Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Getur morð verið sakamál og afþreying á sama tíma?

At­hygli sem morð á fjór­um ung­menn­um í Ida­ho hef­ur feng­ið sýn­ir að með til­komu sam­fé­lags­miðla verða saka­mál að af­þrey­ingu um leið og þau eiga sér stað. Doktor í af­brota­fræði seg­ir óraun­hæft að koma í veg fyr­ir þessa þró­un en ástæðu­laust sé að ótt­ast hana.

Getur morð verið sakamál og afþreying á sama tíma?
Grunaði afbrotafræðineminn Bryan Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði, er grunaður um morðin á háskólanemunum fjórum. Mynd: AFP

Fjögur ungmenni voru stungin til bana í Idaho í norðvesturhluta Bandaríkjanna 13. nóvember. Málið fékk strax mikla athygli, eins og venjan er þegar um morðmál er að ræða, en þessi gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum er skýrt dæmi um óljós mörk afþreyingar og lögreglurannsóknar í yfirstandandi sakamáli. 

Ethan Chapin, Madison Mogen, Xana Kernodle og Kaylee Goncalves, 20 og 21 árs nemendur við háskólann í Idaho, fundust látin í íbúð í háskólabænum Moscow. Morðin voru framin á hefðbundnu laugardagskvöldi, ungmennin voru öll úti á lífinu fyrr um kvöldið. Lögreglan taldi strax að um ástríðuglæp væri að ræða en vikurnar liðu án handtöku. Lögreglan óskaði eftir myndefni og ábendingum frá almenningi og ekki stóð á viðbrögðum, megnið af efninu fór þó fyrst á samfélagsmiðla áður en það endaði hjá lögreglu. 

Áhuginn á rannsókn málsins er gríðarlegur og varla er hægt að opna samfélagsmiðla án þess að sjá umræðu um „Idaho College Murders“. Ekki leið langur tími þar til finna mátti hópa á Facebook um morðin, umræðuhópa þar sem meðlimir skiptast á upplýsingum um rannsókn lögreglu en aðallega skoðunum og eigin kenningum um hvað gerðist. Sex dögum eftir að morðin voru framin var einn slíkur hópur stofnaður, „University of Idaho Murders – Case Discussion“. Áhuginn leyndi sér ekki og fljótlega skiptu meðlimir hópsins þúsundum. Svo tugþúsundum. Í dag eru um 225 þúsund Facebook-notendur í hópnum. Og þeim fer fjölgandi.  

AfbrotMargrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir ekki ástæðu til að óttast breyttan raunveruleika þegar kemur að umfjöllun um sakamál á samfélagsmiðlum.

Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrota­fræði og dós­ent í félagsfræði við Háskól­a Íslands, segist ekki eiga von á öðru en að hegðun af þessu tagi muni aukast í framtíðinni, það er að almenningur fjalli ítarlega um sakamál á samfélagsmiðlum. „Ég sé ekki fyrir mér að það sé raunhæft að koma í veg fyrir það.“ Hún segir hins vegar enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn. 

Doktorsnemi í afbrotafræði grunaður um morðin 

Lögreglunni bárust um 20 þúsund ábendingar og nokkrar þeirra leiddu að lokum til handtöku, tæpum sjö vikum eftir að morðin voru framin. Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði, er grunaður um morðin. 

Kohberger er ákærður í fjórum liðum fyrir morð af fyrstu gráðu auk innbrots. Kohberger var handtekinn á heimili foreldra sinna í Pennsylvaníu og var framseldur til yfirvalda í Idaho, sem hann sagðist vera spenntur fyrir. Það vakti óneitanlega athygli og samfélagsmiðlanotendur kepptust við að benda á ýmislegt einkennilegt í fari Kohberger, auk þess sem þeir höfðu sérstakan áhuga á því að hann er doktorsnemi í afbrotafræði. Var þetta þá sérstaklega vel skipulagt frá upphafi? Og af hverju?  

Ungmennin fjögurEthan, Xana, Maddie og Kaylee voru öll nemendur við háskólann í Idaho. Samfélagsmiðlar eru uppfullir af kenningum um hvað gerðist í raun og veru kvöldið sem þau voru myrt.

Skömmu eftir áramót gaf lögreglan út yfirlýsingu um atburðarásina og sönnunargögnin sem leiddu til handtöku Kohberger. Sjálfskipaðir rannsóknarlögreglumenn á samfélagsmiðlum hafa drukkið innihald yfirlýsingarinnar í sig og sett fram ýmsar kenningar um hvað átti sér stað í raun og veru. 

Ótal spurningar flæða um samfélagsmiðla, spurningar sem lögreglan er eflaust líka að spyrja sig að. En hvernig er þessari óumbeðnu aðstoð frá samfélagsmiðlanotendum tekið? Margrét bendir á að þessi mikli áhugi almennings kunni að hafa áhrif á rannsóknarhagsmuni og því vill lögreglan ekki gefa of mikið upp. „Fólk fer að geta í eyðurnar og setja fram eitthvað sem ekki er allt endilega rétt. Auk þess má vera að það verði flókið að finna fólk í kviðdóm sem ekki hefur myndað sér skoðun á málinu eftir umfjöllun fjölmiðla og almenna umfjöllun á samfélagsmiðlum.“ 

Lögreglan óskar eftir upplýsingum en varar við upplýsingaóreiðu

Finna má ýmsar ályktanir frá svokölluðum „internet spæjurum“ í hópum og umræðuþráðum sem stofnaðir hafa verið á samfélagsmiðlum. Í einum Facebook-hópnum, þar sem meðlimir eru yfir 15 þúsund og daglegar færslur skipta tugum, sköpuðust umræður um myndskeið þar sem sýnt er frá minningarathöfn um hin látnu. Meðlimir hópsins deildu brotum úr myndskeiðinu þar sem búið er að safna saman skjáskotum af „grunsamlegum þátttakendum“. Þá hefur prófessor við háskólann í Idaho lagt fram kæru á hendur TikTok-notanda sem sakaði hana um að hafa orðið nemendunum fjórum að bana. Ásakanirnar byggði hún á lestri Tarot-spila sem hún framkvæmdi á TikTok. 

Á vettvangiUngmennin fjögur fundust látin í íbúð í háskólabænum Moscow, skammt frá heimavist háskólans í Idaho þar sem þau stunduðu öll nám.

Lögreglan í Moscow sá tilefni til að senda frá sér tilkynningu þar sem hún varaði við getgátum sem ýta undir hræðslu og geta leitt til dreifingar ósanninda. Á sama tíma sendi lögreglan frá sér aðra tilkynningu þar sem hún sagðist enn vera á höttunum eftir upplýsingum frá almenningi. „Engar upplýsingar eru of litlar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu lögreglu.

Hlaðvörp, Facebook og TikTok

Áhugi á morðmálum er ekki nýr af nálinni en með tilkomu samfélagsmiðla hefur hann breyst. Áhuginn er sýnilegri og upplýsingaflæðið er meira. Á sama tíma er upplýsingaóreiðan meiri. Nú getur nánast hver sem er sett sig í spor rannsóknarlögreglu með auknu upplýsingaflæði og leiðum til að miðla efni. Þar hefur TikTok komið sterkt inn þar sem algóritmi leiðir notendur í gegnum hvert myndskeiðið á fætur öðru, sýndu þeir örlítinn áhuga til að byrja með. 

Sprengingu á áhuga á morðmálum má að hluta til rekja til „true cri­me“-hlaðvarpa þar sem fjallað er um sönn sakamál. Slík njóta gríð­ar­legra vin­sælda og skipta hund­ruð­um, ef ekki þúsundum. Hlaðvarpið sem greiddi götu þeirra er án efa „Serial“, þáttaröð sem fjallar um Adnan Syed, sem var 18 ára þegar hann hlaut lífstíðardóm fyrir morðið á Hae Min Lee, fyrrverandi kærustu sinni, árið 1999. Hann hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu og í fyrra, 23 árum eftir að hann hlaut lífstíðardóm, var hann leystur úr haldi. Upplýsingar sem fram koma í „Serial,“ auk lagabreytingar í Maryland, urðu til þess að dómur yfir Syed var ógiltur.  

„Þetta er það sem við höfum áhuga á“

Mar­grét ræddi þennan breytta veruleika við umfjöllun sakamála við Kjarnann í september 2021 og sagði þróunina ekki koma á óvart. „Heil­inn á okkur er hann­aður til að veita því sem er ógn­væn­legt meiri athygli en því sem er gott og jákvætt. Til að forða okkur frá hættu. Í ljósi hver við erum sem mann­eskjur er þessi áhugi ekk­ert skrýt­inn, þetta er bara meira spenn­andi núna,“ sagði Margrét. 

„Heil­inn á okkur er hann­aður til að veita því sem er ógn­væn­legt meiri athygli en því sem er gott og jákvætt“
Margrét Valdimarsdóttir
doktor í afbrotafræði

Fólk mun nýta samfélagsmiðla í auknum mæli til að tjá sig um sakamál, hjá því verður ekki komist að mati Margrétar. Hún segir mikilvægt að fræða fólk um upplýsingaóreiðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Í öllu flóðinu af upplýsingum sem koma í kjölfar voðaverka verður einhver hluti þeirra líklega alltaf rangur eða misvísandi.“

Það sé þó ástæðulaust að hafa áhyggjur. „Þetta er tæknin og þetta er sam­fé­lag­ið. Þetta er það sem við höfum áhuga á. Þetta er afþrey­ing.“

Íslenska hlaðvarpssenan lætur sitt ekki eftir liggja

Áhuginn á sönnum sakamálum er ekki bundinn við Bandaríkin, síður en svo. Inga Kristjánsdóttir, rithöfundur og stjórnandi hlaðvarpsins Illverk, fjallaði fyrst um morðin í Idaho í nóvember og hefur nú gefið út níu þætti um morðin, þar á meðal tæplega fjögurra klukkustunda þátt þar sem hún fer yfir gang mála. 

Dyggustu hlustendur Illverks ræða málin frekar í Facebook-hópi sem telur yfir 6.000 manns og þar hefur fátt annað komist að síðustu vikur en morðin í Idaho. Auk þess hefur hluti hópsins, um 200 manns, sameinast í spjallþræði á Facebook þar sem morðmálin eru rædd fram og til baka. Búast má við að umræðan þar eigi bara eftir að aukast eftir því sem frekari upplýsingar um morðin koma fram. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
6
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár