Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kventárin

Lóa Hjálm­týs­dótt­ir hreiðr­ar um sig í stell­ing­um sófa­kart­öflu og rýn­ir í Net­flix, bíó­mynd­ina White Noise með Adam Dri­ver í að­al­hlut­verki.

Kventárin

Velkomin í frumraun mína sem sófakartafla. Þar sem ég er annálaður glápisti og get spænt í gegnum Netflix á meðan ég vinn mína dagvinnu, er ég sjálfkjörið mublugrænmeti en þetta gæti líka orðið minn fyrsti og síðasti pistill vegna þess að ég mun að öllum líkindum reyta kvikmyndaáhugafólk og málfræðinga til reiði með ófaglegum vinnubrögðum. Að því sögðu, best að koma sér að verki. Til umfjöllunar að þessu sinni er bíómyndin White Noise á Netflix sem ég valdi bara út af aðalleikaranum.

Samband mitt við Adam Driver hófst fyrir um það bil áratug. Ég sá hann fyrst í þáttunum Girls og þá var ekki aftur snúið. Þar lék hann karakter sem var nákvæmlega sú tegund „hjartaknúsara“ sem ég féll fyrir þegar ég var unglingur: listrænn indígæi, þvalur í lófunum, reykir sígarettur og mætti alveg skella sér í sturtu.

„Ef fólk hreifst af myndinni I'm thinking of ending things, er til í smá undarlegheit og ekki komið með leiða á níunda áratugnum, þá mæli ég heilshugar með þessu.“

Við Adam höfum að vísu ekki hist lengi því ég nennti ekki Star Wars og þorði ekki að horfa á Noah Baumbach-myndina Marriage story. Ástæðan fyrir því er sú að ég var hrædd um að myndin gæti hrint af stað tilvistarkreppu og ég myndi enda fráskilin með brostin augu á Kalda, kvalin af eftirsjá. En við Adam höfum elst, fitnað og vonandi þroskast og nú birtist hann mér á skjánum sem miðaldra háskólaprófessorinn Jack Gladney. Greta Gerwig leikur pillubryðjandi eiginkonuna Babette, sem við fyrstu sýn virðist alsæl í klóm feðraveldisins. Í raunheimum er hún eiginkona Noah Baumbach.

Ég ætlaði að lesa mér til um samstarf og feril Gretu og Noah en slúðurþorstinn og það hvernig andskotans internetið er hannað gerði það að verkum að nú veit ég undarlega mikið um skilnað hans við Jennifer Jason-Leigh en nánast ekkert um ferilinn. Þau okkar sem hafa nostalgískar taugar til níunda áratugarins munu kunna að meta tíðarandann í White Noise sem er byggð á samnefndri bók frá árinu 1985 eftir Don DeLillo. Fjölskyldudýnamíkinni í sögunni eru gerð mjög góð skil og ég man nákvæmlega eftir þessari blöndu af aðsteðjandi ógn, hypochondriu og upplýsingaóreiðu sem einkenndi mörg samtöl þessa tíma. Þá á ég við hluti eins og garnaflækjur og botnlanga fulla af hárum sem frænkur vinkvenna samstarfskonu mömmu áttu að hafa lent í. Flökkusögur dagsins í dag eru að vísu bara búnar að færa sig af stigagöngunum og yfir á Tik-Tok.

Jæja, þetta er farið að hljóma eins og skólaverkefni hjá nemanda sem lærði ekki heima. Ég sver það að ég sá myndina en það er svo erfitt að tala um hana án þess að eyðileggja fyrir öðrum. Ef fólk hreifst af myndinni I'm thinking of ending things, er til í smá undarlegheit og ekki komið með leiða á níunda áratugnum, þá mæli ég heilshugar með þessu. Ekki horfa á trailerinn því það er miklu skemmtilegra að vita til dæmis ekki í hverju prófessorinn hefur sérhæft sig áður en hafist er handa við glápið.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár