Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 2 árum.

Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli

Fjög­ur fjöl­miðla­fyr­ir­tæki hafa til þessa skil­að inn um­sögn­um um frum­varp Lilju Al­freðs­dótt­ur menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, sem mun að óbreyttu fram­lengja nú­ver­andi styrkja­kerfi til fjöl­miðla.

Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Arnþrúður Karlsdóttir Útvarpsstjóri Útvarps Sögu.

Í umsögn Útvarps Sögu um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem ætlað er að framlengja opinberan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla út árið 2024, segir að stjórnendur útvarpsstöðvarinnar telji úthlutun ríkisstyrkja til fjölmiðla dragi úr trúverðugleika þeirra, fyrirkomulagið sé til þess fallið að „skapa tortryggni“ og bjóði upp á „frændhygli“. Óeðlilegt sé að „ríkisstjórn geti tryggt sér vinsældir hjá fjölmiðlum“ með því útdeila ríkisstyrkjum.

Ef áfram eigi að útdeila ríkisstyrkjum til fjölmiðlafyrirtækja með þeim hætti sem lagt sé upp með í frumvarpinu eigi þó „allir fjölmiðlar að standa jafnt að vígi í lagalegu tilliti“, að mati stjórnenda útvarpsstöðvarinnar.

Stjórnendur Útvarps Sögu segjast andvígir frumvarpi ráðherra og telja það viðhalda óheilbrigðu samkeppnisumhverfi einkarekinna fjölmiðla og viðhalda „forréttindastöðu“ RÚV á fjölmiðlamarkaði.

Í umsögninni segir að Útvarp Saga hafi bent á það allt frá árinu 2006 að til þess að leysa fjárhagsvanda einkarekinna fjölmiðla sé eðlilegt að nefskattur í núverandi mynd verði aflagður sem tekjustofn Ríkisútvarpsins. Lausn stjórnenda útvarpsstöðvarinnar á fjárhagsvanda einkarekinna miðla er að í tekið verði upp „fjölmiðlagjald eða þjónustugjald sem allir leyfisskyldir og skráðir fjölmiðlar, þar með talið RUV, hefðu möguleika á að fá lögbundnar tekjur. Allir landsmenn, sem nú greiða nefskatt, gætu þess í stað greitt þjónustugjald til þess fjölmiðils sem skattgreiðandi sjálfur ákveður ár hvert.“

Verið að fresta því að takast á við vanda fjölmiðla

Fleiri fjölmiðlafyrirtæki hafa á undanförnum dögum sent inn umsagnir til þingsins vegna frumvarps Lilju. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, mbl.is og K100, segir að fyrirliggjandi frumvarp breyti litlu fyrir einkarekna fjölmiðla frá því sem verið hefur „enda virðist ætlunin með því fremur að fresta því að taka á vanda fjölmiðla en að leysa hann“.

Í umsögn fyrirtækisins er segir að stuðningur við einkarekna fjölmiðla nýtist fjölmiðlum misvel, og síður þeim sem hafa stórar ritstjórnir, sökum þess hve þakið á styrkjum til hvers fjölmiðils sé lágt.

„Þannig er stuðningur á starfsmann hjá Árvakri til að mynda rúmlega 0,5 milljónir króna en hjá smærri mið!um er hann gjarnan 1,5-2 milljónir króna. Á þessu sést að reglurnar um þakið hér á landi skekkja verulega samkeppnisstöðuna á fjölmiðlamarkaði og mismuna í raun starfsmönnum fjölmiðla eftir því hvort þeir starfa á stórum eða litlum fjölmiðli,“ segir í umsögn Árvakurs, sem bendir á að ríkið gæti einnig veitt óbeinan stuðning við einkarekna miðla, eins og að fella niður virðisaukaskatt af áskriftum eða með því að afnema í heild að að hluta tryggingagjald starfsmanna fjölmiðla.

„Ef veita á beinan rekstrarstuðning þarf að horfa til þess að hann sé einfaldur, sanngjarn cg nýtiist til að styðja við raunverulega fjölmiðlun hér á landi en sé ekki svo rýr eða með svo lágu þaki að hann nýtist lítið eða skekki jafnvel samkeppnisstöðuna, eins og raunin er við núverandi fyrirkomulag,“ segir í umsögn Árvakurs.

Síminn, sem ekki rekur fréttamiðil, sendi einnig umsögn til þingsins þar sem fyrirtækið kemur því á framfæri að það telji „fullt tilefni til að vara við samþykkt frumvarpsins“ sem sé að þess mati „frekar til þess fallið að viðhalda og jafnvel auka samkeppnisleg vandamál á markaði, heldur en að leysa þau“.

„Frumvarpið sem nú er lagt fram viðheldur einungis meingölluðu fyrirkomulagi þar sem flestar fréttaveitur landsins yrðu áfram að hluta til á framfæri hins opinbera. Eina leiðin til þess að lagfæra þá stöðu er að ríkisfyrirtækið hætti samkeppni á einkamarkaði,“ segir í umsögn Símans, þar sem lögð er áhersla á að umsvif RÚV á innlendum auglýsingamarkaði sé skaðleg.

„Tilgangur fyrirhugaðra lagabreytinga virðist vera að bæta fyrir ranglætið sem ríkisstuddur samkeppnisrekstur veldur með ríkisstuðningi við fórnarlömbin. „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti," hafði Jón Hreggviðsson að segja um Dani Í Íslandsklukku Halldórs Laxness og eiga þau orð prýðilega við þessa fyrirætlan,“ segir í umsögn Símans, sem telur íslenskan fjölmiðlamarkað ekki verða eðlilegan fyrr en Alþingi komi „böndum á eigin fjölmiðlarekstur, Ríkisútvarpið“.

Styrkir hafi skipt sköpum

Útgáfufélag Austurlands, sem gefur út netmiðillinn Austurfrétt og vikublaðið Austurgluggann, lýsir yfir ánægju með að til standi að halda áfram stuðningi við einkarekna miðla, og segir í umsögn fyrirtækisins að styrkirnir sem veittir hafa verið undanfarin misseri hafi „skipt sköpum við að halda fyrirtækinu á lífi“ á sama tíma og skref hafi verið stigin til að styrkja það til lengri tíma litið.

Í umsögn útgáfufélagsins er einnig vakin athygli á því að hægt væri að styrkja einkarekna fjölmiðla með skattheimtu á auglýsingafé sem fer úr landi til fyrirtækja á borð við Facebook og Google, sem myndi ekki bara bæta samkeppnisstöðu fjölmiðla heldur afla fé í ríkissjóð sem hægt væri að nota í að styðja við innlenda miðla. Einnig bendir forsvarsmaður útgáfufélags á að opinberir aðilar á borð við ríki, sveitarfélög og undirstofnanir séu umsvifamiklir auglýsendur. „Mikill styrkur væri í því fólginn ef ríkið setti sér stefnu um að kaupa auglýsingar í ritstýrðum fjölmiðlum,“ segir í umsögn Útgáfufélags Austurlands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Ekki er ég neitt að hafa áhyggjur af afkomunni ísjálfu sér í dag en samt sem áður er það aðal áherslan hjá mér að standa vel í skilum með mitt svo segir blessað fólkið að ég sé alveg stór skrýtin og líka mikið vangefin hvað hefur það fyrir sér í því
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár