Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verkfallslöggjöf kveikir enn fleiri elda á breskum vinnumarkaði

Rík­is­stjórn Íhalds­flokks­ins í Bretlandi hyggst á næst­unni koma í gegn lög­gjöf sem ætl­að er að draga úr áhrif­um verk­falla nokk­urra mik­il­vægra starfs­stétta á sam­fé­lag­ið.

Verkfallslöggjöf kveikir enn fleiri elda á breskum vinnumarkaði
Kjaradeilur Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands grillar hér sykurpúða ásamt skátum í heimsókn til Skotlands í vikunni. Á vinnumarkaði í Bretlandi loga víða eldar. Mynd: AFP

Fyrirhuguð lög fela í sér að yfirvöld fái vald til þess að skilgreina lágmarksþjónustu sem þarf að vera til reiðu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Óljóst er hversu víðfemt það vald verður, en þó hefur komið fram að starfsmenn sem neita að vinna ef þeir eru krafðir um það munu ekki sjálfkrafa njóta verndar gegn uppsögnum.

Áformin eru vægast sagt umdeild og koma á miklum umbrotatímum í Bretlandi, þar sem fjöldi stétta í almannaþjónustu um allt landið hefur ákveðið að grípa til verkfallsaðgerða til að reyna að knýja fram betri kjör, en kaupmáttur launa er í frjálsu falli í Bretlandi, sér í lagi hjá starfsmönnum hins opinbera. 

Órói gaus upp á vinnumarkaði í Bretlandi á haustmánuðum og framhald hefur orðið á því nú í janúar. Hafa lestarstarfsmenn, strætóbílstjórar, kennarar í Skotlandi, hjúkrunarfræðingar og sjúkraflutningamenn í heilbrigðisumdæmum landsins þegar gripið til eða ráðgert verkfallsaðgerðir í mánuðinum.

Grunnkrafa flestra stétta er sú að launaþróun haldi í við verðlagsþróun, auk þess sem víða er til viðbótar krafist bóta á bágum starfsaðstæðum og undirmönnun.

Heilbrigðisstéttirnar beita sér

Á miðvikudag tóku yfir 25 þúsund sjúkraliðar, starfsmenn bresku neyðarlínunnar og ökumenn sjúkrabíla þátt í aðgerðum sem náðu yfir mestan hluta Englands og allt Wales, en um 10 þúsund manns lögðu niður störf í heilan sólarhring og 15 þúsund manns gripu til tólf klukkustunda verkfalls frá hádegi.

Hefðbundin þjónusta sjúkrabíla víða í Bretlandi var því löskuð, en bráðatilvikum í hæsta flokki sinnt auk þess sem gripið var til mótvægisaðgerða af hálfu bresku heilbrigðisþjónustunnar, NHS.

VerkfallFjöldi starfstétta hjá hinu opinbera í Bretlandi beita þessa dagana skæruverkföllum til þess að reyna að knýja fram meiri launahækkanir en verið hafa á borðinu til þessa.

Á næstu dögum hyggja hjúkrunarfræðingar sem heyra undir stéttarfélagið Royal College of Nursing á tveggja daga verkfall, en hjúkrunarfræðingar fóru áður í verkfall 15. og 20. desember sem voru fyrstu verkfallsaðgerðirnar í 106 ára sögu stéttarfélagsins. Aðgerðirnar þessa tvo daga í desember höfðu þær afleiðingar að fresta þurfti um 40 þúsund bókuðum tímum eða aðgerðum á heilsugæslum og sjúkrahúsum.

Verkfallsaðgerðirnar sem eru fyrirhugaðar 18. og 19. janúar verða með þeim hætti að hjúkrunarfræðingar í um fjórðungi heilbrigðisumdæma landsins munu ganga út í 12 tíma hvorn dag. Um 300 þúsund hjúkrunarfræðingar eru í heild innan vébanda félagsins og gerir stéttin kröfu um 19 prósenta launahækkun, til að koma til móts við verðlagshækkanir. Ríkisstjórnin hefur boðið 4,75 prósent launahækkun til hjúkrunarfræðinga og annarra starfsstétta í opinberri heilbrigðisþjónustu.

Áfram bætist við fyrirhugaðar aðgerðir, en á miðvikudag var til dæmis boðað að yfir 100 þúsund opinberir starfsmenn sem starfa hjá 124 mismunandi ríkisstofnunum vítt og breitt um landið ætli að leggja niður störf 1. febrúar.

Gætu þvingað lykilstéttir til að vinna

Það er því óhætt að segja að það séu ólgutímar á breskum vinnumarkaði, og fyrirhugaðar lagabreytingar ríkisstjórnarinnar hafa ekki bætt úr skák. 

Verkalýðsfélög hafa sum hver heitið því að láta reyna á lögmæti laganna ef þau verða að veruleika og verkalýðsleiðtogar hafa látið hafa eftir sér að fyrirhuguð löggjöf muni lengja kjaradeilur og eitra samskipti á vinnumarkaði, sem gæti leitt af sér enn tíðari verkföll.

Með lögunum er ríkisstjórn Sunaks að byggja ofan á frumvarp sem lagt var fram síðasta haust, en það fól í sér að yfirvöldum yrði gert kleift að skilgreina þá lágmarksþjónustu sem þyrfti að vera haldið uppi ef starfsmenn í almenningssamgöngum beittu verkfallsvopninu. 

Nú er lagt til að það verði í höndum ríkisstjórnarinnar hve mikil þjónusta þurfi að vera til staðar hjá slökkviliðsmönnum, heilbrigðisstarfsfólki, starfsmönnum skóla, landamæraeftirlitsmönnum auk þeirra sem starfa við förgun kjarnorkuúrgangs, ef þessar stéttir ákveða að leggja niður störf.

Ef frumvarpið verður samþykkt fær viðskiptaráðherrann, sem í nýjustu útgáfunni af ríkisstjórn Íhaldsflokksins heitir Grant Shapps, heimildir til þess að skilgreina þjónustuna sem þarf að halda uppi með setningu reglugerða.

Verkalýðsfélög búast við að þetta muni verulega draga úr slagkrafti verkfallsvopnsins í þessum geirum. Mick Lynch, framkvæmdastjóri samtaka lestarstarfsmanna, hefur kallað frumvarp stjórnarinnar „árás á mannréttindi og borgaraleg réttindi“.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á sama sagt að stjórnin vilji ekki grípa til þess að beita lögunum. „En við verðum að tryggja öryggi bresks almennings,“ sagði Grant Shapps í þinginu í vikunni.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Íhaldið/hægrið/nýfrjálshyggju-óþverrinn krefts á grimmilegan hátt að 100% undirgefni verkalýðshreyfingarinnar í Bretlandi eða ríkistjórn Sunaks dregur vígtennurnar úr verkfallsréttinum með lögum, breskt launafólk hefur fengið nóg af þessar óbilgjörnu kröfu og hótunum og RÍS upp sameinað gegn væntanlegum lögum/hótunum sem er ÁRÁS á verkfallsrétt launafólks, þetta eru vinnubrögð íhalds/hægri/nýfrjálshyggju-óþverranns á Íslandi sömuleiðis, 6-þingmenn Sjálfstæðisflokksinns framkvæmdu sambærilega ÁRÁS á verkalýðshreyfinguna/launafólk með framlagningu frumvarps um félagafrelsi = að standa utan verkalýðsfélaga, að sjálfsögðu hvarflar ekki að nokkrum launamanni með fullu viti að standa utan verkalýðsfélaga, þegar nýfrjálshyggju-pésar/pjásur hafa atkvæðisrétt á Alþingi. Stærsta verkalýðsfélag verkafólks á Íslandi EFLING hefur sömuleiðis HAFNAÐ óbilgirni SA og ríkistjórnar Katrínar Jak og co um skýlausa undirgefni fyrir auðvaldinu/arðræningjunum og eru tilbúin að nota verkfallsréttinn, ef þess verður þörf.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
1
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
4
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár