Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Alma frysti leiguna hjá fólki og vísaði til samfélagslegrar ábyrgðar

Leigu­fé­lag­ið Alma frysti leig­una hjá leigj­end­um sín­um um mitt ár á grund­velli að­stæðna í sam­fé­lag­inu. Fé­lag­ið sagði að fryst­ing­in gilti út þetta ár. Alma hef­ur nú boð­að stíf­ar hækk­an­ir á nýj­um leigu­samn­ing­um þrátt fyr­ir að að­stæð­ur í sam­fé­lag­inu hafi ekki breyst frá miðju ári.

Alma frysti leiguna hjá fólki og vísaði til samfélagslegrar ábyrgðar
Frystu á miðju ári en hækka níu Leigufélagið Alma frysti leiguna hjá leigjendum sínum um mitt ár en stífar hækkanir taka gildi hjá einhverjum leigjendum þess á nýja árinu. Hér eru þrír af eigendunum: Gunnar, Eggert og Halldór Gíslasynir.

Alma leigufélag ákvað um mitt ár að frysta leiguna sem félagið innheimtir hjá leigutökum sínum út þetta ár og vísaði fyrirtækið til samfélagslegra aðstæðna. Þessi frysting átti við um nýja leigusamninga sem fyrirtækið gerði við leigjendur sína þegar eldri samningar runnu út. Í tilkynningu frá fyrirtækinu sagði: „Stjórn Ölmu íbúðafélags hf. hefur tekið ákvörðun um að frá og með morgundeginum og út árið 2022 verði endurnýjaðir leigusamningar ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Mikil óvissa er uppi um þróun efnahagsmála á Íslandi og í heiminum öllum á næstu misserum. Með þessari aðgerð vill stjórn Ölmu íbúðafélags koma til móts við leigutaka fyrirtækisins og auka fyrirsjáanleika í útgjöldum þeirra á þessu og næsta ári.

Frystingin hjá Ölmu kom eftir meðal annars þrýsting frá launþegahreyfingunni, eins og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Björnfríður Þórðardóttir skrifaði
    Aumkunarvert þessi fjölskylda sem á meira enn nóg og vill meira á kostnað þeirra sem minnst hafa .... þyngra enn tárum taki - 77 ára kona með undir 300.000 kr fékk boð um hækkun leigu í febrúar - ellilífeyrisþega og laun duga ekki fyrir leigu eftir hækkun - hún skipti um íbúð í sumar vegna heilsubrest fór af 3 hæð niður á fyrstu og þótt íbúðin væri laus þurfti hún klára að borga eldri íbúð og byrja borga af hinni .....þetta er svo omanneskjulegt sem það getur orðið - vona að karma taki í þessi systkini
    0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Mikilvægt er að leigjendur sem vilja framlengja leigusamning ÁN ÞESS AÐ LEIGUVERÐ HÆKKI, nýti sér þann rétt sem þeir eiga til þess samkvæmt húsaleigulögum:

    1. mgr. 51. gr.: "Leigjandi íbúðarhúsnæðis skal að umsömdum leigutíma loknum hafa forgangsrétt til leigu þess, svo fremi sem húsnæðið er falt til áframhaldandi leigu í a.m.k. eitt ár."

    1. mgr. 52. gr.: "Vilji leigjandi nota sér forgangsrétt skv. 1. mgr. 51. gr. skal hann tilkynna leigusala það skriflega og með sannanlegum hætti a.m.k. þremur mánuðum áður en leigusamningurinn rennur út við lok uppsagnarfrests eða við lok umsamins leigutíma. ..."

    1. mgr. 53. gr.: "Þegar samningur er endurnýjaður samkvæmt ákvæðum 51. og 52. gr. skal leigufjárhæðin vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Líkur eru fyrir því að sú leigufjárhæð, sem áður gilti, sé sanngjörn og verður sá sem vefengir það að sýna fram á annað. ..."

    Við þetta má bæta að telji leigjandi fjárhæð leiguverðs ósanngjarna er hægt að kæra hana til kærunefndar húsamála og ef um er að ræða framlengingu leigu á grundvelli forgangsréttar þyrfti leigusali þá að rökstyðja sérstaklega hækkun á leigufjárhæð og færa sönnur á nauðsyn hennar. Frá og með áramótum þarf slík kæra að berast kærunefndinni innan þriggja mánaða frá gildistöku leigusamnings eða samkomulags sem gert er síðar á leigutíma um breytingu á leigufjárhæð, en að öðrum kosti teljast aðilar leigusamnings una ákvörðun leigufjárhæðar.

    Nánari leiðbeininga er m.a. hægt að leita hjá Hagsmunasamtökum heimilanna.

    Leigjendur: verið á varðbergi og nýtið ykkur þann rétt sem þið eigið!
    1
    • Mummi! Þessi lög hef ég einmitt kynnt mér og ég sem leigusali hef haft þau til hliðsjónar gagnvart mínum leigusamningum síðan 2015
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Leigufélagið Alma

Leigufélagið Alma vill sækja þriggja milljarða fjármögnun
FréttirLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma vill sækja þriggja millj­arða fjár­mögn­un

Alma leigu­fé­lag held­ur áfram að bjóða fjár­fest­um upp á skulda­bréf og víxla til að fjár­magna fé­lag­ið. Stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins, Gunn­ar Þór Gísla­son, hef­ur sagt að snið­ganga líf­eyr­is­sjóða á fé­lag­inu grafi und­an hús­næð­is­mark­aðn­um en Alma hef­ur reynt að fá þá til að fjár­festa í fé­lag­inu. Formað­ur VR. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, er á önd­verð­um meiði og seg­ir líf­eyr­is­sjóð­ina eiga að snið­ganga Ölmu.
Leigufélagið Alma stærir sig af samfélagslegri ábyrgð og segir ávinning hluthafa og almennings fara saman
GreiningLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma stær­ir sig af sam­fé­lags­legri ábyrgð og seg­ir ávinn­ing hlut­hafa og al­menn­ings fara sam­an

Í nýj­um árs­reikn­ingi Leigu­fé­lags­ins Ölmu svar­ar fé­lag­ið fyr­ir leigu­verðs­hækk­an­ir sín­ar. Fé­lag­ið und­ir­strik­ar að það sé sam­fé­lags­lega ábyrgt og rök­styð­ur að hækk­an­ir leigu­verðs séu stund­um bæði eðli­leg­ar og óhjá­kvæmi­leg­ar. Fé­lag­ið hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnt fyr­ir ok­ur.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Þúsund verðtryggðir leigusamningar skila Ölmu 230 milljónum á mánuði
GreiningLeigufélagið Alma

Þús­und verð­tryggð­ir leigu­samn­ing­ar skila Ölmu 230 millj­ón­um á mán­uði

Leigu­fé­lag­ið Alma hef­ur um eitt þús­und heim­ili til út­leigu til ein­stak­linga. Íbúð­irn­ar eru að­al­lega stað­sett­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesj­um; um 800 íbúð­ir. Í hverj­um mán­uði tikka 220 millj­ón­ir inn í kass­ann vegna þess­ara íbúða, auk þess sem virði þeirra hef­ur vax­ið veru­lega á síð­ustu ár­um. Nær all­ir samn­ing­ar Ölmu við ein­stak­linga eru verð­tryggð­ir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár