Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verkfallslöggjöf kveikir enn fleiri elda á breskum vinnumarkaði

Rík­is­stjórn Íhalds­flokks­ins í Bretlandi hyggst á næst­unni koma í gegn lög­gjöf sem ætl­að er að draga úr áhrif­um verk­falla nokk­urra mik­il­vægra starfs­stétta á sam­fé­lag­ið.

Verkfallslöggjöf kveikir enn fleiri elda á breskum vinnumarkaði
Kjaradeilur Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands grillar hér sykurpúða ásamt skátum í heimsókn til Skotlands í vikunni. Á vinnumarkaði í Bretlandi loga víða eldar. Mynd: AFP

Fyrirhuguð lög fela í sér að yfirvöld fái vald til þess að skilgreina lágmarksþjónustu sem þarf að vera til reiðu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Óljóst er hversu víðfemt það vald verður, en þó hefur komið fram að starfsmenn sem neita að vinna ef þeir eru krafðir um það munu ekki sjálfkrafa njóta verndar gegn uppsögnum.

Áformin eru vægast sagt umdeild og koma á miklum umbrotatímum í Bretlandi, þar sem fjöldi stétta í almannaþjónustu um allt landið hefur ákveðið að grípa til verkfallsaðgerða til að reyna að knýja fram betri kjör, en kaupmáttur launa er í frjálsu falli í Bretlandi, sér í lagi hjá starfsmönnum hins opinbera. 

Órói gaus upp á vinnumarkaði í Bretlandi á haustmánuðum og framhald hefur orðið á því nú í janúar. Hafa lestarstarfsmenn, strætóbílstjórar, kennarar í Skotlandi, hjúkrunarfræðingar og sjúkraflutningamenn í heilbrigðisumdæmum landsins þegar gripið til eða ráðgert verkfallsaðgerðir í mánuðinum.

Grunnkrafa flestra stétta er sú að launaþróun haldi í við verðlagsþróun, auk þess sem víða er til viðbótar krafist bóta á bágum starfsaðstæðum og undirmönnun.

Heilbrigðisstéttirnar beita sér

Á miðvikudag tóku yfir 25 þúsund sjúkraliðar, starfsmenn bresku neyðarlínunnar og ökumenn sjúkrabíla þátt í aðgerðum sem náðu yfir mestan hluta Englands og allt Wales, en um 10 þúsund manns lögðu niður störf í heilan sólarhring og 15 þúsund manns gripu til tólf klukkustunda verkfalls frá hádegi.

Hefðbundin þjónusta sjúkrabíla víða í Bretlandi var því löskuð, en bráðatilvikum í hæsta flokki sinnt auk þess sem gripið var til mótvægisaðgerða af hálfu bresku heilbrigðisþjónustunnar, NHS.

VerkfallFjöldi starfstétta hjá hinu opinbera í Bretlandi beita þessa dagana skæruverkföllum til þess að reyna að knýja fram meiri launahækkanir en verið hafa á borðinu til þessa.

Á næstu dögum hyggja hjúkrunarfræðingar sem heyra undir stéttarfélagið Royal College of Nursing á tveggja daga verkfall, en hjúkrunarfræðingar fóru áður í verkfall 15. og 20. desember sem voru fyrstu verkfallsaðgerðirnar í 106 ára sögu stéttarfélagsins. Aðgerðirnar þessa tvo daga í desember höfðu þær afleiðingar að fresta þurfti um 40 þúsund bókuðum tímum eða aðgerðum á heilsugæslum og sjúkrahúsum.

Verkfallsaðgerðirnar sem eru fyrirhugaðar 18. og 19. janúar verða með þeim hætti að hjúkrunarfræðingar í um fjórðungi heilbrigðisumdæma landsins munu ganga út í 12 tíma hvorn dag. Um 300 þúsund hjúkrunarfræðingar eru í heild innan vébanda félagsins og gerir stéttin kröfu um 19 prósenta launahækkun, til að koma til móts við verðlagshækkanir. Ríkisstjórnin hefur boðið 4,75 prósent launahækkun til hjúkrunarfræðinga og annarra starfsstétta í opinberri heilbrigðisþjónustu.

Áfram bætist við fyrirhugaðar aðgerðir, en á miðvikudag var til dæmis boðað að yfir 100 þúsund opinberir starfsmenn sem starfa hjá 124 mismunandi ríkisstofnunum vítt og breitt um landið ætli að leggja niður störf 1. febrúar.

Gætu þvingað lykilstéttir til að vinna

Það er því óhætt að segja að það séu ólgutímar á breskum vinnumarkaði, og fyrirhugaðar lagabreytingar ríkisstjórnarinnar hafa ekki bætt úr skák. 

Verkalýðsfélög hafa sum hver heitið því að láta reyna á lögmæti laganna ef þau verða að veruleika og verkalýðsleiðtogar hafa látið hafa eftir sér að fyrirhuguð löggjöf muni lengja kjaradeilur og eitra samskipti á vinnumarkaði, sem gæti leitt af sér enn tíðari verkföll.

Með lögunum er ríkisstjórn Sunaks að byggja ofan á frumvarp sem lagt var fram síðasta haust, en það fól í sér að yfirvöldum yrði gert kleift að skilgreina þá lágmarksþjónustu sem þyrfti að vera haldið uppi ef starfsmenn í almenningssamgöngum beittu verkfallsvopninu. 

Nú er lagt til að það verði í höndum ríkisstjórnarinnar hve mikil þjónusta þurfi að vera til staðar hjá slökkviliðsmönnum, heilbrigðisstarfsfólki, starfsmönnum skóla, landamæraeftirlitsmönnum auk þeirra sem starfa við förgun kjarnorkuúrgangs, ef þessar stéttir ákveða að leggja niður störf.

Ef frumvarpið verður samþykkt fær viðskiptaráðherrann, sem í nýjustu útgáfunni af ríkisstjórn Íhaldsflokksins heitir Grant Shapps, heimildir til þess að skilgreina þjónustuna sem þarf að halda uppi með setningu reglugerða.

Verkalýðsfélög búast við að þetta muni verulega draga úr slagkrafti verkfallsvopnsins í þessum geirum. Mick Lynch, framkvæmdastjóri samtaka lestarstarfsmanna, hefur kallað frumvarp stjórnarinnar „árás á mannréttindi og borgaraleg réttindi“.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á sama sagt að stjórnin vilji ekki grípa til þess að beita lögunum. „En við verðum að tryggja öryggi bresks almennings,“ sagði Grant Shapps í þinginu í vikunni.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Íhaldið/hægrið/nýfrjálshyggju-óþverrinn krefts á grimmilegan hátt að 100% undirgefni verkalýðshreyfingarinnar í Bretlandi eða ríkistjórn Sunaks dregur vígtennurnar úr verkfallsréttinum með lögum, breskt launafólk hefur fengið nóg af þessar óbilgjörnu kröfu og hótunum og RÍS upp sameinað gegn væntanlegum lögum/hótunum sem er ÁRÁS á verkfallsrétt launafólks, þetta eru vinnubrögð íhalds/hægri/nýfrjálshyggju-óþverranns á Íslandi sömuleiðis, 6-þingmenn Sjálfstæðisflokksinns framkvæmdu sambærilega ÁRÁS á verkalýðshreyfinguna/launafólk með framlagningu frumvarps um félagafrelsi = að standa utan verkalýðsfélaga, að sjálfsögðu hvarflar ekki að nokkrum launamanni með fullu viti að standa utan verkalýðsfélaga, þegar nýfrjálshyggju-pésar/pjásur hafa atkvæðisrétt á Alþingi. Stærsta verkalýðsfélag verkafólks á Íslandi EFLING hefur sömuleiðis HAFNAÐ óbilgirni SA og ríkistjórnar Katrínar Jak og co um skýlausa undirgefni fyrir auðvaldinu/arðræningjunum og eru tilbúin að nota verkfallsréttinn, ef þess verður þörf.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu