Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Stundin og Kjarninn fá heimild Samkeppniseftirlitsins til samruna

Þrátt fyr­ir að við­mið um til­kynn­ing­ar­skyldu samruna séu al­mennt þrír millj­arð­ar í veltu þurftu Kjarn­inn og Stund­in að til­kynna samruna til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og sækja und­an­þágu­heim­ild til að gefa út sam­eig­in­leg­an fjöl­mið­il á morg­un.

Stundin og Kjarninn fá heimild Samkeppniseftirlitsins til samruna

Samkeppniseftirlitið hefur á elleftu stundu veitt Kjarnanum og Stundinni undanþáguheimild til að hefja útgáfu á sameinuðum fjölmiðli. Nýr fjölmiðill Kjarnans og Stundarinnar lítur dagsins ljós í prent- og vefútgáfu í fyrramálið, en sameining og samstarf miðlanna krafðist undanþágu frá eftirlitinu.

Almennt þarf heimild Samkeppniseftirlitins til þess að sameina tvö félög sem hafa sameiginlega meira en þrjá milljarða króna í veltu. Þrátt fyrir að Stundin og Kjarninn hafi samtals rétt rúmlega tíunda hluta þess í veltu, sem að langmestu leyti samanstendur af áskriftum og styrkjum almennings, þurfa fjölmiðlarnir að tilkynna samrunann til Samkeppniseftirlitsins. Ástæðan er sérákvæði í lögum um fjölmiðla sem skylda fjölmiðla til að tilkynna samruna þeirra félaga sem hafa meira en 100 milljónir króna í veltu. 

Fallist á rök fyrir undanþágu

Í undanþágubeiðni til Samkeppniseftirlitsins kom fram að töf á framkvæmd samrunans gæti skaðað hagsmuni fyrirtækjanna.

Í svari Samkeppniseftirlitsins sem barst í kvöld segir að fallist hafi verið á þau sjónarmið, í beiðni um undanþágu til að framkvæma samruna fyrir endanlega niðurstöðu eftirlitsins, að tafir á samruna gætu skaðað fyrirtækin.

„Samkvæmt 4. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga getur Samkeppniseftirlitið veitt undanþágu frá því að samruni komi ekki til framkvæmda á meðan eftirlitið fjallar um hann, enda sé sýnt fram á að tafir á framkvæmd geti skaðað viðkomandi fyrirtæki eða viðskiptaaðila þess og að samkeppni sé stefnt í hættu. Samkeppniseftirlitið hefur farið yfir framkomin rök og kynnt sér gögn sem fylgdu beiðninni. Byggt á fyrirliggjandi gögnum er það niðurstaða eftirlitsins að veita beri umrædda undanþágu.“

Þá segir Samkeppniseftirlitið að Fjölmiðlanefnd hafi vakið athygli á því að fjölmiðlar eigi undir högg að sækja og að starfsfólki þeirra hafi fækkað um 45% á undanförnum árum. Eftirlitið vísar til yfirlýsinga aðstandenda Stundarinnar og Kjarnans um að ástunda sjálfbæran rekstur. „Þá hafa samrunaaðilar opinberlega einnig fjallað um að sjálfbær rekstur sé eitt af grunnmarkmiðum nýs fjölmiðils í erfiðu rekstrarumhverfi og á markaði þar sem viðvarandi taprekstur fjölmiðla sé algengur.“

Samkeppnishömlur séu annars konar

Í beiðni Stundarinnar og Kjarnans kom fram að samruninn ógnaði ekki fjölræði eða fjölbreytni fjölmiðla á Íslandi, heldur styddi við markmið þar að lútandi. Samkeppnishömlur í fjölmiðlum á Íslandi fælust einna helst í stórfelldum niðurgreiðslum á starfsemi annarra fjölmiðla. Þá séu helstu birgjar Stundarinnar í eigu samkeppnisaðila. Póstdreifing, sem dreifir prentblöðum, sé í eigu útgáfufélaga Fréttablaðsins og Morgunblaðsins, og Landsprent, sem prentar dagblöð, sé alfarið í eigu útgáfufélags Morgunblaðsins. 

Þrátt fyrir heimildina áskilur Samkeppniseftirlitið sér rétt til að vinda ofan af samruna Kjarnans og Stundarinnar. Þau skilyrði séu sett að rekstraraðilarnir „grípi ekki til neinna aðgerða sem geri það ómögulegt eða verulegum erfiðleikum háð að vinda ofan af samrunanum, svo sem ef það verður  niðurstaða rannsóknarinnar að samruninn hindri virka samkeppni og/eða hafi neikvæð áhrif á fjölræði og fjölbreytni þannig að íhlutunar sé þörf,“ segir í svari Samkeppniseftirlitsins.

Nýr, sameinaður fjölmiðill Stundarinnar og Kjarnans kemur því út í fyrramálið eins og fyrirhugað hafði verið.

Fyrirvari um hagsmuni: Í fréttinni fjallar Stundin um stjórnvaldsaðgerð sem beinist að útgáfufélagi miðilsins og hefur því hagsmuni tengda umfjöllunarefninu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár