Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tíu kærur bárust vegna virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar

Veiði­fé­lög, nátt­úru­vernd­ar­sam­tök, bænd­ur og aðr­ir land­eig­end­ur hafa kært ákvörð­un Orku­stofn­un­ar um að veita Lands­virkj­un virkj­un­ar­leyfi vegna Hvamms­virkj­un­ar í Þjórsá. Er þess kraf­ist að ákvörð­un­in verði felld úr gildi. Veiði­fé­lag Þjórsár ger­ir auk þess kröfu um að all­ar fram­kvæmd­ir á grund­velli leyf­is­ins verði stöðv­að­ar.

Tíu kærur bárust vegna virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar
Hvammsvirkjun Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Mynd: Landsvirkjun

Tíu kærur, sem að standa félagasamtök og einstaklingar, bárust úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar sem Orkustofnun veitti Landsvirkjun í desember. Frestur til að kæra er runninn út og óskaði Heimildin eftir að fá þær afhentar.

Allir kærendur gera þá kröfu að nefndin felli ákvörðun um veitingu virkjunarleyfisins úr gildi. Ýmis rök eru tiltekin, m.a. að umhverfismat framkvæmdarinnar sé tveggja áratuga gamalt að stærstum hluta, að matið hafi í raun verið gert á annarri framkvæmd en nú á að ráðast í og að Orkustofnun hafi brotið með alvarlegum hætti gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulega með því að afla ekki nauðsynlegra, nýjustu og réttra upplýsinga í málinu. Þá kæra þrjú náttúruverndarsamtök einnig ætlað brot á þátttökurétti almennings í mati á umhverfisáhrifum sem og fleiri ágalla á málsmeðferðinni.

Virkjun í blómlegri byggð

Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár og felur framkvæmdin í sér fjögurra fermetra lón í byggð. Ráðgert er að virkjunin gæti framleitt allt að 720 gígavattstundir (GWst) af raforku árlega með búnaði fyrir 95 megavatta (MW) uppsett afl í tveimur hverflum. Lónið yrði myndað með því að stífla rennsli Þjórsár milli bæjanna Minna-Núps og Haga í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Hvamms í Rangárþingi ytra, nokkru ofan fossins Búða og um 400 metrum ofan hinnar friðuðu Viðeyjar, með 350 metra langri og 18 metra hárri stíflu. Einnig yrðu reistir þriggja og hálfs kílómetra langir og 10 metra háir stíflu og varnargarðar sem og leiðigarðar, tveggja kílómetra göng og 1,2 kílómetra skurður.

Með tilkomu lónsins, sem Landsvirkjun kallar Hagalón myndi fjölbreytt landslag við ána og bakka hennar breytast. Eyjur, hólmar og flúðir færu á kaf ofan stíflunnar og á um þriggja kílómetra kafla neðan hennar, þar sem Viðey er að finna, myndi vatnsrennsli minnka verulega þar sem því yrði að mestu veitt um aðrennslisgöng. Vatnið mun þá ekki vernda Viðey í sama mæli og nú fyrir ágangi manna og dýra.

Hingað til hefur oftast verið virkjað á hálendinu eða í jaðri þess en með Hvammsvirkjun yrði reist virkjun í blómlegri byggð, á slóðum þar sem stærsti laxastofn landsins þrífst hvað best. Hún yrði neðsta virkjunin í Þjórsá og sú sjöunda á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár.

Virkjanaþrennan

Hvammsvirkjun hefur verið í nýtingarflokki rammaáætlunar frá 2015 líkt og systurvirkjanir hennar, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, sem áformaðar eru enn neðar í Þjórsá. Þær voru hins vegar færðar í biðflokk áætlunarinnar við afgreiðslu hennar á Alþingi síðasta vor. Sú afgreiðsla var byggð á meirihlutaáliti umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. „Óhætt er að segja að tillögur um flokkun Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar í nýtingarflokk hafa vakið upp reiði í nærsamfélaginu,“ segir í meirihlutaálitinu, enda sé um að ræða „stórar virkjunarhugmyndir í byggð“.

Mikilvægt væri að horfa á neðri hluta Þjórsár „sem eina heild“ og því er beint til ráðherra og verkefnisstjórnar næstu áfanga áætlunarinnar að horft verði til „allra þriggja virkjunarkosta“ í neðri hluta Þjórsár við það mat. Hvað það þýðir nákvæmlega er á huldu en eitt er víst að við mat á því hvort gefa ætti út virkjunarleyfi fyrir eina virkjun þrennunnar í Þjórsá höfðu þessi skilaboð þingnefndarinnar ekki nokkur áhrif.

Hlutverk úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála. Nefndin kveður upp úrskurð eins fljótt og kostur er og jafnan innan þriggja mánaða frá því að málsgögn bárust frá stjórnvaldi, en innan sex mánaða frá sama tímamarki sé mál viðamikið. 

Í þessu tilviki er stjórnvaldið Orkustofnun.

Veiðifélagið hafi verið sniðgengið

Tvö veiðifélög eru meðal þeirra sem kært hafa ákvörðun stofnunarinnar vegna virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar; Veiðifélag Þjórsár og Veiðifélag Kálfár. Eðli málsins samkvæmt er það lífríki árinnar sem þau beina sjónum sínum að en einnig að málsmeðferðinni. „Í raun virðist sem Orkustofnun hafi markvisst ákveðið að sniðganga veiðifélagið,“ segir m.a. í kæru Veiðifélags Þjórsár sem auk þess að krefjast þess að virkjunarleyfið verði fellt úr gildi að allar framkvæmdir á grundvelli þess verði stöðvaðar. „Ljóst er að fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir munu hafa veruleg óafturkræf áhrif á lífríki Þjórsár,“ bendir félagið á. Það hafi það hlutverk að tryggja vöxt og viðgang fiskistofna í ánni. Ljóst sé að áhrif láglendisvirkjana á fiskstofna séu mun meiri en áhrif hálendisvirkjana. „Þegar virkjað er á láglendi, lokast fyrir gönguleiðir allra fisktegunda og nefna má fjölda tilfella erlendis þar sem slíkar virkjanir hafa gengið mjög nærri stofnum göngufiska.“

Hvammsvirkjun fæli í sér mikil inngrip á viðkvæm göngusvæði villtra laxa – „inngrip sem á sér enga fyrirmynd á Íslandi“.

Þær mótvægisaðgerðir sem Landsvirkjun leggi til séu óljósar og virðist eiga að vega upp þau vandamál sem kunna að skapast án þess að skilgreint sé hver þau kunna að verða. „Fram til þessa hefur fiskgengur hluti farvegs Þjórsár verið laus við áhrif af mannvirkjum á lífríki árinnar. Ákvörðun um að rjúfa núverandi náttúrulegt ástand er stór og þarfnast mun meiri og vandaðri undirbúnings en hingað til hefur átt sér stað.“

Veiðifélagið bendir á að 35 prósent af búsvæði laxfiska Þjórsár sé við og fyrir ofan fyrirhugaða virkjun. „Uppi eru vafamál um áhrif virkjunar á þessu svæði, í sumum tilvikum er í raun augljóst að hugmyndir að lausnum hafi ekki verið byggðar á vísindalegri þekkingu.“

OS hafi dregið taum Landsvirkjunar

Það sé óviðunandi að Landsvirkjun njóti vafans sem stafi frá ónógri rannsókn fyrirtækisins og stjórnvalda á áhrifum fyrirhugaðrar virkjunar. „Slík tilraunastarfsemi með mikilvæga fiskistofna, sem getur valdið óafturkræfum skaða, sé andstæð rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga og meginreglum umhverfisréttar og eigi því að leiða til ógildingar ákvörðunar um veitingu virkjunarleyfis.“

Að mati Veiðifélags Þjórsár ber málsmeðferð Orkustofnunar þess merki að „taumur Landsvirkjunar hafi verið dreginn“ á meðan félagið, sem sé aðili málsins, hafi verið „sniðgenginn gróflega“.

Landeigendum hafi verið hótað eignarnámi

Meðal bæja rétt við hið áformaða lón er Fossnes. Í kæru Sigrúnar Bjarnadóttur, landeiganda og bónda á jörðinni, er því haldið fram að samningar Landsvirkjunar við landeigendur á sínum tíma hafi verið þvingaðir fram með hótunum um eignarnám. „Það þarf að meta lögmæti þeirra samninga sem Landsvirkjun gerði á árunum 2007 og 2008 við landeigendur,“ segir í kæru Sigrúnar. „Það er því ekki hægt að veita virkjunarleyfi fyrr en lögmæti þessara samninga hefur verið metið af óháðum og lögfróðum aðilum.“

„Allir verða þeir gapandi hissa og daprir yfir þessum fyrirhuguðu framkvæmdum, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða erlenda gesti“
Sigrún Bjarnadóttir
Landeigandi og bóndi í Fossnesi.

Landeigendur hafi staðið frammi fyrir spurningunni um að semja við Landsvirkjun og vita þá hvað þeir fengju í bætur, eða semja ekki og þá yrði landið tekið af þeim og mikil óvissa um að nokkrar bætur fengjust fyrir það. „Með þessum þvinguðu aðgerðum náðust samningar, sem hafa síðan verið notaðir síðar meir til að þvinga áfram aðra þætti eins og breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi og núna síðast til að óska eftir virkjunarleyfi.“ Sigrún segir samningana, sem séu grundvöllur þess að Hvammsvirkjun verði reist, hafa verið fengna „með mjög vafasömum hætti“.

Ferðamenn gapandi hissa

Í Fossnesi hefur verið rekin ferðaþjónusta í um þrjátíu ár. „Gestum okkar er tíðrætt um náttúrufegurð og útsýni, bæði að og frá bænum,“ skrifar Sigrún. „Allir verða þeir gapandi hissa og daprir yfir þessum fyrirhuguðu framkvæmdum, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða erlenda gesti. Allir eru þeir líka sammála um að virkjunin og lónið muni hafa neikvæð áhrif á upplifun.“

Landvernd gerði nokkrar efnislegar rökstuddar athugasemdir við umsókn Landsvirkjunar um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun og telja að Orkustofnun hafi ekki tekið tillit til þeirra er varða vernd lífríkisins í Þjórsá með viðunandi hætti.

Í Þjórsá sé að finna stærsta einstaka laxastofn landsins (allt að 20.000 full þroskaða laxa) og verulegan hluta af heildarfjölda laxa á Íslandi. Þar séu einnig mikilvægir stofnar bleikju og urriða. „Þetta lífríki nýtur verndar náttúruverndarlaga og eru mikilvæg hlunnindi og lífsviðurværi til sveita,“ segir í kæru Landverndar. Svæðið sem framkvæmdirnar ná til sé mikilvægur hluti af vistkerfi Þjórsár og geti þær haft víðtæk áhrif á lífríkið bæði neðan og ofan við stíflu og í hliðarám.

Úr 360 m3/s í 10

Samtökin fjalla í kæru sinni sérstaklega um 9. grein virkjunarleyfisins þar sem fram komi sú krafa að rennsli Þjórsár milli stíflu og aðrennslisskurðar, á um þriggja kílómetra kafla, sé að lágmarki 10 m3/s. Það er á þessu svæði sem hina friðuðu Viðey er að finna. „Þegar þetta ákvæði er skoðað þarf að hafa hliðsjón af því að meðal rennsli í Þjórsá er um 360 m3/s.“

Í skýrslu frá 2013 sem gerð var í tengslum við ákvörðun í rammaáætlun að setja Hvammsvirkjun í orkunýtingarflokk, sé bent á nauðsyn þess að tryggja 30 m3/s lágmarksrennsli. „Skýrslan er ritrýnd og leitar víða heimilda,“ segir Landvernd og engar haldbetri vísindalega úttekt sé að finna þar sem færð séu rök fyrir því að 10 m3/s væri fullnægjandi til að viðhalda mikilvægum búsvæðum laxins neðan við stíflu. Ákvörðun um 30 m3/s rennsli hafi verið staðfest af Alþingi og því beri Orkustofnun að fara eftir þeirri lágmarkskröfu í leyfisveitingu sinni.

Sama myndin - en mismunandi rennsli í ánni

NASF á Íslandi, samtök sem hafa það hlutverk að standa vörð um íslenska laxastofninn, Náttúrugrið og Náttúruverndarsamtök Íslands standa saman að einni kærunni. Félögin kæra útgáfu virkjunarleyfisins en einnig ætlað brot á þátttökurétti almennings í mati á umhverfisáhrifum sem og fleiri ágalla á málsmeðferð.

Að mati samtakanna var virkjunarhugmyndin sem umhverfismat var gert á árið 2003 og kennd var við fjallið Núp allt önnur en sú sem sótt var um virkjunarleyfi til Orkustofnunar sumarið 2021, þ.e. Hvammsvirkjun. Verulegur annmarki á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar sé slíkur að virkjanaleyfi geti ekki átt stoð í því.

Vafi um það hvert lágmarksrennsli skuli vera samkvæmt umhverfismati verði ekki skýrt Landsvirkjun í hag. Í kærunni kemur m.a. fram í þessu sambandi að í matsskýrslu Landsvirkjunar frá 2003 sé á tveimur stöðum birt sama ljósmyndin, tekin vorið 1963, af Þjórsá við Ölmóðsey. En myndatextarnir séu ólíkir. Undir annarri myndinni segi að hún sýni 5-10 m3/s rennsli en á hinni segir að á henni megi sjá ána þegar rennslið nemi 15 m3/s.

Matsskýrslan sé full af slíkum „misvísandi og ruglingslegum upplýsingum“.

„Með vísan til málsatvika og framangreinds rökstuðnings verður að telja óhjákvæmilegt, að hin kærða ákvörðun Orkustofnunar verði ógilt. Ákvörðunin um útgáfu leyfisins og undirbúningur hennar af hálfu Orkustofnunar eru háð svo alvarlegum annmörkum, að ógildingu hlýtur að sæta.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár