Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ýmsir kostir á borðinu varðandi fjármögnun og rekstur „Þjóðarhallar“

Horft er til þess að byggja nýja 19 þús­und fer­metra íþrótta­höll sem tek­ur 8.600 manns í sæti á íþrótta­við­burð­um og allt að 12 þús­und gesti á við­burð­um á borð við tón­leika, við hlið gömlu Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Ýmsir kostir á borðinu varðandi fjármögnun og rekstur „Þjóðarhallar“

Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að verkefnið komi til með að kosta 15 milljarða króna, en samtal ríkisins og Reykjavíkurborgar um það hvernig nýja höllin skuli fjármögnuð og rekin er ekki enn útkljáð.

Þetta má lesa í nýrri skýrslu, svokallaðri frumathugun framkvæmdanefndar um nýju höllina, sem birt var í dag.  

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason félags- og vinnumarkaðsráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur kynntu áformin á blaðamannafundi og á þeim var að heyra að einhugur væri um að koma verkefninu hratt til framkvæmda.

Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í upphafi árs 2024 og verklok verði haustið 2025.

Verkefnið, sem stjórnmálamenn hafa kallað „Þjóðarhöll“ hefur verið lengi til umræðu, en framkvæmdanefndin sem unnið hefur frumathugunina sem kynnt er í dag var skipuð í sumar, í kjölfar viljayfirlýsingar ríkisins og borgarinnar um byggingu hallarinnar sem undirrituð var nokkrum dögum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí í fyrra.

TímalínaSvona sér framkvæmdanefndin fyrir sér að verkefnið gæti gengið fyrir sig, ef allt gengur eins hratt og mögulegt er.

Gert er ráð fyrir því að Þjóðarhöllin verði sunnan Laugardalshallarinnar, þétt upp við Suðurlandsbrautina og að göngubrú tengi anddyri hallarinnar við stoppistöð almenningssamgangna á Suðurlandsbrautinni.

Vinna við deiliskipulag svæðisins er þegar hafin og gengið er út frá því að það verði staðfest í upphafi marsmánaðar og þá verði hægt að ráðast í hönnunarútboð vegna verkefnisins.

Framkvæmdanefnd mælir með því að rekstur verði allur á sömu hendi

FormaðurGunnar Einarsson fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ er formaður framkvæmdanefndar um nýju Þjóðarhöllina, sem skipuð var í ágústmánuði.

Sem áður segir er ekki búið að útkljá hvernig nýja höllin verður fjármögnuð og svo rekin í framhaldinu, en áætlaður rekstrar- og viðhaldskostnaður hússins á ársgrundvelli er metinn um 300 milljónir króna í athugun framkvæmdanefndarinnar.

Í dag er rekstur gömlu Laugardalshallarinnar og nýju frjálsíþróttahallarinnar í höndum félagsins Íþrótta- og sýningahöllin ehf. (ÍSH), sem er í helmingseigu Reykjavíkurborgar og helmingseigu Samtaka iðnaðarins, og telur framkvæmdanefndin ríkis og borgar „skynsamlegt“ að mæla með því að félagið taki einnig að sér rekstur nýju hallarinnar.  

Einnig eru þó settar fram tvær sviðsmyndir til viðbótar. 

Önnur þeirra er sú að ríki og borg stofni hlutafélagið Þjóðarhöll ehf. til að halda utan um hagsmuni hallarinnar, en þó að samið yrði við ÍSH um að sjá um grunnþætti í daglegum rekstri. 

Þriðja og síðasta sviðmyndin er svo sú að Reykjavíkurborg taki að sér rekstur nýju hallarinnar í samvinnu við, eða óháð, ÍSH, sem rekur Laugardalshöllina og frjálsíþróttahöllina í dag. 

Ýmsir kostir um fjármögnun settir fram

Framkvæmdanefndin setur í skýrslu sinni fram þrjár sviðsmyndir um mögulega fjármögnun nýju hallarinnar. 

Í fyrsta lagi að ríki og borg fjármagni byggingu hallarinnar í sameiningu og komi sér saman um hvernig skuli skipta kostnaðinum sín á milli og nefnir nefndin nokkrar tillögur að mögulegri kostnaðarskiptingu milli ríkis og borgar.

Ein lausn, sem feitletruð er til áhersluauka í skýrslunni, er sú að borgin greiði 4-5 milljarða króna, sem sögð er sú upphæð sem borgin þyrfti hvort sem er að greiða til þess að uppfylla þá tímaþörf sem er til staðar hjá íþróttafélögunum í Laugardal. 

Í annan stað segir framkvæmdanefndin að ríkið og borgin gætu gert samkomulag við ÍSH um að auka hlutafé félagsins, veitt því stofnfjármagn, og það félag geti svo fjármagnað framkvæmdina með lánum eftir því sem líði á verkefnið.

Í umfjöllun framkvæmdanefndarinnar um þessa sviðsmynd segir að reynslan af rekstri Laugardalshallar og frjálsíþróttahallar samkvæmt samningi ÍSH við Reykjavíkurborg hafi verið góð, en komið hafi fram óánægja vegna þess að íþróttaæfingar falli niður vegna viðburða í núverandi mannvirkjum.

„Framkvæmdanefndin og ÍBR ásamt fleirum leggja áherslu á aukinn fyrirsjáanleika varðandi skipulagningu æfinga fram í tímann,“ segir um þetta í skýrslunni.

Í þriðja lagi segir framkvæmdanefndin svo að hægt væri að ráðast í alútboð á verkefninu, þannig að fjármögnun, hönnun og framkvæmd yrði boðin út og þriðji aðili myndi þannig koma að verkefninu með verulegum hætti. Þessi kostur myndi, samkvæmt mati framkvæmdanefndarinnar, líklega lengja framkvæmdatímann og leiða til óvissu um útfærslu framkvæmdar og rekstrar í framtíðinni, auk þess sem ríki og borg myndu hafa minni áhrif á endanlega niðurstöðu. 

Framkvæmdanefndin segir mikilvægt að ríki og borg taki afstöðu sem fyrst til þessara hugmynda um kostnaðarskiptingu vegna framkvæmdarinnar, eða bendi á aðrar útfærslur ef svo ber undir.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Hvernig væri að draga nú djúpt andann og íhuga aðeins hvernig þessi áform fara í væntanlegan eiganda "hallarinnar"? Vera í örlitlu sambandi við þá sem koma til með að greiða fyrir þetta? Útlista þessa draumóra aðeins fyrir væntanlegum notendum? Eða varðar þetta kannske þjóðaröryggi sem krefst leyndar? Eða þarf bara að drífa þetta af fyrir næstu kosningar?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár