Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bændasamtökin segja kaup á bújörðum sambærileg við kaup ungs fólks á íbúðum

Bænda­sam­tök Ís­lands vilja að heim­ilt verði að nýta sér­eign­ar­sparn­að til kaupa á bújörð­um enda sé fólk með því að „eign­ast húsa­skjól fyr­ir sig og fjöl­skyldu sína“. Staða ungs fólks sem vilji hefja bú­skap sé „í mörgu sam­bæri­leg við stöðu ungs fólks vegna kaupa á fyrstu íbúð.“

Bændasamtökin segja kaup á bújörðum sambærileg við kaup ungs fólks á íbúðum
Jákvæð áhrif á fæðuöryggið Bændasamtök Íslands telja að með nýtingu séreignarsparnaðar til kaupa á bújörðum verði byggt undir búskap í landinu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bændasamtök Íslands vilja að heimilt verði að nýta séreignarsparnað til kaupa á bújörðum, rétt eins og til kaupa á fyrstu íbúð. Í rökstuðningi samtakanna þar að lútandi segir að „staða þess unga fólks sem vill hefja búskap er í mörgu sambærileg við stöðu ungs fólks vegna kaupa á fyrstu íbúð“.

Samtökin setja þessa röksemdafærslu fram í umsögn sinni um drög að reglugerð um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Þeirri reglugerð er ætlað að koma í stað gildandi reglugerðar um ráðstöfun séreignarsparnaðar vegna slíkra kaupa. Sú reglugerð er sett með stoðum í lögum um stuðning við fyrstu íbúðar kaupendur sem tóku gildi árið 2017.

Í reglugerðardrögunum er skilgreint að með íbúð sé átt við fasteign sem skráð er íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Sömuleiðis er þar tilgreint að heimild til nýtingar nái til kaupa á íbúðarhúsnæði eða nýbyggingar þess, en nái „ekki til kaupa á lóð“ auk annars sem tilgreint er.

Í umsögn Bændasamtakanna er því sem fyrr segir haldið fram að staða ungs fólks sem vilji hefja búskap sé um margt sambærileg stöðu fólk sem er að koma þaki yfir höfuð sér. Er það rökstutt með þeim hætti að í báðum tilvikum sá um að ræða aðgerðir fólks „til að eignast húsaskjól fyrir sig og fjölskyldu sína.“

Bændasamtökin rekja að staða þeirra sem hefja vilji búskap hafi verið erfið þar sem kröfur hafi verið um hátt eiginfjárhlutfall við kaup á bújörðum. Því sé þörf á að stjórnvöld gæti þess að ívilnandi aðgerðir nýtist öllum sambærilegum hópum „á grundvelli sjónarmiða um jafnræði“. Auk þess ættu aðgerðir af þessu tagi að samræmast byggða- og atvinnustefnu um allt land og þá væri, ef tekið yrði tillit til athugasemda Bændasamtakanna, byggt undir að búskap yrði viðhaldið með jákvæðum áhrifum á fæðuöryggi þjóðarinnar, eins og segir í umsögninni.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár