Ruben Östlund hóf kvikmyndaferil sinn sem upptökumaður á skíðasvæðum Svíþjóðar og ólst upp á marxísku heimili. Að hans eigin sögn hefur þetta tvennt gert hann að manninum sem hann er í dag.
Östlund hefur unnið ógrynni verðlauna, er vinsæll hjá almenningi og virtur af gagnrýnendum. Síðustu þrjár myndir hans hafa farið sigurför um heiminn og sú nýjasta, Sorgarþríhyrningurinn, sérstaklega. Óhætt er að segja að það sé ekkert meira að frétta í Evrópu akkúrat núna en Ruben Östlund.
Á tímum þar sem karlkyns snillingurinn á undir högg að sækja, það er að segja á efsta yfirborði frjálslyndrar umræðu, skammast ég mín ekki fyrir að viðurkenna að ég er veikur fyrir honum. Hef alltaf verið og mun líklegast alltaf vera. Werner Herzog, Kanye West, Emmanuel Carrere, Andre 3000, Milan Kundera, Ruben Östlund? Þetta eru mínir menn og ég brosi þegar ég hugsa um þá.
Sýn mín á þá er þó ekki svo …
Athugasemdir