Samninganefnd Eflingar ákvað í hádeginu að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Næstu skref eru að undirbúa verkfallsaðgerðir.
Efling sendi Samtökum atvinnulífsins tilboð að kvöldi sunnudagsins síðasta upp á kjarasamning til fimmtán mánaða. Í samtali við Stundina í gær lýsti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, því að myndu viðsemjendur stéttarfélagsins hafna því tilboði sem grundvelli áframhaldandi viðræðna liti Efling svo á að viðræður væru árangurslausar og því myndi undirbúningur verkfallsaðgerða hefjast, ef svo yrði.
Ljóst er að ekki hefur gengið saman með samningsaðilum á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Stundin hefur reynt að ná tali af Sólveigu Önnu en ekki haft árangur sem erfiði. Þá var Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, upptekinn þegar Stundin náði tali af honum.
Ég styð Eflingu heilshugar. Tek það sérstaklega fram að mig hefur aldrei skort fé fyrir næstu máltíð.