Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Myndir frá Reyðarfirði sýna stórfellt tjón og laxadauða vegna vetrarsára

Eld­islax­ar drep­ast í stór­um stíl vegna vetr­arsára í sjókví­um við Ís­land. Mynd­ir frá Löx­um í Reyð­ar­firði sýna kör sem eru full af dauð­um löx­um í lok árs 2020. Jens Garð­ar Helga­son fram­kvæmda­stjóri Laxa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi lent í erf­ið­leik­um vegna vetr­arsára ár­ið 2020 en að unn­ið hafi ver­ið að úr­bót­um til að koma í veg fyr­ir þetta. 8 til 10 kör af sárug­um fiski voru fyllt á hverj­um degi og hann var not­að­ur í dýra­fóð­ur.

Myndir frá Reyðarfirði sýna stórfellt tjón og laxadauða vegna vetrarsára
Laxadauði vegna vetrarsára Myndir og myndbönd af eldislöxum hjá Löxum fiskeldi á Reyðarfirði frá árinu sýna kör full af sárugum fiskum. Jens Garðar Helgason er framkvæmdastjóri Laxa.

Myndband og myndir sem teknar voru í þjónustuskipi hjá Löxum fiskeldi í Reyðarfirði um haustið og veturinn árið 2020 sýna lifandi og dauða eldislaxa sem höfðu verið fjarlægðir úr sjókvíum fyrirtækisins í firðinum vegna vetrarsára. Á síðustu mánuðum ársins 2020 kólnaði sjórinn þar sem umræddar sjókvíar eru mjög hratt sem leiddi til þess að Laxar lentu í erfiðleikum með vetrarsár á eldislöxum og þurftu starfsmenn fyrirtækisins að fjarlægja mikinn fjölda fiska.

Þessi staða kom upp um haustið - fyrstu myndirnar eru frá 1. október - og var ástandið í kvíunum erfitt vegna þess út árið en flestar myndanna sem Stundin hefur undir höndum voru teknar í desember árið 2020. Um er að ræða myndir frá einungis einu kvíastæði í Reyðarfirði en laxar reka þar þrjú eldisstæði: Bjarg, Gripaldi og Sigmundarhús. Samkvæmt heimildum Stundarinnar fjarlægðu starfsmenn 8 til 10 kör af sárugum og dauðum fiski á hverjum degi úr kvíunum á …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigríður Björnsdóttir skrifaði
    Eru laxarnir settir lifandi í körin og látnir deyja þar? Fyrirgefið þið en ég hélt að það þyrfti að drepa laxinn áður en hann er settur í körin. Ég er hætt að kaupa eldislax því síðasti reykti eldislax sem ég keypti var löðrandi í olíu og ediki. Var edik notað til að fela vont hráefni?
    0
  • Þórdís Ólafsdóttir skrifaði
    Skelfilegt hætta þessu strax.
    0
  • Thora Bergny skrifaði
    „Við erum með mikla vöktun og eftirlit með velferð fiskanna okkar. Það er í fyrsta forgangi hjá okkur, eins og öllum öðrum bændum, það er velferð dýranna okkar.“
    Þetta er nú meira ruglið Jens Garðar !
    0
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Þetta fiskeldi er hreinasti viðbjóður hvernig sem á það er litið
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Vetrarsár" Skemmtilegt nýyrði. Hvað skyldi verða sagt eða gert ef búfénaður króknaði af vetrarsárum? Forstjórinn virðist telja vetrarsárin sjálfsagðan hlut, við honum sé ekkert hægt að gera.
    Búfé getur komið sér í skjól í frosthörkum, það geta fiskarnir ekki.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár