Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hlutur Vísis-systkinanna í Síldarvinnslunni 18 milljarða virði

Þeg­ar greint var frá kaup­um Síld­ar­vinnsl­unn­ar á Vísi í fyrra­sum­ar kom fram að sá hluti kaup­verðs­ins sem greidd­ur yrði með hluta­bréf­um væri 14 millj­arð­ar króna. Síð­an þá hef­ur hlut­ur­inn hækk­að um fjóra millj­arða króna. Verð­mæt­asta eign­in sem Síld­ar­vinnsl­an keypti var 3,54 pró­sent hlut­deild af út­hlut­uð­um fisk­veiðikvóta.

Hlutur Vísis-systkinanna í Síldarvinnslunni 18 milljarða virði

Í júlí var greint frá því að systkinin sex sem áttu útgerðarfyrirtækið Vísi í Grindavík hefðu ákveðð að selja það til Síldarvinnslunnar. Söluverðið var sagt 31 milljarður króna, að meðtöldu yfirtöku skulda upp á ellefu milljarða króna. Sex milljarðar króna áttu að greiðast í reiðufé svo hægt yrði að gera upp skattgreiðslur vegna kaupanna. 

Systkinin sex; Pétur, Páll, Svanhvít, Margrét, Kristín og Sólný Pálsbörn, fengu auk þess rétt um átta prósent hlut í Síldarvinnslunni við söluna. Mest fékk Pétur, sem er forstjóri Vísis, eða um 1,6 prósent hlut. Hin systkinin fengu 1,3 prósent hvert. Í tilfelli Páls skiptist sá hlutur milli hans og eiginkonu hans, Guðmundu Kristjánsdóttur. 

Þegar salan var tilkynnt, með fyrirvara um samþykki hluthafafundar og Samkeppniseftirlitsins, sagði að virði þess hlutar sem systkinin myndu fá í sinn hlut yrði 14 milljarðar króna.

Síðan þá hefur virði Síldarvinnslunnar hækkað umtalsvert, og markaðsvirðið er nú um 226 milljarðar króna. Vísis-systkinin fengu hluti sína í Síldarvinnslunni 1. desember síðastliðinn. Sameiginlegt virði þeirra er nú rétt yfir 18 milljarðar króna. Hluturinn sem þau eiga, og geta nú selt fyrir reiðufé á virkum hlutabréfamarkaði kjósi þau svo, hefur hækkað um fjóra milljarða króna á hálfu ári. 

Kvótinn langverðmætasta eignin

Vísir hagnaðist um 797 millj­ónir króna á árinu 2021 og virði fasta­fjár­muna (fast­eign­ir, skip, vélar og tæki) var 5,3 millj­arða króna í lok þess árs, samkvæmt ársreikningi. Ljóst er að það var eitthvað annað sem Síldarvinnslan var að borga á fjórða tug milljarða króna fyrir en rekstur, skip og tæki.

Helstu bók­færðu eignir Vísis utan fasta­fjár­muna voru afla­heim­ildir sem metnar voru á 90,9 millj­­ónir evra, alls um 13,4 millj­­arða króna á árs­loka­­gengi ársins 2021. Afla­heim­ildir eru nær und­an­­tekn­ing­­ar­­laust van­­metnar í reikn­ingum sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja, en fyrir við­­skiptin var heild­­ar­­upp­­­lausn­­ar­virði úthlut­aðs kvóta á Íslandi áætlað um 1.200 millj­­arðar króna, miðað við kaup Síld­­ar­vinnsl­unnar á útgerð­inni Bergi Hug­in árið 2021. Kaupin á Vísi voru langt undir því verð­i. 

Alls heldur Vísir á 3,54 prósent af öllum úthlutuðum kvóta samkvæmt nýbirtum tölum Fiskistofu um samþjöppun í sjávarútvegi. 

Blokk með næstum fjórðung alls kvóta

Eftir að kaupin á Síldarvinnslunni gengu í gegn var til stærsta útgerð á Íslandi, ef miðað er við úthlutaðan kvóta í aflamarkskerfinu. Síld­ar­vinnslan átti fyrir tvö dótt­ur­fé­lög í útgerð, Berg-Hug­in og Berg ehf. Sam­an­lögð afla­hlut­deild þess­ara fjög­urra útgerða er 12,11 pró­sent og rétt yfir lög­bundnu tólf pró­sent hámarki sem tengdir aðilar mega eiga. 

Stærstu eig­endur Síld­­­­­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji og félagið Kjálka­­­­­nes, sem er í eigu sömu ein­stak­l­inga og eiga útgerð­ina Gjögur frá Gren­i­vík. Þar er meðal ann­­­­­ars um að ræða Björgólf Jóhanns­­­­­son, sem var um tíma annar for­­­­­stjóri Sam­herja, og fólk sem teng­ist honum fjöl­­­­skyld­u­­­­bönd­um, meðal ann­­­ars syst­k­ini hans. Auk þess á Kald­bak­­­­­­­ur, félag í eigu Sam­herja, 15 pró­­­­­­­sent hlut í öðru félagi, Eign­­­­­ar­halds­­­­­­­­­fé­lag­inu Snæfugli, sem á hlut í Síld­­­­­­­ar­vinnsl­unni. Á meðal ann­­­­­arra hlut­hafa í Snæfugli er Björgólf­­­­­ur. Samtals eiga þessir aðilar 49,7 prósent í Síldarvinnslunni eftir hlutafjáraukninguna sem framkvæmd var í fyrirtækinu til að greiða Vísis-systkinunum.

Forstjóri Samherja, sem á dótturfyrirtækin Samherja Ísland og Útgerðarfélag Akureyringa, er Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. 

Þegar talin er saman afla­hlut­deild Sam­herja Ísland, Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyr­inga, Síld­ar­vinnsl­unn­ar, Vís­is, Gjög­urs og Bergs-Hug­ins og Bergs (sem eru báðar dótt­ur­fé­lög Síld­ar­vinnsl­unn­ar) þá heldur sú blokk á 23,39 pró­sent úthlut­aðra afla­heim­ilda. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár