Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

FME telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög við einkavæðinguna

Sátta­ferli á milli Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Ís­lands og Ís­lands­banka er far­ið af stað eft­ir að eft­ir­lit­ið sendi bank­an­um frumnið­ur­stöð­ur sín­ar þess efn­is að lög hafi mögu­lega ver­ið brot­in við einka­væð­ingu 22,5 pró­senta hlut­ar rík­is­ins í bank­an­um á síð­asta ári.

FME telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög við einkavæðinguna
Alvarlegt mál Í tilkynningu Íslandsbanka segir að stjórnendur bankans taki frummati Fjármáleftirlitsins alvarlega. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Fjármálaeftirlitið telur að Íslandsbanki hafi mögulega brotið lög þegar 22,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði á síðasta ári. Sáttaferli á milli bankans og Fjármálaeftirlitsins er hafið, samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka til Kauphallarinnar, sem send var út í kvöld. Litlar upplýsingar koma þó fram í hverju ætluð brot hafi falist en Íslandsbanki var einn af umsjónaraðilum útboðsins sem fram fór á hlutum í bankanum. 

„Stjórnendur bankans taka frummat FME alvarlega. Eins og áður hefur verið greint frá hefur bankinn þegar gert breytingar á innri reglum og ferlum og mun halda slíkri vinnu áfram í sáttarferlinu,“ segir í tilkynningu bankans sem er stutt og gefur engar upplýsingar um hver brotin gætu mögulega verið. 

Fulltrúi bankans segir við Stundina að ekki verði gefið upp hvaða lög voru brotin og ber við að trúnaður sé um sáttaferlið. Fulltrúi Fjármálaeftirlitsins vill heldur ekki veita upplýsingar um hvaða lög eftirlitið telur að hafi mögulega verið brotin. Með vísan í þagnarskyldu tjáir FME sig ekki um málið. Þar með talið um það hvort og þá hvers vegna FME hafi gert kröfu um að ekki yrði greint frá frekari efnisatriðum.

Kjarninn greindi frá því í kvöld að í enskri útgáfu tilkynningarinnar komi fram að Íslandsbanki hafi óskað eftir sáttaferlinu. Það kemur hins vegar ekki fram í íslensku útgáfu tilkynningarinnar, þar sem þó kemur fram að í „frummatinu er athygli vakin á heimildum FME til að leggja á stjórnvaldssektir og ljúka málinu með sátt“. Í ensku útgáfunni er þessu fylgt eftir með orðunum: „FME hefur samþykkt, að beiðni bankans, að hefja sáttaferli.“ Í þeirri íslensku stendur einfaldlega: „Sáttarferli er hafið.“

„Stjórnendur bankans taka frummat FME alvarlega.“
úr tilkynningu Íslandsbanka

Einkavæðingin fór fram í lokuðu útboði þar sem tilteknir aðilar, sem töldust hæfir, stundum kallað fagfjárfestar, gátu keypt hluti ríkisins í bankanum. Það var ólíkt fyrri einkavæðingu á ríkishlutum í bankanum þegar opið útboð fór fram þar sem almenningi bauðst að kaupa hluti, líkt og margir gerðu. Í seinna, lokaða útboðinu, var faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra einn þeirra sem fékk að kaupa hluti. Það sætti sérstakri gagnrýni þar sem Bjarni er sá ráðherra sem fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 

Það er þó ekki bara vera Benedikts Sveinssonar á kaupendalistanum sem hefur sætt gagnrýni. Sú staðreynd að starfsmenn söluaðila útboðsins voru meðal kaupenda hefur sætt gagnrýni og mun vera eitt af því sem Fjármálaeftirlitið hefur haft til rannsóknar. Stundin hefur áður greint frá því að FME rannsaki líka hvernig farið var með skilgreiningu á fagfjárfestum í útboðinu, en fram hefur komið að það hafi í einhverjum tilvikum þótt nægja að fjárfestarnir óskuðu eftir endurskilgreiningu á sjálfum sér. 

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem fjallaði þó takmarkað um þennan þátt einkavæðingarinnar, sagði um þetta: „Að auki var horft til fullyrðinga frá fjárfestunum sjálfum um að þeir teldust hæfir fjárfestar en bankinn þurfti að meta upplýsingar þess efnis sjálfstætt.“

Síðast uppfært klukkan 19.57 með samanburði á enskri og íslenskri tilkynningu Íslandsbanka

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Bjarni Ben fjármála ber mesta ábyrgð á meintum lögbrotum, Bjarni Ben skipar stjórn Bankasýslunnar, sem fól 5-verðbréfabröskurum að hringja í (vini sína) helstu fjármálasóða íslandssögunnar, verðbréfa-braskararnir hafa fengið 400-milljónir fyrir meintan glæp. 8-starfsmenn Íslandsbanka misnotuðu innherja-upplýsingar ásamt verðbréfa-bröskurunum og keyptu sjálfir í lokuðu tilboðsferli ætluðu langtíma-fjárfestum sem myndu verja bankann þegar á móti blæs. Fjármálasóðunum var hleypt inn í miðju sölu-RÁNS-ferlinu, þ.á.m. pabba Bjarna Ben fjármála sem hafði þær skyldur að samþykkja/hafna tilboðum samkvæmt lögum um sölu fjármálafyrirtækja. FME telur ásættanlegt að hefja sáttameðferðar-ferli án þess að FME hafi lagt loka hönd á sína rannsókn, frekar en að vísa þessum meintu fjárglæfrum beint til lögreglu og saksóknara. Þetta er réttarríki Sjálfstæðisflokksinns í hnotskurn.
    1
  • SVB
    Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Hvað er eiginlega í pokahorninu hjá þessari konu?
    0
  • Jack Danielsson skrifaði
    Banki, aka stofnun getur aldrei verið ábyrg fyrir neinu. Það eru alltaf þeir einstaklingar sem stjórna og leggja blessun sína yfir aðgerðir þær sem bankinn er skrifaður fyrir sem eru ábyrgir.
    Þá stjórnendur á að draga fyrir dóm.
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Þetta ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart.

    Enginn mun reynast ábyrgur - frekar en fyrri daginn :-) :-)
    1
  • Anna Thorsteinson skrifaði
    Munum að í skýrslu um bankahrunið kom fram að erlendir fjárfestar voru í langflestum tilfellum íslendingar í skattarskjólum og hinir bankar sem lofað var skjótum gróða ásamt loforði um að geta selt bréfin fljótt aftur og hirt gróðann. Lífeyrissjóðir keyptu svo á hæsta mögulega verði bréfin og lepparnir innan bankanna og lífeyrisjóðanna tóku þátt í þjófnaðinum. Hver skyldi vera foringi ræningjanna nú á dögum þegar Jo Grimson er ekki lengur til staðar
    1
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Verður það málarmyndarsekt eða alvöru ? Meðalsektin sem hér er vísað í er 8.47 milljónir dollara per mál... sem þýðir að Íslandsbanki ætti að fá um milljarð íslenskar í sekt... ja sei sei... fyrr frýs í helvíti.

    Washington D.C., Nov. 15, 2022 —

    The Securities and Exchange Commission today announced that it filed 760 total enforcement actions in fiscal year 2022, a 9 percent increase over the prior year. These included 462 new, or "stand alone," enforcement actions, a 6.5 percent increase over fiscal year 2021; 129 actions against issuers who were allegedly delinquent in making required filings with the SEC; and 169 "follow-on" administrative proceedings seeking to bar or suspend individuals from certain functions in the securities markets based on criminal convictions, civil injunctions, or other orders. The SEC’s stand-alone enforcement actions in fiscal year 2022 ran the gamut of conduct, from "first-of-their-kind" actions to cases charging traditional securities law violations.

    Money ordered in SEC actions, comprising civil penalties, disgorgement, and pre-judgment interest, totaled $6.439 billion, the most on record in SEC history and up from $3.852 billion in fiscal year 2021. Of the total money ordered, civil penalties, at $4.194 billion, were also the highest on record. Disgorgement, at $2.245 billion, decreased by 6 percent from fiscal year 2021. Fiscal year 2022 was the SEC’s second highest year ever in whistleblower awards, in terms of both the number of individuals awarded and the total dollar amounts awarded.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár