Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Stundin og Kjarninn fá heimild Samkeppniseftirlitsins til samruna

Þrátt fyr­ir að við­mið um til­kynn­ing­ar­skyldu samruna séu al­mennt þrír millj­arð­ar í veltu þurftu Kjarn­inn og Stund­in að til­kynna samruna til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og sækja und­an­þágu­heim­ild til að gefa út sam­eig­in­leg­an fjöl­mið­il á morg­un.

Stundin og Kjarninn fá heimild Samkeppniseftirlitsins til samruna

Samkeppniseftirlitið hefur á elleftu stundu veitt Kjarnanum og Stundinni undanþáguheimild til að hefja útgáfu á sameinuðum fjölmiðli. Nýr fjölmiðill Kjarnans og Stundarinnar lítur dagsins ljós í prent- og vefútgáfu í fyrramálið, en sameining og samstarf miðlanna krafðist undanþágu frá eftirlitinu.

Almennt þarf heimild Samkeppniseftirlitins til þess að sameina tvö félög sem hafa sameiginlega meira en þrjá milljarða króna í veltu. Þrátt fyrir að Stundin og Kjarninn hafi samtals rétt rúmlega tíunda hluta þess í veltu, sem að langmestu leyti samanstendur af áskriftum og styrkjum almennings, þurfa fjölmiðlarnir að tilkynna samrunann til Samkeppniseftirlitsins. Ástæðan er sérákvæði í lögum um fjölmiðla sem skylda fjölmiðla til að tilkynna samruna þeirra félaga sem hafa meira en 100 milljónir króna í veltu. 

Fallist á rök fyrir undanþágu

Í undanþágubeiðni til Samkeppniseftirlitsins kom fram að töf á framkvæmd samrunans gæti skaðað hagsmuni fyrirtækjanna.

Í svari Samkeppniseftirlitsins sem barst í kvöld segir að fallist hafi verið á þau sjónarmið, í beiðni um undanþágu til að framkvæma samruna fyrir endanlega niðurstöðu eftirlitsins, að tafir á samruna gætu skaðað fyrirtækin.

„Samkvæmt 4. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga getur Samkeppniseftirlitið veitt undanþágu frá því að samruni komi ekki til framkvæmda á meðan eftirlitið fjallar um hann, enda sé sýnt fram á að tafir á framkvæmd geti skaðað viðkomandi fyrirtæki eða viðskiptaaðila þess og að samkeppni sé stefnt í hættu. Samkeppniseftirlitið hefur farið yfir framkomin rök og kynnt sér gögn sem fylgdu beiðninni. Byggt á fyrirliggjandi gögnum er það niðurstaða eftirlitsins að veita beri umrædda undanþágu.“

Þá segir Samkeppniseftirlitið að Fjölmiðlanefnd hafi vakið athygli á því að fjölmiðlar eigi undir högg að sækja og að starfsfólki þeirra hafi fækkað um 45% á undanförnum árum. Eftirlitið vísar til yfirlýsinga aðstandenda Stundarinnar og Kjarnans um að ástunda sjálfbæran rekstur. „Þá hafa samrunaaðilar opinberlega einnig fjallað um að sjálfbær rekstur sé eitt af grunnmarkmiðum nýs fjölmiðils í erfiðu rekstrarumhverfi og á markaði þar sem viðvarandi taprekstur fjölmiðla sé algengur.“

Samkeppnishömlur séu annars konar

Í beiðni Stundarinnar og Kjarnans kom fram að samruninn ógnaði ekki fjölræði eða fjölbreytni fjölmiðla á Íslandi, heldur styddi við markmið þar að lútandi. Samkeppnishömlur í fjölmiðlum á Íslandi fælust einna helst í stórfelldum niðurgreiðslum á starfsemi annarra fjölmiðla. Þá séu helstu birgjar Stundarinnar í eigu samkeppnisaðila. Póstdreifing, sem dreifir prentblöðum, sé í eigu útgáfufélaga Fréttablaðsins og Morgunblaðsins, og Landsprent, sem prentar dagblöð, sé alfarið í eigu útgáfufélags Morgunblaðsins. 

Þrátt fyrir heimildina áskilur Samkeppniseftirlitið sér rétt til að vinda ofan af samruna Kjarnans og Stundarinnar. Þau skilyrði séu sett að rekstraraðilarnir „grípi ekki til neinna aðgerða sem geri það ómögulegt eða verulegum erfiðleikum háð að vinda ofan af samrunanum, svo sem ef það verður  niðurstaða rannsóknarinnar að samruninn hindri virka samkeppni og/eða hafi neikvæð áhrif á fjölræði og fjölbreytni þannig að íhlutunar sé þörf,“ segir í svari Samkeppniseftirlitsins.

Nýr, sameinaður fjölmiðill Stundarinnar og Kjarnans kemur því út í fyrramálið eins og fyrirhugað hafði verið.

Fyrirvari um hagsmuni: Í fréttinni fjallar Stundin um stjórnvaldsaðgerð sem beinist að útgáfufélagi miðilsins og hefur því hagsmuni tengda umfjöllunarefninu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Kosningarnar eru ástæða þess að áfram verður hægt að nýta séreign skattfrjálst
6
FréttirAlþingiskosningar 2024

Kosn­ing­arn­ar eru ástæða þess að áfram verð­ur hægt að nýta sér­eign skatt­frjálst

Fjár­mála­ráð­herra seg­ir að núna nokkr­um vik­um fyr­ir kosn­ing­ar sé erfitt fyr­ir starf­andi rík­is­stjórn og þing­ið að taka um­deild­ar ákvarð­an­ir, jafn­vel þó þær yrðu til góða fyr­ir land og þjóð. Það er ástæð­an fyr­ir því að ver­ið er að fram­lengja al­menna heim­ild til skatt­frjálsr­ar nýt­ing­ar sér­eign­ar­sparn­að­ar núna á loka­metr­um þings­ins. „Ég ætla ekk­ert að setj­ast í það dóm­ara­sæti,“ seg­ir Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son spurð­ur hvort hon­um þyki óá­byrgt af flokk­um að hafa sett mál­ið á dag­skrá í kosn­inga­bar­átt­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár