Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bíó Tvíó snýr aftur

Hlað­varp­ið um ís­lensk­ar kvik­mynd­ir hef­ur aft­ur göngu sína á Stund­inni með að­stoð Kvik­mynda­safns Ís­lands. Viku­leg­ir auka­þætt­ir um ís­lensk­ar heim­ild­ar­mynd­ir, stutt­mynd­ir og sjón­varps­þætti verða einnig í boði.

Bíó Tvíó snýr aftur
Bíó Tvíó Þau Andrea og Steindór eru komin langt með að horfa á hverja einustu kvikmynd Íslandssögunnar, nú síðast Ölmu frá 2021.

Bíó Tvíó, hlaðvarpið um íslenskar kvikmyndir, hefur aftur göngu sína með vikulegum þáttum hér á Stundinni. Stjórnendur hafa sett sér það markmið að fjalla um hverja einustu kvikmynd Íslandssögunnar og eru langt komin áleiðis nú þegar þáttur númer 218 er kominn í loftið.

Nýjasti þátturinn fjallar um kvikmyndina Ölmu sem kom út árið 2021 í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Stjórnendur Bíó Tvíó eru Andrea Björk Andrésdóttir og Steindór Grétar Jónsson sem hafa séð um þættina síðan þeir hófu göngu sína árið 2016.

Andrea Björk AndrésdóttirHlaðvarpið Bíó Tvíó fjallar um sjaldgæfa sci-fi frumraun Óskars Jónassonar í aukaþætti.

„Við héldum upphaflega að þetta yrðu um 200 myndir sem við gætum klárað með vikulegum þáttum á nokkrum árum, en svo eru alltaf að koma út nýjar íslenskar kvikmyndir,“ segir Andrea Björk. „Svo eru sumar myndir óaðgengilegar, bæði gamlar og jafnvel nýjar. Við erum mjög þakklát Kvikmyndasafni Íslands fyrir að hjálpa okkur að nálgast sumar af þeim sem er erfitt að finna annars staðar.“

Til viðbótar þáttunum vef Stundarinnar munu stjórnendur bjóða vikulega aukaþætti, Bónus Tvíó, sem hægt er að nálgast á Patreon síðu stjórnenda. „Við ætlum að fjalla um íslenskar heimildarmyndir, stuttmyndir og sjónvarpsefni, alls konar skemmtilegt sem hlustendur þáttanna hafa kallað eftir,“ segir Andrea. „Fyrsti þátturinn fjallar um frumraun Óskars Jónassonar leikstjóra, tilraunakennda sci-fi stuttmynd sem heitir Oxsmá plánetan og var gerð af pönkabilly-listahópnum Oxsmá árið 1983.“

Þætti Bíó Tvíó má nálgast hér á Stundinni og í öllum helstu hlaðvarpsveitum og aukaþættina Bónus Tvíó má finna á Patreon.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár