Ólafur Jóhann Ólafsson er eitt okkar alþjóðlegri skálda. Rætur sögupersóna hans teygja sig iðulega víða og sögusviðið er gjarnan fjölþjóðlegt sem endurspeglar upplifun margs nútímafólks í einkalífi og starfi rétt eins og skáldsins sjálfs. Í síðustu skáldsögu Ólafs, hinni eftirminnilegu og vel skrifuðu Snertingu, rifjaði roskinn íslenskur karlmaður upp örlagaríkan tíma í Lundúnum og samband sitt við japanska stúlku. Játning kallast að ýmsu leyti á við þá bók; í þetta skiptið er það íslensk kona á sextugsaldri sem horfist nauðbeygð í augu við áratugagamalt samband sem stóð stutt yfir en markaði djúp spor. Elísabet er framúrskarandi ljósmyndari sem hefur starfað víða um veröld við góðan orðstír en fjölskyldulífið hefur reynst henni flóknara; frásögnin er í fyrstu persónu og við finnum strax á fyrstu síðunum fyrir spennu og tilfinningalegum klaufagangi sem einkenna samskipti Elísabetar við hennar nánustu, dóttur og fyrrum eiginmann.
Sögusviðið er á þremur plönum og sagan í raun þrískipt; …
Athugasemdir