Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ætlar að þjóna kjósendum – ekki flokknum og stjórnmálamönnum

Geor­ge Santos, ný­kjör­inn þing­mað­ur re­públi­kana í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings, við­ur­kenn­ir að hafa fegr­að eig­in fer­il­skrá. Það hafi ver­ið mis­tök en hann ætl­ar ekki að segja af sér þing­mennsku þrátt fyr­ir kröfu þess efn­is.

Ætlar að þjóna kjósendum – ekki flokknum og stjórnmálamönnum
„Ég segi ekki af mér“ George Santos, þingmaður Repúblikanaflokksins, laug til um menntun, starfsreynslu og einkalíf í aðdraganda þingkosninga í nóvember. Hann sér enga ástæðu til að segja af sér þingmennsku. Mynd: AFP


Tugir valdamanna innan Repúblikanaflokksins í New York, þar á meðal fjórir þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hvetja George Santos, þingmann repúblikana í ríkinu, til að segja af sér þingmennsku. Kevin McCarthy, nýkjörinn forseti fulltrúadeildarinnar, er á öðru máli.

Santos var kjörinn á þing fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í þingkosningunum í nóvember fyrir þriðja kjördæmi í New York sem samanstendur af íbúum í hluta Queens og Long Island. Skömmu fyrir jól birti New York Times umfjöllun þar sem greint var frá því að Santos laug til um starfsreynslu og menntun á ferilskrá sinni og lagði mikla áherslu á í kosningabaráttunni.   

Santos hefur við­ur­kennt að hafa hvorki unnið fyrir fjár­fest­inga­bank­ann Goldman SachsCitigroup. Þá við­ur­kenndi hann einnig að hafa ekki lokið háskóla­prófi þó fram komi fram á fer­il­skrá hans að hann hafi verið útskrifast með hæstu einkunn úr Baruch-háskóla og lokið M.B.A.-gráðu við New York-háskóla. Hvorugt er satt. 

Í kosn­inga­bar­átt­unni opnaði hann sig um móðurmissinn og sagði móður sína hafa látist í hryðjuverkaárásinni 11. september 2001. Hið rétta er að móðir hans lést árið 2016. Þá sagð­ist Santos vera gyð­ingur en hefur nú viðurkennt að hann er kaþ­ólikki. Santos útskýrði mál sitt með því að segj­ast vera „gyð­ing­leg­ur“ þar sem slíkan bak­grunn væri að finna í móð­ur­fjöl­skyldu hans.

Lygar Santos eru nú rann­sak­aðar sem glæp­sam­legt athæfi af hér­aðs­sak­sókn­ara í Nassau-­sýslu í New York-ríki sem og af alríkisyfirvöldum. Yfirvöld í Brasilíu hafa einnig tekið upp eldri rannsókn frá 2008 þar sem Santos er grunaður um að hafa stolið ávísanahefti og notað.  

Santos við­ur­kennir að hafa fegrað feril sinn og gert mis­tök en hann ætlar ekki að segja af sér þing­mennsku. „Ég er ekki glæpa­mað­ur.“

Santos veitti Fox News við­tal í byrjun árs þar sem hann ræddi við Tulsi Gabbard, fyrr­ver­andi þing­mann Demókrataflokksins. Gabbard spurði Santos meðal ann­ars hvort hann skamm­að­ist sín ekki? Santos svar­aði ekki en sagð­ist „geta sagt það sama um Demókrataflokkinn og Joe Biden Banda­ríkja­for­seta sem hefur verið að ljúga að banda­rísku þjóð­inni í 40 ár“.

 Kjósendur geta endurskoðað ákvörðun sína eftir tvö ár

Þrátt fyrir þrýsting frá fyrrum bandamönnum Santos innan flokksins um að segja af sér þingmennsku er Kevin McCarthy, nýkjörinn forseti fulltrúadeildarinnar, staðráðinn í að styðja Santos áfram sem þingmann. Auk þess hefur hann lofað honum sæti í einum af þingnefndum fulltrúadeildarinnar.

„Kjósendurnir kusu hann til að gegna þingstörfum,“ segir McCarthy. „Hann þarf að sinna kjósendum og kjósendur geta ákveðið sig að nýju eftir tvö ár.“ 

Formaður nefndar Repúblikanaflokksins í Nassau-sýslu, Joseph G. Cairo Jr., segir Santos hafi misst stuðning allra repúblikana í kjördæminu. Kosningaherferð Santos var, að mati Cairo, full af „svikum, lygum og tilbúningi“. 

„Hann vanvirti fulltrúadeildina og við teljum hann ekki tilheyra þingmannahópi okkar,“ sagði Cairo á blaðamannafundi á miðvikudag þar sem hann krafðist afsagnar Santos fyrir hönd nefndar Repúblikanaflokksins í Nassau-sýslu. 

Santos brást við á Twitter þar sem hann sagðist harðákveðinn í að þjóna kjósendum sínum, en „ekki flokknum og stjórnmálamönnunum“. 

„Ég mun EKKI segja af mér!“ 

Hefur ekki áhyggjur af formlegum kvörtunum

Tvær formlegar kvartanir hafa verið lagðar fram gegn Santos. Tveir þingmenn Demókrataflokksins hafa lagt fram beiðni um að þverpólitísk nefnd fulltrúadeildarinnar rannsaki hvort Santos hafi brotið gegn lögum þegar hann skilaði upplýsingum um fjárhagslega hagsmuni eftir tilskyldan frest og án lykilupplýsinga um bankainnistæður og fyrirtækjarekstur. 

Santos segir þingmönnum frjálst að gera það sem þeir vilja, hann hafi ekki áhyggjur þar sem hann „hefur ekki gert neitt siðferðilega rangt“. 

Þá hafa eftirlitssamtökin Campaign Legal Center sakað Santos um að nýta fjármagn sem merkt var kosningaherferð hans í persónuleg útgjöld sem og að gera ekki grein fyrir uppruna fjármagns sem hann nýtti í kosningabaráttunni. Eftirlitssamtökin hafa óskað eftir því að alríkiskjörnefnd Bandaríkjanna (FEC) taki kosningabaráttu Santos til rannsóknar. 

Þingforsetinn styður Santos en ætlar að stjórna ferðinni

 McCarthy forðaðist að tjá sig um Santos á meðan hann barðist fyrir því að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eftir fjóra langa daga í þingsalnum í síðustu viku og fimmtán atkvæðagreiðslur tókst það loks. Þingforseti er vanalega kosinn án vandkvæða með einni atkvæðagreiðslu en inn­an­flokkserjur og átök innan þing­flokks repúblik­ana flæktu málin. Þetta er í fimmtánda sinn í 234 ára sögu fulltrúadeildarinnar sem fleiri en eina umferð þarf til að kjósa þingforseta. Fara þarf 164 ár aftur í tímann til að finna svipaða stöðu en þá þurfti 44 umferðir til að kjósa þingforseta.

Þó McCarthy styðji Santos ætlar hann ekki að láta allt eftir honum. Santos fékk til að mynda ekki sæti í fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar sem hann sóttist eftir og á enn eftir að fá úthlutuðu sæti í þingnefnd. Aðspurður hvort Santos fengi sæti í einum af áhrifameiri nefndum fulltrúadeildarinnar var svar McCarthy einfalt: „Nei.“  

Þónokkrir þingmenn repúblikana virðast vera á báðum áttum með stöðu Santos. Ken Buck, þingmaður repúblikana í Colorado, segir gjörðir Santos alvarlegar en sakar demókrata um að hafa brugðist. „Ef demókratar hefðu kannað málið frekar og afhjúpað það hefðu kjósendur haft frekari upplýsingar,“ segir Buck.  

Ólíklegt verður að teljast að Santos segi af sér þingmennsku en ef það gerist þarf að efna til sérstakrar kosningar um þingsæti hans. Formaður nefndar repúblikana í Nassau-sýslu segir of snemmt að tilnefna mögulega frambjóðendur til að fylla sæti Santos. Santos er samt sem áður ekki velkominn í höfuðstöðvar Repúblikanaflokksins í New York þó svo að hann sitji enn á þingi. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu