Samningur ríkisins við Klíníkina um aðgerðir vegna endómetríósu gildir aðeins út desembermánuð, samkvæmt upplýsingum Stundarinnar. Þetta kom ekki fram þegar heilbrigðisráðherra tilkynnti að samið hefði verið um aðgerðirnar.
Ráðherra fullyrðir að ekki verði rof á þjónustunni þó enn sé óvíst hvort og þá hversu mikið konur þurfa sjálfar að greiða fyrir aðgerðir sem framkvæmdar verða hjá Klíníkinni.
Ástæðan ekki gefin upp
Í skriflegu svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra er því ekki svarað beint af hverju samningurinn sé svona stuttur, né hvenær hann renni út. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar gildir hann út árið en samið var um tiltekinn fjölda aðgerða.
„Núverandi samningur er hluti af biðlistaátaki sem farið er af stað innan heilbrigðisráðuneytisins og því stuttur í eðli sínu. Það tekur styttri tíma að semja um slíkan samning og þar sem þjónustuþörfin er mikil þótti báðum aðilum jákvætt að geta hafist strax handa á slíkum samningi,“ segir hann.
„Áframhaldandi …
Athugasemdir (1)