Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en ári.

Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli

Fjög­ur fjöl­miðla­fyr­ir­tæki hafa til þessa skil­að inn um­sögn­um um frum­varp Lilju Al­freðs­dótt­ur menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, sem mun að óbreyttu fram­lengja nú­ver­andi styrkja­kerfi til fjöl­miðla.

Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Arnþrúður Karlsdóttir Útvarpsstjóri Útvarps Sögu.

Í umsögn Útvarps Sögu um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem ætlað er að framlengja opinberan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla út árið 2024, segir að stjórnendur útvarpsstöðvarinnar telji úthlutun ríkisstyrkja til fjölmiðla dragi úr trúverðugleika þeirra, fyrirkomulagið sé til þess fallið að „skapa tortryggni“ og bjóði upp á „frændhygli“. Óeðlilegt sé að „ríkisstjórn geti tryggt sér vinsældir hjá fjölmiðlum“ með því útdeila ríkisstyrkjum.

Ef áfram eigi að útdeila ríkisstyrkjum til fjölmiðlafyrirtækja með þeim hætti sem lagt sé upp með í frumvarpinu eigi þó „allir fjölmiðlar að standa jafnt að vígi í lagalegu tilliti“, að mati stjórnenda útvarpsstöðvarinnar.

Stjórnendur Útvarps Sögu segjast andvígir frumvarpi ráðherra og telja það viðhalda óheilbrigðu samkeppnisumhverfi einkarekinna fjölmiðla og viðhalda „forréttindastöðu“ RÚV á fjölmiðlamarkaði.

Í umsögninni segir að Útvarp Saga hafi bent á það allt frá árinu 2006 að til þess að leysa fjárhagsvanda einkarekinna fjölmiðla sé eðlilegt að nefskattur í núverandi mynd verði aflagður sem tekjustofn Ríkisútvarpsins. Lausn stjórnenda útvarpsstöðvarinnar á fjárhagsvanda einkarekinna miðla er að í tekið verði upp „fjölmiðlagjald eða þjónustugjald sem allir leyfisskyldir og skráðir fjölmiðlar, þar með talið RUV, hefðu möguleika á að fá lögbundnar tekjur. Allir landsmenn, sem nú greiða nefskatt, gætu þess í stað greitt þjónustugjald til þess fjölmiðils sem skattgreiðandi sjálfur ákveður ár hvert.“

Verið að fresta því að takast á við vanda fjölmiðla

Fleiri fjölmiðlafyrirtæki hafa á undanförnum dögum sent inn umsagnir til þingsins vegna frumvarps Lilju. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, mbl.is og K100, segir að fyrirliggjandi frumvarp breyti litlu fyrir einkarekna fjölmiðla frá því sem verið hefur „enda virðist ætlunin með því fremur að fresta því að taka á vanda fjölmiðla en að leysa hann“.

Í umsögn fyrirtækisins er segir að stuðningur við einkarekna fjölmiðla nýtist fjölmiðlum misvel, og síður þeim sem hafa stórar ritstjórnir, sökum þess hve þakið á styrkjum til hvers fjölmiðils sé lágt.

„Þannig er stuðningur á starfsmann hjá Árvakri til að mynda rúmlega 0,5 milljónir króna en hjá smærri mið!um er hann gjarnan 1,5-2 milljónir króna. Á þessu sést að reglurnar um þakið hér á landi skekkja verulega samkeppnisstöðuna á fjölmiðlamarkaði og mismuna í raun starfsmönnum fjölmiðla eftir því hvort þeir starfa á stórum eða litlum fjölmiðli,“ segir í umsögn Árvakurs, sem bendir á að ríkið gæti einnig veitt óbeinan stuðning við einkarekna miðla, eins og að fella niður virðisaukaskatt af áskriftum eða með því að afnema í heild að að hluta tryggingagjald starfsmanna fjölmiðla.

„Ef veita á beinan rekstrarstuðning þarf að horfa til þess að hann sé einfaldur, sanngjarn cg nýtiist til að styðja við raunverulega fjölmiðlun hér á landi en sé ekki svo rýr eða með svo lágu þaki að hann nýtist lítið eða skekki jafnvel samkeppnisstöðuna, eins og raunin er við núverandi fyrirkomulag,“ segir í umsögn Árvakurs.

Síminn, sem ekki rekur fréttamiðil, sendi einnig umsögn til þingsins þar sem fyrirtækið kemur því á framfæri að það telji „fullt tilefni til að vara við samþykkt frumvarpsins“ sem sé að þess mati „frekar til þess fallið að viðhalda og jafnvel auka samkeppnisleg vandamál á markaði, heldur en að leysa þau“.

„Frumvarpið sem nú er lagt fram viðheldur einungis meingölluðu fyrirkomulagi þar sem flestar fréttaveitur landsins yrðu áfram að hluta til á framfæri hins opinbera. Eina leiðin til þess að lagfæra þá stöðu er að ríkisfyrirtækið hætti samkeppni á einkamarkaði,“ segir í umsögn Símans, þar sem lögð er áhersla á að umsvif RÚV á innlendum auglýsingamarkaði sé skaðleg.

„Tilgangur fyrirhugaðra lagabreytinga virðist vera að bæta fyrir ranglætið sem ríkisstuddur samkeppnisrekstur veldur með ríkisstuðningi við fórnarlömbin. „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti," hafði Jón Hreggviðsson að segja um Dani Í Íslandsklukku Halldórs Laxness og eiga þau orð prýðilega við þessa fyrirætlan,“ segir í umsögn Símans, sem telur íslenskan fjölmiðlamarkað ekki verða eðlilegan fyrr en Alþingi komi „böndum á eigin fjölmiðlarekstur, Ríkisútvarpið“.

Styrkir hafi skipt sköpum

Útgáfufélag Austurlands, sem gefur út netmiðillinn Austurfrétt og vikublaðið Austurgluggann, lýsir yfir ánægju með að til standi að halda áfram stuðningi við einkarekna miðla, og segir í umsögn fyrirtækisins að styrkirnir sem veittir hafa verið undanfarin misseri hafi „skipt sköpum við að halda fyrirtækinu á lífi“ á sama tíma og skref hafi verið stigin til að styrkja það til lengri tíma litið.

Í umsögn útgáfufélagsins er einnig vakin athygli á því að hægt væri að styrkja einkarekna fjölmiðla með skattheimtu á auglýsingafé sem fer úr landi til fyrirtækja á borð við Facebook og Google, sem myndi ekki bara bæta samkeppnisstöðu fjölmiðla heldur afla fé í ríkissjóð sem hægt væri að nota í að styðja við innlenda miðla. Einnig bendir forsvarsmaður útgáfufélags á að opinberir aðilar á borð við ríki, sveitarfélög og undirstofnanir séu umsvifamiklir auglýsendur. „Mikill styrkur væri í því fólginn ef ríkið setti sér stefnu um að kaupa auglýsingar í ritstýrðum fjölmiðlum,“ segir í umsögn Útgáfufélags Austurlands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Ekki er ég neitt að hafa áhyggjur af afkomunni ísjálfu sér í dag en samt sem áður er það aðal áherslan hjá mér að standa vel í skilum með mitt svo segir blessað fólkið að ég sé alveg stór skrýtin og líka mikið vangefin hvað hefur það fyrir sér í því
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár