Ekki verður hróflað við stöðu Braga Guðbrandssonar sem fulltrúa í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir að ljóst sé að Barnaverndarstofa hafi á árunum 1997 til 1998 brugðist eftirlitsskyldu sinni. Afleiðingin varð sú að stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimili í Eyjafirði voru árum saman beittar kerfisbundnu, andlegu ofbeldi.
Samkvæmt svörum mennta- og barnamálaráðuneytisins er íslenskum stjórnvöldum hvorki heimilt né geta þau haft áhrif á störf Braga innan nefndarinnar. Bragi var boðinn fram til endurkjörs í nefndina á þessu ári af hálfu Íslands, þrátt fyrir að yfir stæði rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins Varpholts, síðar Laugalands, og þrátt fyrir að Stundin hefði mánuðum saman flutt ítrekaðar fréttir af því að Bragi hefði, sem forstjóri Barnaverndarstofu, beitt sér gegn því að ábendingar um ofbeldi á heimilinu yrðu rannsakaðar.
Niðurstaða úttektar á starfsemi meðferðarheimilisins var sú að stúlkur sem þar voru …
Athugasemdir (2)