Myndband og myndir sem teknar voru í þjónustuskipi hjá Löxum fiskeldi í Reyðarfirði um haustið og veturinn árið 2020 sýna lifandi og dauða eldislaxa sem höfðu verið fjarlægðir úr sjókvíum fyrirtækisins í firðinum vegna vetrarsára. Á síðustu mánuðum ársins 2020 kólnaði sjórinn þar sem umræddar sjókvíar eru mjög hratt sem leiddi til þess að Laxar lentu í erfiðleikum með vetrarsár á eldislöxum og þurftu starfsmenn fyrirtækisins að fjarlægja mikinn fjölda fiska.
Þessi staða kom upp um haustið - fyrstu myndirnar eru frá 1. október - og var ástandið í kvíunum erfitt vegna þess út árið en flestar myndanna sem Stundin hefur undir höndum voru teknar í desember árið 2020. Um er að ræða myndir frá einungis einu kvíastæði í Reyðarfirði en laxar reka þar þrjú eldisstæði: Bjarg, Gripaldi og Sigmundarhús. Samkvæmt heimildum Stundarinnar fjarlægðu starfsmenn 8 til 10 kör af sárugum og dauðum fiski á hverjum degi úr kvíunum á …
Þetta er nú meira ruglið Jens Garðar !
Búfé getur komið sér í skjól í frosthörkum, það geta fiskarnir ekki.