanausta, eru nú boðnar til sölu. Um er að ræða tvö fjölbýlishús af sex húsum á reitnum sem byggð verða af fasteignaþróunarfélagi sem heitir Festir. Dýrasta íbúðin í þessum tveimur húsum er með þeim dýrustu sem sett hefur verið á markað á Íslandi, en uppsett verð fyrir hana eru 416 milljónir króna.

Fyrir 416 milljónir króna fæst 278 fermetra íbúð á 7. hæð með tveimur svefnherbergjum, fataherbergi, þvottahúsi, þremur baðherbergjum og þrennum svölum. Auk þess fylgja íbúðinni tvö bílastæði í bílakjallara og lyfta hússins gengur beint inn í íbúðina. Í sama húsi er önnur íbúð á sjöundu hæðinni verðlögð á 355 milljónir.

Sala húsanna fer af stað á morgun, en á sérstökum vef sem settur hefur verið upp til að kynna fasteignaþróunarverkefnið, sem gengur undir nafninu Vesturvin, má kynna sér eitt og annað um íbúðirnar sem boðnar eru til sölu; stærð, verð og fyrirhugað innra skipulag eignanna.

Kjartan Hallgeirsson fasteignasali hjá Eignamiðlun, annarri af tveimur fasteignasölum sem sjá um söluna á húsunum fyrir fasteignaþróunarfélagið, segir við Heimildina að söluvefurinn hafi verið mikið skoðaður undanfarna daga, en auk þess að setja vefinn í loftið hefur athygli verið vakin á verkefninu með auglýsingum í fjölmiðlum.

Hvort athyglin sem vefurinn hafi fengið skili sér svo í kauptilboðum er annað mál, en kemur væntanlega í ljós á næstu dögum.

„Markaður fyrir dýrar íbúðir er alltaf eyland, lýtur sér lögmálum“
Kjartan Hallgeirsson fasteignasali

Kjartan bendir á að enn sé langt í afhendingu húsanna sem nú eru til sölu, eins og öllum sem leggja leið sína framhjá byggingarreitnum má vera ljóst, en húsin tvö, sem eiga að standa næst hringtorginu sem tengir Ánanaust við verslunarhverfið á Grandanum eru rétt byrjuð að potast upp úr jörðinni. 

„Grunnvinnan tekur lengstan tíma,“ segir Kjartan. Stefnt er að því að hæðunum fjölgi ört á næstu misserum, en bæði húsin eiga að verða sjö hæða há og munu breyta ásýnd svæðisins mikið. Stefnt er að afhendingu íbúðanna um mitt sumar 2024.

Efsta hæðin í húsi V1 þegar sögð seld

Húsin sem eru komin í sölu hafa heitið V1 og V2 á vef Festis og dýrustu íbúðirnar á efstu hæðinni sem hér voru nefndar að ofan eru í húsi V2. Íbúðirnar á efstu hæðinni í húsi V1 eru hins vegar sagðar seldar nú þegar, en þær eru minni en íbúðirnar sem eru til sölu í húsi V2 á 355 og 416 milljónir króna.

LúxusíbúðHér má virða fyrir sér innra skipulag íbúðarinnar á efstu hæðinni í húsi V2 við Ánanaust. Ásett verð eru 416 milljónir króna.

Í samtali við Heimildina segir Kjartan að næstu hús á vegum Festis byggist upp á komandi árum og að uppbygging og sala íbúða á reitnum verði líklega um fimm ára verkefni. Hann væntir þess að spurn verði eftir nýjum íbúðum á þessum stað í vesturhluta borgarinnar.

Spurður út í dýrustu íbúðirnar og markaðinn fyrir þær sérstaklega segir Kjartan rétt að þetta sé með hæstu verðum sem sett hafi verið á íbúðir í fjölbýlishúsum á Íslandi, „ekkert langt frá þessum verðum sem voru í Austurhöfninni“, en þar seldist til dæmis ein 354 fermetra horníbúð með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn á 500 til 600 milljónir króna, samkvæmt því sem heimildir Morgunblaðsins hermdu undir lok árs 2021.

„Markaður fyrir dýrar íbúðir er alltaf eyland, lýtur sér lögmálum,“ segir Kjartan og nefnir að ekki séu margar íbúðir í húsunum tveimur sem falli í þennan flokk dýrra lúxusíbúða. „Það þarf ekki marga kaupendur að sex íbúðum,“ segir fasteignasalinn, en á söluvef húsanna má sjá að auk lúxusíbúðanna fjögurra á 7. hæðum húsanna tveggja eru sex íbúðir að auki sem kosta yfir 200 milljónir króna.

Í húsunum sex sem Festir hyggst reisa á reitnum verða í heild sinni 210 íbúðir og verður einn sameiginlegur bílakjallari fyrir þau hús undir reitnum, með alls 167 bílastæðum fyrir íbúa. Auk íbúðanna verða svo um 900 fermetrar af atvinnurými á jarðhæðum húsanna og segist fasteignaþróunarfélagið leggja „mikla áherslu á að í atvinnurýmum verði starfsemi sem er íbúðabyggðinni ekki til trafala vegna ónæðis“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Er það sem mér sýnist að þökin séu flöt? Það hefur ekki gefist vel hélendist. Það verður ekkert lát á útsynningnum.
    0
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    1% þjóðarinnar þarf að eiga kost á mannsæmandi íbúðarhúsnæði!!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
5
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu