Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fannst ég aftur eiga heima

Síð­ustu jól voru önn­ur jól Eyad Awwadawn­an á Ís­landi. Hér finnst hon­um hann vel­kom­inn og eiga heima, eft­ir að hafa skil­ið líf sitt og drauma eft­ir þeg­ar hann flúði Sýr­land.

Fannst ég aftur eiga heima

Þetta eru önnur jólin mín á Íslandi. Síðustu jól voru það sem þið Íslendingar kallið rauð jól, ólíkt því sem virðist ætla að verða núna. Eftir jólin í fyrra snjóaði samt gríðarmikið í febrúar. Allt varð svo hvítt. Það var mér nýlunda. 

Ég kom til Íslands þann 3. nóvember í fyrra, í nístandi kulda. Ég var að koma frá Grikklandi þar sem ég hafði dvalið í flóttamannabúðum í fjögur ár. Þar getur vissulega snjóað en ekkert í líkingu við það sem gerist hér á landi. Í Sýrlandi, heimalandi mínu, snjóar heldur ekki að jafnaði. Það er ekki nema ein borg í landinu þar sem segja má að það geti komið alvöru snjór, Swaida í suðvesturhluta landsins. Fólk fagnar því sérstaklega þegar snjóar þar.

„Ég skildi líf mitt eftir þegar ég flúði Sýrland, drauma mína og þrár“

Það er vond reynsla, erfið upplifun, að þurfa að leita sér hælis, að vera á flótta. Ef ég gæti breytt einhverju þá myndi ég vilja breyta því sem gerðist árið 2011, þegar borgarastyrjöldin braust út í Sýrlandi. Styrjöldin sem olli því að ég varð að flýja heimaland mitt. Ég skildi líf mitt eftir þegar ég flúði Sýrland, drauma mína og þrár.

Það var fyrst eftir að ég kom hingað, til Íslands, að mér fannst sem ég tilheyrði aftur, að ég ætti einhvers staðar heima. Annars staðar leið mér ekki þannig, ég fann ekki fyrir öryggi.

Það skiptir ekki máli hvar þú ert hverju sinni, það sem skiptir máli er hvernig þú finnur þig í samfélaginu. Hvort þú sért boðinn velkominn eða ekki. Það skiptir engu máli þó að það sé munur á menningu, þó að fólk tali ekki sama tungumálið, bara ef við virðum hvert annað. Og hér á landi finnst mér ég velkominn, hér á landi er komið fram við mig sem jafningja, af virðingu. Ég verð að segja að ég elska þetta land og ég elska fólkið.

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár