Forsvarsfólk ríkisstjórnarinnar kynnti í dag aðgerðir sem ráðast á í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Samningar náðust í dag á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Landssambands íslenskra verzlunarmanna og samflots iðnaðarmanna og tæknifólks hins vegar í morgun. Þegar hafði Starfsgreinasambandið, utan Eflingar, náð samningum.
Aðgerðirnar sem stjórnvöld lofa að fara í snúa fyrst og fremst að húsnæðismálum og barnabótakerfinu.
Fjölga á nýjum íbúðum um allt land, bæði til kaups og leigu. Þetta á að nást með rammasamkomulagi um uppbyggingu íbúða næstu 10 árin, sem felur í sér aukið lóðaframboð og fjárstuðning til að tryggja íbúðauppbyggingu. Ríkið ætlar að leggja fram fjögurra milljóna króna stofnframlag sem á að fara í aukningu á framboði íbúða á viðráðanlegu verði í almenna íbúðakerfinu.
Þá ætla stjórnvöld að hækka húsnæðisbætur til leigjenda um 13,8 prósent og hækka tekjuskerðingamörk bótanna um 7,4 prósent. Eignaskerðingamörk vaxtabóta munu hækka um 50 prósent í byrjun næsta árs, samkvæmt kynningu …
Athugasemdir (1)