Barnabókin Héragerði er sjálfstætt framhald Grísafjarðar sem var tilnefnd til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs og Íslensku bókmenntaverðlaunanna og var valin besta barnabók ársins 2020 af bóksölum landsins og Morgunblaðinu. Því var ég spennt að lesa bókina og sjá hvað tvíburarnir Inga og Baldur væru að fást við núna.
Í þetta skipti eru börnin á leið í páskafrí og hlakka til hátíðardaganna. Það kemur í ljós að amma þeirra er flutt heim til Íslands og býr nú í Hveragerði ásamt hálfsystur móður þeirra. Bókartitillinn vísar til þess að Ingu heyrist að amma hennar búi í Héragerði. Börnin hafa fram að þessu ekki kynnst ömmu sinni eða frænku svo þau eru hikandi við að eyða páskafríinu með þeim en heimsóknin verður heilt ævintýri eins og margt annað í lífi þeirra.
Persónusköpun systkinanna er aðdáunarverð og þótt þau séu ólík ríkir mikill skilningur á milli þeirra. Baldur er kvíðinn strákur og nýtur eflaust samkenndar hjá …
Athugasemdir