Embætti héraðssaksóknara hefur ákært tvo menn fyrir skipulagningu hryðjuverka. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, við Stundina. RÚV greindi frá útgáfu ákærunnar fyrr í dag.
Ekki er búið að birta sakborningunum ákæruna og segist Karl Ingi ekki tjá sig um efni hennar fyrr en að það hefur verið gert. Tveir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi í tæpa þrjá mánuði, vegna rannsóknarinnar. Annar þeirra hafði þá skömmu áður setið í um vikulöngu gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á vopnalagabrotum. Það var vegna þeirrar rannsóknar sem lögreglan varð áskynja því sem henni grunar að hafi verið skipulagning fyrstu hryðjuverka á Íslandi.
Morgunblaðið greindi frá því í dag að mennirnir væru ekki ákærðir vegna 100. greinar almennra hegningarlaga. Var þar haft eftir Karli Inga að það hafi aldrei verið til skoðunar, sem vakti furðu margra. Í skriflegu svari til Stundarinnar segir hann hins vegar að ákært sé vegna a-liðar 100. greinarinnar, sem sé …
Athugasemdir