Fyrir rúmum mánuði síðan kom út bók sem hefur vakið mikla athygli, sérstaklega út fyrir landsteinana. Hér er nefnilega um að ræða glæpasögu eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og því margir forvitnir um hvernig þessi bókmenntafrumraun hennar heppnaðist. Í erlendum fjölmiðlum gleymist þó oft sú staðreynd að Katrín skrifaði bókina ekki ein heldur í samvinnu við þaulvanan glæpasagnahöfund, hann Ragnar Jónasson.
Reykjavík fjallar um fimmtán ára Láru Marteinsdóttur sem er ráðin í sumarvinnu hjá hjónum úti í Viðey sumarið 1956. En skyndilega hverfur hún sporlaust og skilar sér ekki heldur heim til foreldra sinna í Reykjavík. Hefst leitin að Láru meðan öll þjóðin fylgist andaktug með en það er engu líkara en að jörðin hafi gleypt stelpuna. Þrjátíu árum eftir atvikið reynir upprennandi blaðamaðurinn, Valur, að leysa ráðgátuna. Fljótlega kemst hann yfir vísbendingar sem geta mögulega leitt til fundar Láru en það virðist vera einhver sem er ekki mjög hrifinn af …
Drullaðu þér að vinna vinnuna þína