Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Getur morð verið sakamál og afþreying á sama tíma?

At­hygli sem morð á fjór­um ung­menn­um í Ida­ho hef­ur feng­ið sýn­ir að með til­komu sam­fé­lags­miðla verða saka­mál að af­þrey­ingu um leið og þau eiga sér stað. Doktor í af­brota­fræði seg­ir óraun­hæft að koma í veg fyr­ir þessa þró­un en ástæðu­laust sé að ótt­ast hana.

Getur morð verið sakamál og afþreying á sama tíma?
Grunaði afbrotafræðineminn Bryan Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði, er grunaður um morðin á háskólanemunum fjórum. Mynd: AFP

Fjögur ungmenni voru stungin til bana í Idaho í norðvesturhluta Bandaríkjanna 13. nóvember. Málið fékk strax mikla athygli, eins og venjan er þegar um morðmál er að ræða, en þessi gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum er skýrt dæmi um óljós mörk afþreyingar og lögreglurannsóknar í yfirstandandi sakamáli. 

Ethan Chapin, Madison Mogen, Xana Kernodle og Kaylee Goncalves, 20 og 21 árs nemendur við háskólann í Idaho, fundust látin í íbúð í háskólabænum Moscow. Morðin voru framin á hefðbundnu laugardagskvöldi, ungmennin voru öll úti á lífinu fyrr um kvöldið. Lögreglan taldi strax að um ástríðuglæp væri að ræða en vikurnar liðu án handtöku. Lögreglan óskaði eftir myndefni og ábendingum frá almenningi og ekki stóð á viðbrögðum, megnið af efninu fór þó fyrst á samfélagsmiðla áður en það endaði hjá lögreglu. 

Áhuginn á rannsókn málsins er gríðarlegur og varla er hægt að opna samfélagsmiðla án þess að sjá umræðu um „Idaho College Murders“. Ekki leið langur tími þar til finna mátti hópa á Facebook um morðin, umræðuhópa þar sem meðlimir skiptast á upplýsingum um rannsókn lögreglu en aðallega skoðunum og eigin kenningum um hvað gerðist. Sex dögum eftir að morðin voru framin var einn slíkur hópur stofnaður, „University of Idaho Murders – Case Discussion“. Áhuginn leyndi sér ekki og fljótlega skiptu meðlimir hópsins þúsundum. Svo tugþúsundum. Í dag eru um 225 þúsund Facebook-notendur í hópnum. Og þeim fer fjölgandi.  

AfbrotMargrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir ekki ástæðu til að óttast breyttan raunveruleika þegar kemur að umfjöllun um sakamál á samfélagsmiðlum.

Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrota­fræði og dós­ent í félagsfræði við Háskól­a Íslands, segist ekki eiga von á öðru en að hegðun af þessu tagi muni aukast í framtíðinni, það er að almenningur fjalli ítarlega um sakamál á samfélagsmiðlum. „Ég sé ekki fyrir mér að það sé raunhæft að koma í veg fyrir það.“ Hún segir hins vegar enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn. 

Doktorsnemi í afbrotafræði grunaður um morðin 

Lögreglunni bárust um 20 þúsund ábendingar og nokkrar þeirra leiddu að lokum til handtöku, tæpum sjö vikum eftir að morðin voru framin. Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði, er grunaður um morðin. 

Kohberger er ákærður í fjórum liðum fyrir morð af fyrstu gráðu auk innbrots. Kohberger var handtekinn á heimili foreldra sinna í Pennsylvaníu og var framseldur til yfirvalda í Idaho, sem hann sagðist vera spenntur fyrir. Það vakti óneitanlega athygli og samfélagsmiðlanotendur kepptust við að benda á ýmislegt einkennilegt í fari Kohberger, auk þess sem þeir höfðu sérstakan áhuga á því að hann er doktorsnemi í afbrotafræði. Var þetta þá sérstaklega vel skipulagt frá upphafi? Og af hverju?  

Ungmennin fjögurEthan, Xana, Maddie og Kaylee voru öll nemendur við háskólann í Idaho. Samfélagsmiðlar eru uppfullir af kenningum um hvað gerðist í raun og veru kvöldið sem þau voru myrt.

Skömmu eftir áramót gaf lögreglan út yfirlýsingu um atburðarásina og sönnunargögnin sem leiddu til handtöku Kohberger. Sjálfskipaðir rannsóknarlögreglumenn á samfélagsmiðlum hafa drukkið innihald yfirlýsingarinnar í sig og sett fram ýmsar kenningar um hvað átti sér stað í raun og veru. 

Ótal spurningar flæða um samfélagsmiðla, spurningar sem lögreglan er eflaust líka að spyrja sig að. En hvernig er þessari óumbeðnu aðstoð frá samfélagsmiðlanotendum tekið? Margrét bendir á að þessi mikli áhugi almennings kunni að hafa áhrif á rannsóknarhagsmuni og því vill lögreglan ekki gefa of mikið upp. „Fólk fer að geta í eyðurnar og setja fram eitthvað sem ekki er allt endilega rétt. Auk þess má vera að það verði flókið að finna fólk í kviðdóm sem ekki hefur myndað sér skoðun á málinu eftir umfjöllun fjölmiðla og almenna umfjöllun á samfélagsmiðlum.“ 

Lögreglan óskar eftir upplýsingum en varar við upplýsingaóreiðu

Finna má ýmsar ályktanir frá svokölluðum „internet spæjurum“ í hópum og umræðuþráðum sem stofnaðir hafa verið á samfélagsmiðlum. Í einum Facebook-hópnum, þar sem meðlimir eru yfir 15 þúsund og daglegar færslur skipta tugum, sköpuðust umræður um myndskeið þar sem sýnt er frá minningarathöfn um hin látnu. Meðlimir hópsins deildu brotum úr myndskeiðinu þar sem búið er að safna saman skjáskotum af „grunsamlegum þátttakendum“. Þá hefur prófessor við háskólann í Idaho lagt fram kæru á hendur TikTok-notanda sem sakaði hana um að hafa orðið nemendunum fjórum að bana. Ásakanirnar byggði hún á lestri Tarot-spila sem hún framkvæmdi á TikTok. 

Á vettvangiUngmennin fjögur fundust látin í íbúð í háskólabænum Moscow, skammt frá heimavist háskólans í Idaho þar sem þau stunduðu öll nám.

Lögreglan í Moscow sá tilefni til að senda frá sér tilkynningu þar sem hún varaði við getgátum sem ýta undir hræðslu og geta leitt til dreifingar ósanninda. Á sama tíma sendi lögreglan frá sér aðra tilkynningu þar sem hún sagðist enn vera á höttunum eftir upplýsingum frá almenningi. „Engar upplýsingar eru of litlar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu lögreglu.

Hlaðvörp, Facebook og TikTok

Áhugi á morðmálum er ekki nýr af nálinni en með tilkomu samfélagsmiðla hefur hann breyst. Áhuginn er sýnilegri og upplýsingaflæðið er meira. Á sama tíma er upplýsingaóreiðan meiri. Nú getur nánast hver sem er sett sig í spor rannsóknarlögreglu með auknu upplýsingaflæði og leiðum til að miðla efni. Þar hefur TikTok komið sterkt inn þar sem algóritmi leiðir notendur í gegnum hvert myndskeiðið á fætur öðru, sýndu þeir örlítinn áhuga til að byrja með. 

Sprengingu á áhuga á morðmálum má að hluta til rekja til „true cri­me“-hlaðvarpa þar sem fjallað er um sönn sakamál. Slík njóta gríð­ar­legra vin­sælda og skipta hund­ruð­um, ef ekki þúsundum. Hlaðvarpið sem greiddi götu þeirra er án efa „Serial“, þáttaröð sem fjallar um Adnan Syed, sem var 18 ára þegar hann hlaut lífstíðardóm fyrir morðið á Hae Min Lee, fyrrverandi kærustu sinni, árið 1999. Hann hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu og í fyrra, 23 árum eftir að hann hlaut lífstíðardóm, var hann leystur úr haldi. Upplýsingar sem fram koma í „Serial,“ auk lagabreytingar í Maryland, urðu til þess að dómur yfir Syed var ógiltur.  

„Þetta er það sem við höfum áhuga á“

Mar­grét ræddi þennan breytta veruleika við umfjöllun sakamála við Kjarnann í september 2021 og sagði þróunina ekki koma á óvart. „Heil­inn á okkur er hann­aður til að veita því sem er ógn­væn­legt meiri athygli en því sem er gott og jákvætt. Til að forða okkur frá hættu. Í ljósi hver við erum sem mann­eskjur er þessi áhugi ekk­ert skrýt­inn, þetta er bara meira spenn­andi núna,“ sagði Margrét. 

„Heil­inn á okkur er hann­aður til að veita því sem er ógn­væn­legt meiri athygli en því sem er gott og jákvætt“
Margrét Valdimarsdóttir
doktor í afbrotafræði

Fólk mun nýta samfélagsmiðla í auknum mæli til að tjá sig um sakamál, hjá því verður ekki komist að mati Margrétar. Hún segir mikilvægt að fræða fólk um upplýsingaóreiðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Í öllu flóðinu af upplýsingum sem koma í kjölfar voðaverka verður einhver hluti þeirra líklega alltaf rangur eða misvísandi.“

Það sé þó ástæðulaust að hafa áhyggjur. „Þetta er tæknin og þetta er sam­fé­lag­ið. Þetta er það sem við höfum áhuga á. Þetta er afþrey­ing.“

Íslenska hlaðvarpssenan lætur sitt ekki eftir liggja

Áhuginn á sönnum sakamálum er ekki bundinn við Bandaríkin, síður en svo. Inga Kristjánsdóttir, rithöfundur og stjórnandi hlaðvarpsins Illverk, fjallaði fyrst um morðin í Idaho í nóvember og hefur nú gefið út níu þætti um morðin, þar á meðal tæplega fjögurra klukkustunda þátt þar sem hún fer yfir gang mála. 

Dyggustu hlustendur Illverks ræða málin frekar í Facebook-hópi sem telur yfir 6.000 manns og þar hefur fátt annað komist að síðustu vikur en morðin í Idaho. Auk þess hefur hluti hópsins, um 200 manns, sameinast í spjallþræði á Facebook þar sem morðmálin eru rædd fram og til baka. Búast má við að umræðan þar eigi bara eftir að aukast eftir því sem frekari upplýsingar um morðin koma fram. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár