Kvöld eitt í byrjun febrúar 2020 mætti þjónustustúlka á búgarðinum Phala-Phala í nyrsta héraði Suður-Afríku tveimur grímuklæddum mönnum í einu af herbergjum íbúðarhússins. Henni var sjáanlega brugðið. Ekki þó yfir því að þar væru komnir tveir innbrotsþjófar, heldur vegna þess hvar þeir voru staddir.
Þjónustustúlkan hafði nefnilega skipulagt innbrotið og sá nú að hjálparkokkar hennar voru að athafna sig í röngu herbergi. Hún þurfti því að leiðbeina þeim rétta leið. Hvar þeir fundu sófa. Og í þessum sófa, undir sófapullunum, fundu þeir það sem þeir leituðu að.
Reiðufé í bunkum. Andvirði hálfs milljarðs íslenskra króna, að því er hermt hefur verið.
Svona hófst atburðarás sem hefur orðið til þess að forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu. Forsetinn, sem átti bæði búgarðinn og peningana sem stolið var þaðan, er nú grunaður um að hafa misbeitt valdi sínu til þess að reyna að ná höndum yfir þjófana og …
Athugasemdir