Alma leigufélag ákvað um mitt ár að frysta leiguna sem félagið innheimtir hjá leigutökum sínum út þetta ár og vísaði fyrirtækið til samfélagslegra aðstæðna. Þessi frysting átti við um nýja leigusamninga sem fyrirtækið gerði við leigjendur sína þegar eldri samningar runnu út. Í tilkynningu frá fyrirtækinu sagði: „Stjórn Ölmu íbúðafélags hf. hefur tekið ákvörðun um að frá og með morgundeginum og út árið 2022 verði endurnýjaðir leigusamningar ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Mikil óvissa er uppi um þróun efnahagsmála á Íslandi og í heiminum öllum á næstu misserum. Með þessari aðgerð vill stjórn Ölmu íbúðafélags koma til móts við leigutaka fyrirtækisins og auka fyrirsjáanleika í útgjöldum þeirra á þessu og næsta ári.“
Frystingin hjá Ölmu kom eftir meðal annars þrýsting frá launþegahreyfingunni, eins og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður …
1. mgr. 51. gr.: "Leigjandi íbúðarhúsnæðis skal að umsömdum leigutíma loknum hafa forgangsrétt til leigu þess, svo fremi sem húsnæðið er falt til áframhaldandi leigu í a.m.k. eitt ár."
1. mgr. 52. gr.: "Vilji leigjandi nota sér forgangsrétt skv. 1. mgr. 51. gr. skal hann tilkynna leigusala það skriflega og með sannanlegum hætti a.m.k. þremur mánuðum áður en leigusamningurinn rennur út við lok uppsagnarfrests eða við lok umsamins leigutíma. ..."
1. mgr. 53. gr.: "Þegar samningur er endurnýjaður samkvæmt ákvæðum 51. og 52. gr. skal leigufjárhæðin vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Líkur eru fyrir því að sú leigufjárhæð, sem áður gilti, sé sanngjörn og verður sá sem vefengir það að sýna fram á annað. ..."
Við þetta má bæta að telji leigjandi fjárhæð leiguverðs ósanngjarna er hægt að kæra hana til kærunefndar húsamála og ef um er að ræða framlengingu leigu á grundvelli forgangsréttar þyrfti leigusali þá að rökstyðja sérstaklega hækkun á leigufjárhæð og færa sönnur á nauðsyn hennar. Frá og með áramótum þarf slík kæra að berast kærunefndinni innan þriggja mánaða frá gildistöku leigusamnings eða samkomulags sem gert er síðar á leigutíma um breytingu á leigufjárhæð, en að öðrum kosti teljast aðilar leigusamnings una ákvörðun leigufjárhæðar.
Nánari leiðbeininga er m.a. hægt að leita hjá Hagsmunasamtökum heimilanna.
Leigjendur: verið á varðbergi og nýtið ykkur þann rétt sem þið eigið!