Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Prentsmiðjubærinn og hvalveiðarnar

Ás­geir H. Ing­ólfs­son heim­sótti prent­bæ­inn Leck, þar sem flest­ar ís­lensk­ar bæk­ur eru prent­að­ar fyr­ir jól­in.

Prentsmiðjubærinn og hvalveiðarnar

Hvar verða íslenskar bækur til? Í 101 Reykjavík? Á Vestfjörðum? Eða í smáþorpi sem þið hafið aldrei heyrt um, þar sem krakkarnir hanga á bensínstöðinni og foreldrarnir vinna flestir í bókabransanum?

„Venjulega fer fólk héðan – en það koma flestir aftur. Ég er fæddur hér, fór til Berlínar en kom svo aftur. Margir hafa unnið hérna í áratugi,“ segir Olaf Klindt mér, en hann er starfsmaður CPI prentsmiðjunnar í Leck, þar sem flestar íslenskar bækur eru prentaðar fyrir þessi jól.

Leck er 7.000 manna bær í Norður-Fríslandi í Þýskalandi, rétt við dönsku landamærin, og þar er prentsmiðjan stærsti vinnuveitandinn, með um 500 starfsmenn. „Eftir stríðið var allt í rúst. Þá var frægur útgefandi í Hamborg að leita sér að góðri prentvél og sú næsta sem hann fann var hérna í Leck. Svo stækkaði þetta bara.“

Unga fólkið fer til Hamborgar, Kiel eða Flensborgar til að skemmta sér og þar búa einnig margir starfsmenn. Þetta svæði, rétt við dönsku landamærin, er mekka þýska handboltans og ófáir íslenskir handboltamenn hafa spilað þar, ekki langt frá staðnum þar sem jólagjafir bókelskra íslenskra handboltamanna eru prentaðar. Og það er fleira líkt með Leck og Íslandi.

„Hér eru meira og minna allir skyldir. Sem er stundum gott og stundum skrítið,“ segir Olaf og bendir mér líka á að á nálægum eyjum hafi lengi verið stundaðar hvalveiðar – og að í Leck sé svokallað Fiskhús, enda hafi þetta verið hafnarbær sem tók við víkingaskipum á sínum tíma, þótt nú sé bærinn langt inni í landi, svo mjög hafi landslag breyst á svæðinu síðasta árþúsundið.

„Svo er hér sérstakur slóði, Der Oxenveg, sem liggur frá Skandinavíu til Suður-Þýskalands, og hér var mikið markaðstorg fyrir nautgripi og sauðfé,“ segir Olaf mér og ég sé strax fyrir mér tenginguna frá kálfskinnshandritum í prentgripi nútímans.

Þetta er sannarlega alþjóðleg prentsmiðja, sem prentar fyrir Ástralíu, Kanada, Víetnam og ótal lönd fleiri. En hvernig er leiðin til Íslands fyrir blessaðar bækurnar? „Þetta eru um tvær vikur í framleiðslu og ein vika að ferma bækurnar til Íslands. Aðalmálið er að ná Norrænu – ef þú nærð henni ekki þarftu að bíða í viku í viðbót,“ segir Olaf mér að lokum og ég vil ekki trufla hann lengur svo jólagjöfin mín komist nú örugglega tímanlega í ferjuna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár