Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Íslandsvinurinn og pullurnar í Phala-Phala

Cyr­il Ramap­hosa, for­seti Suð­ur-Afr­íku, er í veru­lega slæm­um mál­um vegna ásak­ana um að hann hafi mis­beitt valdi sínu í tengsl­um við inn­brot á bú­garð hans. Ramap­hosa, sem var kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands til fjölda ára, varð fyr­ir því að reiðu­fé að and­virði hálfs millj­arðs króna, var stol­ið í inn­brot­inu. Pen­ing­arn­ir voru geymd­ir und­ir sófa­pull­um.

Íslandsvinurinn og pullurnar í Phala-Phala
Sófaeigandinn frá Soweto Cyril Ramaphosa, er fimmti í röð forseta Suður-Afríku. Hann tók við embættinu þegar Jacob Zuma hrökklaðist að heita má úr því árið 2018. Mynd: AFP

Kvöld eitt í byrjun febrúar 2020 mætti þjónustustúlka á búgarðinum Phala-Phala í nyrsta héraði Suður-Afríku tveimur grímuklæddum mönnum í einu af herbergjum íbúðarhússins. Henni var sjáanlega brugðið. Ekki þó yfir því að þar væru komnir tveir innbrotsþjófar, heldur vegna þess hvar þeir voru staddir.

Þjónustustúlkan hafði nefnilega skipulagt innbrotið og sá nú að hjálparkokkar hennar voru að athafna sig í röngu herbergi. Hún þurfti því að leiðbeina þeim rétta leið. Hvar þeir fundu sófa. Og í þessum sófa, undir sófapullunum, fundu þeir það sem þeir leituðu að. 

Reiðufé í bunkum. Andvirði hálfs milljarðs íslenskra króna, að því er hermt hefur verið.

Svona hófst atburðarás sem hefur orðið til þess að forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu. Forsetinn, sem átti bæði búgarðinn og peningana sem stolið var þaðan, er nú grunaður um að hafa misbeitt valdi sínu til þess að reyna að ná höndum yfir þjófana og …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár