Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Efling slítur viðræðum – Verkfallsundirbúningur hefst

Ekki náð­ist sam­an í kjara­við­ræð­um milli Efl­ing­ar stétt­ar­fé­lags og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar sleit við­ræð­un­um í dag eft­ir að Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafn­aði til­boði þeirra frá því á sunnu­dags­kvöld.

Efling slítur viðræðum – Verkfallsundirbúningur hefst
Verkfall framundan Samninganefnd Eflingar sleit kjaraviðræðum við SA í dag. Mynd: Efling

Samninganefnd Eflingar ákvað í hádeginu að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Næstu skref eru að undirbúa verkfallsaðgerðir.

Efling sendi Samtökum atvinnulífsins tilboð að kvöldi sunnudagsins síðasta upp á kjarasamning til fimmtán mánaða. Í samtali við Stundina í gær lýsti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, því að myndu viðsemjendur stéttarfélagsins hafna því tilboði sem grundvelli áframhaldandi viðræðna liti Efling svo á að viðræður væru árangurslausar og því myndi undirbúningur verkfallsaðgerða hefjast, ef svo yrði.

Ljóst er að ekki hefur gengið saman með samningsaðilum á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Stundin hefur reynt að ná tali af Sólveigu Önnu en ekki haft árangur sem erfiði. Þá var Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, upptekinn þegar Stundin náði tali af honum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Maðurinn með fimm milljónit á mánuði dregur ekki fólk í dilka, þeir sem sjá ekki í gegnum þennan frasa hjá honum eru að mínu viti blindir á réttlæti.
    Ég styð Eflingu heilshugar. Tek það sérstaklega fram að mig hefur aldrei skort fé fyrir næstu máltíð.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár