Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kveikir órólega forvitni

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son er eitt okk­ar al­þjóð­legri skálda. Ræt­ur sögu­per­sóna hans teygja sig iðu­lega víða og sögu­svið­ið er gjarn­an fjöl­þjóð­legt sem end­ur­spegl­ar upp­lif­un margs nú­tíma­fólks í einka­lífi og starfi rétt eins og skálds­ins sjálfs.

Kveikir órólega forvitni
Bók

Játn­ing

Höfundur Ólafur Jóhann Ólafsson
Veröld
390 blaðsíður
Gefðu umsögn

Ólafur Jóhann Ólafsson er eitt okkar alþjóðlegri skálda. Rætur sögupersóna hans teygja sig iðulega víða og sögusviðið er gjarnan fjölþjóðlegt sem endurspeglar upplifun margs nútímafólks í einkalífi og starfi rétt eins og skáldsins sjálfs. Í síðustu skáldsögu Ólafs, hinni eftirminnilegu og vel skrifuðu Snertingu, rifjaði roskinn íslenskur karlmaður upp örlagaríkan tíma í Lundúnum og samband sitt við japanska stúlku. Játning kallast að ýmsu leyti á við þá bók; í þetta skiptið er það íslensk kona á sextugsaldri sem horfist nauðbeygð í augu við áratugagamalt samband sem stóð stutt yfir en markaði djúp spor. Elísabet er framúrskarandi ljósmyndari sem hefur starfað víða um veröld við góðan orðstír en fjölskyldulífið hefur reynst henni flóknara; frásögnin er í fyrstu persónu og við finnum strax á fyrstu síðunum fyrir spennu og tilfinningalegum klaufagangi sem einkenna samskipti Elísabetar við hennar nánustu, dóttur og fyrrum eiginmann.

Sögusviðið er á þremur plönum og sagan í raun þrískipt; …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár