Fullyrt er í ársreikningi Samherja Holding, félagsins sem var íslenskt móðurfélag Afríkuútgerðar Samherja, að engir starfsmenn hafi verið bornir sökum í rannsóknum yfirvalda í Namibíu. Það gera forsvarsmenn fyrirtækisins þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar ríkissaksóknara í Namibíu um að ákæra eigi minnst þrjá starfsmenn í samstæðu Samherja Holding.
Rétt er að enginn starfsmannanna hafi verið ákærður eða yfirheyrður í Namibíu. Það er þó ekki vegna skorts á vilja yfirvalda en ekki hefur tekist að gefa út ákæru á hendur þeim þar sem namibísk lög gera ráð fyrir að birta þurfi ákæruna …
Athugasemdir (4)