Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjálfstæðisflokkurinn hagnaðist um 227 milljónir á kosningaári

Fjár­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru al­gjör­lega sér á báti í ís­lensku stjórn­mála­lífi, en á kosn­inga­ár­inu 2021 hagn­að­ist flokk­ur­inn um rúm­ar 227 millj­ón­ir króna á með­an all­ir aðr­ir flokk­ar töp­uðu fé, flest­ir tug­millj­ón­um, vegna þess kostn­að­ar sem fylgdi því að koma skila­boð­um á fram­færi við kjós­end­ur í að­drag­anda al­þing­is­kosn­inga.

Sjálfstæðisflokkurinn hagnaðist um 227 milljónir á kosningaári
Valhöll Sjálfstæðisflokkurinn seldi byggingarrétt á nýjum reitum við Háaleitisbraut 1 fyrir 340 milljónir króna árið 2021. Mynd: b'J\xc3\xb3nas Unnarsson'

Hagnaður Sjálfstæðisflokksins skýrðist þó ekki af því að flokkurinn fengi ríkulegri framlög frá hinu opinbera í krafti þingstyrks og meiri framlög frá bæði einstaklingum og fyrirtækjum en aðrir stjórnmálaflokkar, sem allt er þó rétt, heldur leikur fasteignaþróunarverkefni flokksins á lóðinni við Valhöll þar lykilrullu.

Í ársreikningi flokksins fyrir árið 2021 kemur fram að flokkurinn hafi fengið rúmar 340 milljónir greiddar fyrir sölu byggingarréttarins, en þær upplýsingar hafði flokkurinn ekki gefið upp áður. Valhöll stendur við Háaleitisbraut 1 og þar er nú unnið að því að reisa annars vegar fimm hæða skrifstofubyggingu og álíka hátt fjölbýlishús með 47 íbúðum.

Ef horft er framhjá tekjunum af sölu byggingarréttarins hefði tap flokksins á árinu 2021 verið meira en allra annarra flokka, eða rúmar 110 milljónir króna.

Ríkisendurskoðun ekki búin að blessa ársreikning Pírata

Ársreikningar allra stjórnmálasamtaka sem eiga sæti á Alþingi, nema Pírata, eru orðnir aðgengilegir á vef Ríkisendurskoðunar, en í tilkynningu sem Ríkisendurskoðun birti í gær sagði að búið væri að birta þá reikninga sem borist hefðu og uppfylltu skilyrði laga um starfsemi stjórnmálasamtaka og leiðbeiningar Ríkisendurskoðunar um reikningshald stjórnmálasamtaka.

Samkvæmt svari sem Heimildin fékk frá ríkisendurskoðanda barst ársreikningur Pírata innan skilafrests, en skila átti ársreikningunum fyrir 1. nóvember.

RíkisendurskoðandiGuðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi sagði Heimildinni að allir flokkar hefðu skilað á réttum tíma, eða svona hér um bil. Miðflokkurinn skilaði sínum reikningi að kvöldlagi 1. nóvember.

„Gerðar hafa verið athugasemdir við reikninginn og stjórnmálasamtökin fengið frest til að bæta úr annmörkunum. Sá frestur er ekki liðinn. Ekki er unnt að veita nánari upplýsingar um málið á meðan það er í vinnslu,“ sagði stofnunin í skriflegu svari til Heimildarinnar.

Það virðist því sem eitthvað í ársreikningi Pírata standi í ríkisendurskoðanda, en ársreikningur flokksins er aðgengilegur á vef Pírata, dagsettur 8. september.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við ársreikning flokksins. Ársreikningurinn fyrir árið 2020 skilaði sér seint til stofnunarinnar, auk þess sem Píratar hafa gert ágreining við Ríkisendurskoðun um hvernig skuli tekjufæra framlög til flokksins úr ríkissjóði.

Framsókn var skuldugasta stjórnmálaaflið í lok árs 2021

Heimildin tók saman lykiltölur úr rekstri flokkanna árið 2021. Sérstaða Sjálfstæðisflokksins er mikil hvert sem litið er. Tekjur flokksins námu í heild 708 milljónum árið 2021, eigið féð nam rúmum 1,24 milljörðum í lok ársins og skuldirnar námu alls 465 milljónum króna.

Tekjur Vinstri grænna voru næst mestar eða 160 milljónir króna, en Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn voru með litlu lægri tekjur. Tap allra flokka á rekstrarárinu, nema Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks, nam á bilinu 27 til 60 milljóna króna.

Mestu fé tapaði Flokkur fólksins, eða rétt rúmum 60 milljónum króna. Flokkurinn hafði þó náð að safna ríkisframlögum síðasta kjörtímabils saman í digran kosningasjóð og átti 33 milljóna króna eigið fé og var svo gott sem skuldlaus undir lok árs 2021

Hið sama verður ekki sagt um suma aðra flokka. Eigið fé Viðreisnar var neikvætt um 34 milljónir við árslok og Framsóknarflokkurinn var með neikvætt eigið fé upp á 26 milljónir króna og skuldaði alls 238 milljónir, þegar allt er saman talið.

Framsóknarmenn geta þó huggað sig við það að flokkurinn stórjók fylgi sitt í kosningunum og þar með framlögin sem flokkurinn fær árlega úr ríkissjóði.

Aðrir flokkar voru með jákvætt eigið fé.

Sósíalistar sóttu 11,5 milljónir til einstaklinga

Sósíalistaflokkurinn bauð fram til Alþingis í öllum kjördæmum. Heildartekjur flokksins árið 2021 námu 18,2 milljónum króna og stærstur hluti þess fjár kom frá einstaklingum, alls 11,5 milljónir króna.

Það þýðir að Sósíalistaflokkurinn sótti meiri framlög til einstaklinga fyrir síðustu kosningar en allir hinir flokkarnir sem ekki eru hluti af fjórflokknum svokallaða.

Sjálfstæðisflokkurinn bar af í framlögum frá einstaklingum, en flokkurinn fékk 47,9 milljóna framlög frá einstaklingum árið 2021, Framsókn 17,2 milljónir og Samfylkingin 14,1 milljón.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk einnig hæst framlög frá lögaðilum, 32 milljónir króna, en Framsókn fékk 19,9 milljónir, Viðreisn 10,7 milljónir, Vinstri græn 8 milljónir og Miðflokkurinn 5,8 milljónir. Þrír flokkar, Píratar, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkur.

Framlögin lækka en eru samt enn miklu hærri en fyrir nokkrum árum

Framlög til stjórnmálaflokka voru hækkuð verulega undir lok árs 2017, er til­­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­­­­­sent var sam­­­­­­þykkt í fjár­­­­­­lögum. Fram­lög til stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokka áttu að vera 286 millj­­­­­­ónir króna árið 2018, samkvæmt áætlunum, en urðu 648 millj­­­­­­ónir króna á því ári.

Allir flokkar nema Píratar og Flokkur fólksins studdu þessa tillögu, sem ætlað var að leysa stjórnmálaflokkana úr fjárhagslegri spennitreyju í kjölfar þess að kosið var til Alþingis tvö ár í röð, 2016 og 2017.

Framlögin til flokkanna voru svo hækkuð enn frekar og á síðasta ári deildust 728,2 milljónir á milli þeirra níu flokka sem fengu nægjanlegt fylgi, eða 2,5 prósent atkvæða, í kosningunum árið 2021.

Áætlanir stjórn­­­valda gerðu ráð fyrir því að þessi upphæð héldist óbreytt út árið 2024, en ákveðið var lækka upphæðina ögn samkvæmt fjárlagafrumvarpi árs, eða um 36 milljónir á ári. Sú ráðstöfun var einn liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr þenslu.

Flokkarnir munu því skipta á milli sín 692 milljónum króna af almannafé á þessu ári, og ættu flestir ekki að vera á flæðiskeri staddir þrátt fyrir þessa lækkun.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár