Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Prentsmiðjubærinn og hvalveiðarnar

Ás­geir H. Ing­ólfs­son heim­sótti prent­bæ­inn Leck, þar sem flest­ar ís­lensk­ar bæk­ur eru prent­að­ar fyr­ir jól­in.

Prentsmiðjubærinn og hvalveiðarnar

Hvar verða íslenskar bækur til? Í 101 Reykjavík? Á Vestfjörðum? Eða í smáþorpi sem þið hafið aldrei heyrt um, þar sem krakkarnir hanga á bensínstöðinni og foreldrarnir vinna flestir í bókabransanum?

„Venjulega fer fólk héðan – en það koma flestir aftur. Ég er fæddur hér, fór til Berlínar en kom svo aftur. Margir hafa unnið hérna í áratugi,“ segir Olaf Klindt mér, en hann er starfsmaður CPI prentsmiðjunnar í Leck, þar sem flestar íslenskar bækur eru prentaðar fyrir þessi jól.

Leck er 7.000 manna bær í Norður-Fríslandi í Þýskalandi, rétt við dönsku landamærin, og þar er prentsmiðjan stærsti vinnuveitandinn, með um 500 starfsmenn. „Eftir stríðið var allt í rúst. Þá var frægur útgefandi í Hamborg að leita sér að góðri prentvél og sú næsta sem hann fann var hérna í Leck. Svo stækkaði þetta bara.“

Unga fólkið fer til Hamborgar, Kiel eða Flensborgar til að skemmta sér og þar búa einnig margir starfsmenn. Þetta svæði, rétt við dönsku landamærin, er mekka þýska handboltans og ófáir íslenskir handboltamenn hafa spilað þar, ekki langt frá staðnum þar sem jólagjafir bókelskra íslenskra handboltamanna eru prentaðar. Og það er fleira líkt með Leck og Íslandi.

„Hér eru meira og minna allir skyldir. Sem er stundum gott og stundum skrítið,“ segir Olaf og bendir mér líka á að á nálægum eyjum hafi lengi verið stundaðar hvalveiðar – og að í Leck sé svokallað Fiskhús, enda hafi þetta verið hafnarbær sem tók við víkingaskipum á sínum tíma, þótt nú sé bærinn langt inni í landi, svo mjög hafi landslag breyst á svæðinu síðasta árþúsundið.

„Svo er hér sérstakur slóði, Der Oxenveg, sem liggur frá Skandinavíu til Suður-Þýskalands, og hér var mikið markaðstorg fyrir nautgripi og sauðfé,“ segir Olaf mér og ég sé strax fyrir mér tenginguna frá kálfskinnshandritum í prentgripi nútímans.

Þetta er sannarlega alþjóðleg prentsmiðja, sem prentar fyrir Ástralíu, Kanada, Víetnam og ótal lönd fleiri. En hvernig er leiðin til Íslands fyrir blessaðar bækurnar? „Þetta eru um tvær vikur í framleiðslu og ein vika að ferma bækurnar til Íslands. Aðalmálið er að ná Norrænu – ef þú nærð henni ekki þarftu að bíða í viku í viðbót,“ segir Olaf mér að lokum og ég vil ekki trufla hann lengur svo jólagjöfin mín komist nú örugglega tímanlega í ferjuna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár