Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hvað er sannleikur og hvað er lygi?

Bóka­blað­ið bregð­ur áfram á leik að fá fólk með inn­sýn í saka­mál til að dæma glæpa­sög­ur og nú er það Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir, fyrr­ver­andi sak­sókn­ari en nú­ver­andi þing­mað­ur, sem rýn­ir í blóð­uga bók.

Hvað er sannleikur og hvað er lygi?
Bók

Eitt satt orð

Höfundur Snæbjörn Arngrímsson
Bjartur
395 blaðsíður
Gefðu umsögn

FJÓRAR OG HÁLF STJARNA

Eitt satt orð

Útgefandi Bjartur

Hvað er sannleikur og hvað er lygi?

 

Júlía og Gíó maðurinn hennar sigla saman að kvöldlagi út í Geirshólma í Hvalfirði. Júlía snýr hins vegar ein tilbaka og viðfangsefni sögunnar Eitt satt orð er hvað varð um manninn hennar þetta kvöld. Gíó virðist horfinn af yfirborði jarðar. 

 

Spurningin er jafnframt hvað varð um samband Júlíu og Gíó. Eftir hvarfið gerir Júlía upp sögu þeirra saman, sem bæði hófst og lauk á dramatískan hátt. Byrjun og endir ástarsögunnar eiga það líka sameiginlegt að hafa átt sér langan og sérstakan aðdraganda. Upphafið er kannski strax lýsandi um hvernig sögu þeirra lýkur.

 

Það er Júlía sem segir frá. Júlía finnst mér áhugaverð meðal annars vegna þess að hún er heiðarleg gagnvart sjálfri sér um að hún lýgur. Það hefur hún gert áður og ekki bara í tengslum við hvarfið. Í huga Júlíu virðist verkefnið í kjölfar þess að maðurinn hennar er horfinn einna helst vera að segja lögreglu trúverðuga sögu af hvarfinu. Hún er alltaf með hugann við þá sögu sem hún er að segja. Hún leggur sig fram um að fegra söguna og eftir stendur hugsunin um hvað veldur þessari þörf að fegra og að segja ósatt. Þetta samband sannleika og lygi er heillandi í sögunni. 

 

Er um að ræða mannshvarf eða getur verið að Gíó hafi bara yfirgefið Júlíu? Var framinn glæpur? Jafnvel morð? Að þessu leyti nær sagan sakamálarannsókn vel þar sem lögregla hefur í upphafi engar aðrar upplýsingar en að kona tilkynnir hvarf mannsins síns. Lögreglunnar er svo að raða saman frásögn við staðreyndir. Hvað er sannleikur og hvað er lygi?

 

Þegar Júlía tilkynnir lögreglu um hvarf mannsins síns hefst leit að Gíó fljótlega sem og rannsókn á hvenær Gíó hvarf og hvað gerðist. Það er Júlía sem segir frá og hún leggur sig fram um að fegra söguna. Oft virðist hún segja ósatt án þess að þurfa þess beinlínis og eftir stendur hugsunin hvað veldur þessari þörf Júlíu að fegra og að segja ósatt. Þessari tilhneigingu sinni deilir hún auðvitað ekki með lögreglu en segir hins vegar strax þannig frá að Haraldur sem fær málið til rannsóknar virðist átta sig, enda felst hann starf hans í því að greina á milli sannleika og lygi. 

 

Haraldur virkar vænn karl og er þolinmóður, sem er sennilega einn mikilvægasti eiginleiki þeirra sem vinna við að leysa gátur. Hann fer fram af mýkt og ákveðni. Og mér finnst sterkt hvað sagan nær dýnamíkinni í yfirheyrslu lögreglu vel. Stígandinn í rannsókn Haraldar sést í spurningum hans. Þegar á líður er hann farinn að spyrja spurninga sem hann veit svörin við og sýnir Júlíu þannig bæði að hann veit að hún segir ósatt og að hann er að nálgast niðurstöðu. Verkfærin sem lesandinn fær til að leggja mat á þessar spurningar er hvernig Júlía umgengst sannleikann, hvernig hún sér sögu þeirra og önnur samskipti. En auðvitað er sannleikurinn flóknari en svo. Hver er saga Gíó sem virðist lítið segja konu sinni?

 

Mér finnst þessi saga ná því svo vel hvernig minningar og karakter geta mótað sannleikann. Og það er ekki alltaf augljóst hvað er hvað er sannleikur og hvað er lygi. Sagan er heillandi og það eru sögupersónurnar sömuleiðis. Bókin hélt mér forvitinni allt til enda og fléttan lagðist fallega undir lokin. Það er lesandans að dæma um hvað er satt og hvað ekki.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár