Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Stjórnvöld lofa að hækka bæði húsnæðis- og barnabætur

Stjórn­völd kynntu að­gerð­ir sín­ar í tengsl­um við gerð nýrra kjara­samn­inga fyr­ir stór­an hluta launa­fólks. Fleiri koma til með að fá barna­bæt­ur og hús­næð­is­bæt­ur hækka.

Stjórnvöld lofa að hækka bæði húsnæðis- og barnabætur
Katrín fagnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði því að samningar hefðu náðst við stóran hluta launafólks. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Forsvarsfólk ríkisstjórnarinnar kynnti í dag aðgerðir sem ráðast á í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Samningar náðust í dag á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Landssambands íslenskra verzlunarmanna og samflots iðnaðarmanna og tæknifólks hins vegar í morgun. Þegar hafði Starfsgreinasambandið, utan Eflingar, náð samningum. 

Aðgerðirnar sem stjórnvöld lofa að fara í snúa fyrst og fremst að húsnæðismálum og barnabótakerfinu. 

Fjölga á nýjum íbúðum um allt land, bæði til kaups og leigu. Þetta á að nást með rammasamkomulagi um uppbyggingu íbúða næstu 10 árin, sem felur í sér aukið lóðaframboð og fjárstuðning til að tryggja íbúðauppbyggingu. Ríkið ætlar að leggja fram fjögurra milljóna króna stofnframlag sem á að fara í aukningu á framboði íbúða á viðráðanlegu verði í almenna íbúðakerfinu.

Þá ætla stjórnvöld að hækka húsnæðisbætur til leigjenda um 13,8 prósent og hækka tekjuskerðingamörk bótanna um 7,4 prósent. Eignaskerðingamörk vaxtabóta munu hækka um 50 prósent í byrjun næsta árs, samkvæmt kynningu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Dæmigert... henda meiri pening í málið en leysa það ekki. Hærri bætur verða bara teknar burt með hærri vöxtum og hækkun kostnaðar. Sem er auðvitað bara að pissa í skóinn sinn. En alvöruaðgerðir í húsnæðismálum .. bæði nýbyggingum, lækkun á kostnaði og stöðvun á auðsöfnun auðmanna og stofnana með sinking fund hringekjunni sem þeir hafa búið sér til .... er ekki á boðstólum. Dæmið er nefnilega klassískt sinking fund fraud.. eins og allir sjá sem skoða ...follow the money.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár