Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Prentsmiðjubærinn og hvalveiðarnar

Ás­geir H. Ing­ólfs­son heim­sótti prent­bæ­inn Leck, þar sem flest­ar ís­lensk­ar bæk­ur eru prent­að­ar fyr­ir jól­in.

Prentsmiðjubærinn og hvalveiðarnar

Hvar verða íslenskar bækur til? Í 101 Reykjavík? Á Vestfjörðum? Eða í smáþorpi sem þið hafið aldrei heyrt um, þar sem krakkarnir hanga á bensínstöðinni og foreldrarnir vinna flestir í bókabransanum?

„Venjulega fer fólk héðan – en það koma flestir aftur. Ég er fæddur hér, fór til Berlínar en kom svo aftur. Margir hafa unnið hérna í áratugi,“ segir Olaf Klindt mér, en hann er starfsmaður CPI prentsmiðjunnar í Leck, þar sem flestar íslenskar bækur eru prentaðar fyrir þessi jól.

Leck er 7.000 manna bær í Norður-Fríslandi í Þýskalandi, rétt við dönsku landamærin, og þar er prentsmiðjan stærsti vinnuveitandinn, með um 500 starfsmenn. „Eftir stríðið var allt í rúst. Þá var frægur útgefandi í Hamborg að leita sér að góðri prentvél og sú næsta sem hann fann var hérna í Leck. Svo stækkaði þetta bara.“

Unga fólkið fer til Hamborgar, Kiel eða Flensborgar til að skemmta sér og þar búa einnig margir starfsmenn. Þetta svæði, rétt við dönsku landamærin, er mekka þýska handboltans og ófáir íslenskir handboltamenn hafa spilað þar, ekki langt frá staðnum þar sem jólagjafir bókelskra íslenskra handboltamanna eru prentaðar. Og það er fleira líkt með Leck og Íslandi.

„Hér eru meira og minna allir skyldir. Sem er stundum gott og stundum skrítið,“ segir Olaf og bendir mér líka á að á nálægum eyjum hafi lengi verið stundaðar hvalveiðar – og að í Leck sé svokallað Fiskhús, enda hafi þetta verið hafnarbær sem tók við víkingaskipum á sínum tíma, þótt nú sé bærinn langt inni í landi, svo mjög hafi landslag breyst á svæðinu síðasta árþúsundið.

„Svo er hér sérstakur slóði, Der Oxenveg, sem liggur frá Skandinavíu til Suður-Þýskalands, og hér var mikið markaðstorg fyrir nautgripi og sauðfé,“ segir Olaf mér og ég sé strax fyrir mér tenginguna frá kálfskinnshandritum í prentgripi nútímans.

Þetta er sannarlega alþjóðleg prentsmiðja, sem prentar fyrir Ástralíu, Kanada, Víetnam og ótal lönd fleiri. En hvernig er leiðin til Íslands fyrir blessaðar bækurnar? „Þetta eru um tvær vikur í framleiðslu og ein vika að ferma bækurnar til Íslands. Aðalmálið er að ná Norrænu – ef þú nærð henni ekki þarftu að bíða í viku í viðbót,“ segir Olaf mér að lokum og ég vil ekki trufla hann lengur svo jólagjöfin mín komist nú örugglega tímanlega í ferjuna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár